Eitt vakti þó undrun okkar hér en það er að Hollendingar nota fæstir gardínur. Jamm. Og hvað með það? Nú ekkert eiginlega nema mér finnst mjög skrítið að sjá inni í stofu til allra sem við keyrum framhjá. Þegar við fórum svo að minnast á þetta var okkur sagt að þetta væri gert með vilja. Þetta er gert til að sýna að menn hafi ekkert að fela. Samt mjög skrítið og óþægilegt. Samt gónir maður á gluggana um leið og keyrt er fram hjá, alltaf sama forvitnin í Íslendingunum ;))
Annað sem er athyglisvert er að þetta er paradís reykingarmanna. Hér reykja allir allstaðar. Mér sem sönnum Íslending, finnst þetta mjög skrítið. Í lobbinu á hótelinu, á öllum veitingastöðum, á flugvellinum. Bara hreinlega út um allt. Og hérna á skrifstofunni er mötuneyti í kjallaranum og við erum búnar að borða þar (ofkos) og við vorum angandi af reykingarlykt í marga tíma á eftir. En Hollendingarnir segja mér að þetta sé að breytast því um áramótin taki við ný lög sem takmarka reykingar mjög mikið. Fyndið og svo erum við að kvarta yfir Íslandi???? ;)))
Annað sem við erum búnar að heyra er að það getur kostað nærri 120 þús að hafa barn á leikskóla allan daginn. Jamm read it and weap, 120 þúsund. Þetta á við um barn sem er 10 tíma á leikskóla. Átta tíma í leikskólanum og svo má foreldrið reikna með klukkutíma í ferðir frá vinnustað að leikskólanum, allt í allt 10 tímar. Úff ekki skrítið að flestar hollenskar konur vinna heima meðan börnin eru lítil.