Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

21 nóvember 2003

Annars er Rotterdam mjög skemmtileg það litla sem við erum búnar að sjá. Byggingarnar eru sérstaklega skemmtilegar. Fullt af flottum brúm og líka byggingar. Við erum í bókstaflegri merkingu með munninn niðri á höku allan daginn (þ.e. á morgnana og kvöldin því á daginn erum við að vinna).

Eitt vakti þó undrun okkar hér en það er að Hollendingar nota fæstir gardínur. Jamm. Og hvað með það? Nú ekkert eiginlega nema mér finnst mjög skrítið að sjá inni í stofu til allra sem við keyrum framhjá. Þegar við fórum svo að minnast á þetta var okkur sagt að þetta væri gert með vilja. Þetta er gert til að sýna að menn hafi ekkert að fela. Samt mjög skrítið og óþægilegt. Samt gónir maður á gluggana um leið og keyrt er fram hjá, alltaf sama forvitnin í Íslendingunum ;))

Annað sem er athyglisvert er að þetta er paradís reykingarmanna. Hér reykja allir allstaðar. Mér sem sönnum Íslending, finnst þetta mjög skrítið. Í lobbinu á hótelinu, á öllum veitingastöðum, á flugvellinum. Bara hreinlega út um allt. Og hérna á skrifstofunni er mötuneyti í kjallaranum og við erum búnar að borða þar (ofkos) og við vorum angandi af reykingarlykt í marga tíma á eftir. En Hollendingarnir segja mér að þetta sé að breytast því um áramótin taki við ný lög sem takmarka reykingar mjög mikið. Fyndið og svo erum við að kvarta yfir Íslandi???? ;)))

Annað sem við erum búnar að heyra er að það getur kostað nærri 120 þús að hafa barn á leikskóla allan daginn. Jamm read it and weap, 120 þúsund. Þetta á við um barn sem er 10 tíma á leikskóla. Átta tíma í leikskólanum og svo má foreldrið reikna með klukkutíma í ferðir frá vinnustað að leikskólanum, allt í allt 10 tímar. Úff ekki skrítið að flestar hollenskar konur vinna heima meðan börnin eru lítil.

Þá erum við búnar að fara og versla. jamm. Sigga tók okkur til næsta bæjar en þar var opið til 9.30 og við orðnar alveg viðþolslausar að geta ekki eytt neinum peningum nema í leigubíla. Sem bæ the vei er dolsið fyndið. Tvö kvöld í röð fengum við sama bílstjórann. Þetta er milljónaborg og því litlar líkur á að það gerist. Bílstjórinn var mjög hissa og spurði hvort það væri ekki öruggt að hann hefði keyrt okkur áður og við vorum sammála því. Þá sagði hann okkur að litlar líkur væru á því að svona gerðist því það væru 1200 bílstjórar hjá þessu fyrirtæki og alltaf 800 á vakt.

En í gær fórum við að versla. Í litlum bæ sem heitir Spækenisse (give or teik few letters). Þar kom það upp að við Armour erum dottnar úr allri æfingu að versla. Við skröltum á eftir Siggu alveg gráti næst og veinuðum að vildum fara heim, við færum þreyttar, megum við fá coke og allur þessi pakki. Sigga lét þetta ekkert á sig fá, sagði að vísu að við værum aumu Íslendingarnir, og ekki landi okkar til sóma. Íslendingar væru þekktir fyrir "shop till you drop" en hér værum við veinandi. Hún fann veintgastað og þá tókum við gleði okkar aftur enda á góðri leið með að missa kjörþyngd á öllu þessu labbi.

20 nóvember 2003

Og við erum komnar í vinnuna og byrjaðar að vinna eða þannig. Annars vorum við til klukkan 7 í gærkvöldi að vinna og fórum svo að borða á ítölskum stað. Arnór nefnilega bjó hér um skamma hríð þannig að hann er að sjálfsögðu okkar persónulegi fylgdarmaður. Hann stakk upp á þessum stað og stakk líka upp á að við fengjum okkur "chefs surprize" sem mat. Það virkar þannig að mar fær þríréttaðan mat en veit ekkert hvað það er fyrr en það birtist á borðinu.

Við fengum héra í aðalrétt. Ekki svona lítinn sætann svikinn héra eins og maður venst heima Íslandi. Neibb, þetta var the real thing. Sem sagt alvöru héri. Maður fékk hálfgert samviskubit að éta þetta og hugsa í leiðinni um litla hérskinnið sem jólasveinnin neitaði að hleypa inn úr kuldanum. Svo hefur einhver skotið hann og við átum..ojojoj

En hann var ekki vondur. Soldið skrítinn en ekki vondur. Armour átti kanínu sem barn og vildi því ekki borða hérann. Ég skildi það vel því ég át ekki fiskinn sem var í forrétt, hann minnti óþægilega mikið á fiskræfilinn minn sem ég drap um daginn alveg óvart huh

Við drukkum hvítvín með og það var gott. Eftir eitt glas voru kinnarnar orðnar rauðar, eftir tvö glös var ég farin að sveifla fótunum og eftir þriðja glasið hefði ég ábyggilega étið fiskinn hefði hann borist á borðið þá. Þetta var sem sagt mjög fínt.

Fengum okkur göngu eftir matinn og ákváðum að fá okkur bjór. Fundum fínan bar og settumst úti en þar var enginn nema við. Þetta var svona bar þar sem var tjaldað yfir borðin sem voru úti og kerti á hverju borði. Mjög næs. Við sátum þarna smástund en enginn kom til að taka pöntunina. Eftir smástun hallaði ég mér fram og ýtti kertinu lengra inn á borðið "Það er ótrúlegt hvað svona lítið kerti hitar mikið upp".

Þau hin störðu á mig eins og ég væri að grínast. Þannig að ég bætti við "Er ykkur ekki heitt?" Þau störðu á mig stórum augum og sögðu ekkert. Ég hallaði mér aftur í sætinu og rak þá augun í stærðahitablásara sem var fyrir ofan hvert borð og blés hita á kalda gest!

19 nóvember 2003

Í gær lentum við í ævintýrum. Okkur langaði nefnilega í cokacola. Dæet coke (ég drekk ekki dæet pepsi í útlöndum því útlendingar kunna ekki að búa það til). Við spurðum í lobbýinu hvar næsta sjoppa væri. Huh þeir skildu okkur ekki. Samt sögðum við hátt og skýrt "SJOPPA" haha svona án gríns var okkur bent á olís bensínstöð sem er skammt frá. Einu vandræðin við téða bensínstöð er að hún er undir brúnni á miðlægum gatnamótum (wow teknikal maður).

Leiðbeiningarnar sögðu: Fyrst til vinstri, svo aftur til vinstri og síðan yfir ljósin og niður brekkuna "you cant miss it". Ég var náttúrulega á 2 metra háu skónum og með tösku drusluna og svona búin brunuðum við út að leita að cola. Ég, Armour og félagi okkar Arnór. Þau löbbuðu af stað og ég hljóp við fót á eftir. Var orðin lafmóð við ljósin og bölvaði mér að vera ekki með nýja fína göngumælinn svo ég sæi kaloríueyðsluna.

Við fórum yfir ljósin og VOILA þarna er brekkan. Ó mæ god þetta var moldartroðningur ábyggilega 90 gráðu bratt. Ég horfði niður og leit á 2 metra skóna mína og sá mig skauta þarna niður. NEI. Arnór þurfti ekki að hugsa svona og lagði hugrakkur af stað, Armour lét ekki sitt eftir liggja og eftir stóð ég og kveinaði eins og gömul kona. "Ég kemst ekki, ég kemst ekki" Á endanum ákváðu þau að kaupa fyrir mig.

Á meðan stóð ég á horninu og beið. Umferðarljósin breyttust aftur og aftur og alltaf stóð ég ein og beið. Bílar hægðu á sér og ég reyndi að þykjast vera upptekin. Við hvað er hægt að vera upptekin einn á ljósum yfir fjöfarna umferðargötum í myrkri???????

Jamm einmitt, þetta var einmitt hugmyndin sem ég fékk. Sölukona að reyna að hala inn. Fékk samt engin viðskipti og þegar þeim félögum mínum hafði tekiðst að krönglast upp brekkuna aftur tók ekki betra við.

Nei nú vildu þau stytta sér leið yfir grasbala í myrkrinu. Já, já og Meinvill enn á skónum hlaupandi á eftir vinnufélögunum og hvað gerist. Jú auðvitað datt í blautt grasið. þau fóru alveg í kerfi og ég er búin að nýta mér það til ýtrasta. Er búin svoleiðis samviskuhöfða þau að það væri fyndið ef þetta væri ekki ég sjálf. Geng um og segi öllum á minni syngjandi fínu ensku að þau hafi hrint mér og reynt að stinga mig af með því að skilja mig eftir á einhverri brú. Þetta er gaman ;)

Rotterdam, Rotterdam...
Hér er sko búið að vera stuð. Ég ætla ekki að reyna að svara þeim í gestabókinni fyrr en ég kem heim því þetta dverglyklaborð sem ég er að nota gerir ekki ráð fyrir að maður sé mjög cratívur í bloggi eða þannig!

Gærdagurinn var fínn. Við vorum svo þreyttar klukkan 5 að við vorum að deyja. Tók hinsvegar hálftíma fyrir tölvusmánina að logga sig út og gera shutdown þannig að klukkan var orðin 5.30 þegar við skröngluðumst upp í leigubíl á leið heim og þá tók fjör dauðans við.

UMFERÐ
og UMFERÐ

Við vorum nærri 3 korter að keyra heim og leigubílstjórinn sagði að við værum heppin því við hefðum verið 2 tíma ef hann hefði farið í gegnum miðbæinn eins og maður fer venjulega (sko ég er búin að vera einn dag og er fain að tala um það sem gert er "venjulega"

18 nóvember 2003

Núna erum við þreyttar og lúnar eftir að hafa vaknað klukkan 4 í morgun. Stefnum heim fljótlega eða þannig (hótel-heim). Herbergið er huges sem er eins gott því maður þarf að hafa rúmt um sig þegar maður er einn á ferð...skrifa meira síðar

Taka 2

Við erum komnar til Rotterdam eftir ævintýralegt flug, baráttu við ræningja, hlaup eftir lestum og slagsmál við leigubílstjóra.... Ok smá ýkjur þetta gekk vel því við vorum svo heppnar að hitta samstarfsmanna okkar á vellinum og hann var líka að fara til Amsterdam. Mér leið á tímibili eins og ég væri að ferðast með foreldrum mínum því Armour og ASG brunuðu áfram með mig í togi, greiddu lestarmiða og fundu hvert við vorum að fara. Ansi þægilegt verð ég að segja haha

Það er búið að vera að hlæja að okkur hérna á skrifstofunni því okkur er svo heitt, það var líka svona heitt í lestinni. Við vorum að leka niður. "Put the air condition on the Icelanders are melting" Phu hvernig haldið þið að það sé að koma úr öllum þessum kulda heima og beint í suðræna sumarsól hér í Hollandi? hehe rægt en hinsvegar er svona molluheitt

Ands****** blogger drasl, þetta eyddi fína blogginu sem ég var að skrifa. Og það er ekki eins og ég sé hraðasti penni í heimi á laptop!!!!!!!!!!! Nú verð ég að skrifa aftur buhuhuhuh DRASL

Hvar er pósturinn sem ég var að slá inn????

17 nóvember 2003

Og ég er að fara til Rotterdam í fyrramálið. Ég er búin að vera á handahlaupum milli vinnu og skóla í allan dag við að reyna að búa mig undir þetta. Nú er ég komin heim, borðaði mat sem KFC eldaði handa mér og er með fantagott diet pepsi í glasi. Hvað getur lífið orðið betra?

Ég á að vísu eftir að fara með bílinn á verkstæðið því hann á fara í yfirhalningu meðan ég verð í burtu, fá nýja skó og svona. Síðan á ég eftir að pakka úlala það er nú alltaf jafn skemmtilegt.."hmmm hvað tekur maður marga skó? hmmm hvað tek ég marga nærur? hmmm þarf ég úlpu"

Einu sinni fórum við SM til Köben á tónleika með Guns and Roses. Þetta var ægilega fín ferð og mesta athygli vakti samferðarmaður okkar sem var í lopapeysu og með glæran plastpoka sem í var tannbursti og tannkrem. Ég hef mikið öfundað þennan mann alla tíð síðan. Hugsið ykkur að ferðast svona létt.

Hann týndi að vísu hópnum á flugvellinum í Köben og mundi ekki á hvaða hóteli hann átti að vera, svaf því hjá einhverjum vini sínum í Kristjaníu en mætti á tónleikana, því þarna í 32.000 manna hópi var hann sá fyrsti sem við þekktum á tónleikunum. Geri aðrir betur en muna eftir að mæta á tónleikana eftir að hafa gleymt öllu um svefnstaðinn.

Hann mætti líka á réttum tíma í flugið heim en var þá búinn að týna glæra pokanum með tannburstanum en var enn í lopapeysunni. Skil samt ekki alveg afhverju maður sem ekki hefur áhyggjur af skítugum nærbuxum hefur áhyggjur af tönnunum. Getur einhver sagt mér það? haha
ps ég vona að ég bloggi frá rott þar sem ég á að vera online að vinna..við sjáum bara til ;)

Auður
Þannig eru þeir gjörsamlega elliærir sem halda því enn fram að Bó sé frábær tónlistarmaður.
Ég held nú ekki að nokkur maður, ungur eða gamall haldi því fram í fullri alvöru. Hann átti eflaust sinn tíma en hann er nú liðinn en sumir þekkja ekki sinn vitjunartíma. Annars lenti ég næstum í rifrildi í matartímanum um daginn þegar verið var að ræða "come back" hjá "frægum"Íslendingum.

Viðstaddir vildu meina að það væri gott að fá nýja músik með Hljómum, Ríó Tríó og fleiri ellismellum. Ég sagði að það væri jú alveg í lagi en þeir væru ekki gera neitt nýtt. Þeir hefðu bara þagnað í 20 ár og nú vildu þeir fá einhverja leftover frægð og kannski peninga og hefðu því opnað gúllann aftur.

Ég skal sko segja ykkur að þetta fékk ekki góðan hljómgrunn. Ó nei, ég var litin hatursaugum fyrir að dissa fólk á besta aldri (orðið dissa var auðvitað ekki notað, heldur ekki bögga, það var eitthvað gammeldags orð sem ég get ekki munað að svo stöddu).

Þetta voru hinar líflegustu umræður sem ég yfirgaf áður en vinnufélagar mínir gerðu mig útlæga frá matsalnum. Ákvað að halda mig bara við að jánka því sem sagt er um grátbækurnar um jólin sem allir eru nú að keppast við að vitna í. Ég er á öruggara svæði þar.

Hrönn
Ég er svo fegin að það bíða fleiri en ég "í ofvæni"á sloppnum í Krabbanum.Svo notalegt að láta lofta um vinkonuna bera undir sloppunum.
Jamm við bíðum allar spenntar. Það er nauðsynlegt að lofta á nokkurra ára millibili

Frú Ingibjörg getur nú aldeilis hlegið og hefur örugglega bjargað deginum hjá viðstöddum konum.
Jaaa nema viðkomandi kona hafi farið í kerfi, en það fylgdi ekki sögunni svo mér finnst það ósennilegt. Finnst hæpið að móðir mín hafið veinað úr hlátri yfir einhverjum kindarlegum kvenmanni, finnst trúlegra að stelpan hafi hlegið líka. Nema móður mín elskuleg hafi brugðis sér afsíðis til að hlæja? naw það er hæpið

16 nóvember 2003

Síðast þegar ég fór í krabbameinsskoðun þá datt ég úr stólnum að skoðun lokinni. mamma fór í skoðun á föstudag sem ekki er í frásögur færandi nema hún sagðist hafa fengið hláturskast ársins þar sem hún sat í sloppdruslunni og beið eftir að það kæmi að sér (nei nei hún gerði ekkert af sér að þessu sinni hún var að hlæja að öðrum).

Ég reikna með að flestir viti hvernig sloppdruslan lítur út: Hvít, síð, ermalaus, heil í bakið og opin að framan þannig að maður verður að halda honum að sér. Nema mamma situr þarna og bíður í ofvæni eftir að röðin komi að henni þegar henni verður litið upp og er þá ekki "stelpa um þrítugt" að koma fram úr fataklefanum. Hún er komin í sloppinn en stað þessa að setja hendurnar í þar til gerð göt, setti hún hausinn í annað og hitt lenti á rassinum.

Orð móður minnar voru "hún var með lítinn, sætan rass svo þetta var allt í lagi svo sem" en hún trylltist af hlátri. Hjúkkurnar gripu í stelpuna og bentu henni á að hún væri hálfskrítin í sloppnum. það sem mig langar að vita er hvernig í ósköpunum tókst henni að troða hausnum þarna í gegn hehe ég er fegin að ég var ekki með mömmu. Það hefði orðið að vísa mér út ;)


Powered by Blogger