Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

30 júlí 2004

Hatturinn minn virkar flott. það rignir ekkert á hálsinn þegar mar er með hann á höfðinu. Þetta er frábær regnhattur enda seldur sem sjóhattur. Nú má hætta að rigna aftur! Hey það MÁ hææættttaaa... hætta núna sko..

hmm held þetta hafi ekki virkað.. vona að þið hafið ekki ætlað í útilegu stelpur haha, ég ætla sko ekki í útilegu og er því sama um rigningu. Þið hefðuð kannski átt að kaupa ykkur hatta?   Sinister

 
Party TimeAuður á afmæli í dag, til hamingju með það  

Amma mín með mörgu nöfnin hefði líka átt afmæli í dag. Hún hefði orðið 95 ára.  Er það ekki tilefni blómakaupa? Flowers  Ég held það barasta. Annars keypti ég þessi fínu blóm um daginn og Skakki sá þau ekki fyrr en ég benti honum á þau síðar um kvöldið og síðan er hann búinn að reyna að henda þeim á gólfið hvenær sem ég lít undan...

Ég er búin að eignast sjóhatt og ég er búin að eignast golfkylfur! Nú er það næsta mál á dagskrá en núna vantar mig ekkert meira en svarta striga/íþrótta/sport skó. Jamm, það er must í mínu lífi í augnablikinu. Ég þarf eiginlega að fara í bæinn og skoða svoleiðis útbúnað. Hver getur verið kona með með mönnum á þessu hausti án þess að eiga slíka skó?????

Og meðan ég er í þessari skóumræðu, hvað er þetta eiginlega með þessa nýju skótísku? Það er bara alveg orðið illmögulegt fyrir dverga eins og mig að fá skó sem hækkar mann í loftinu. Já ég veit að ég get keypt skó með 20 cm hælum og mjórri tá en sá tími er bara búinn og fæturnir mínir vilja ekki svoleiðs skó lengur. Þeir fengu nóg þegar þeir voru pönkarar í þá gömlu góðu daga. Þá þurfti að kaupa alla skó númeri of stóra því táin var svo mjó að það var ekki pláss fyrir tærnar.

Gosh ég held að rigningin sé að aukast. Ætti ég að fara út aftur með hattinn ???? haha





28 júlí 2004

Afskaplega held ég að ríkisskattstjóri sé feginn að ég er til. Ef ég væri ekki til þá væri örugglega halli á "ríkissköttum". Ég er líka afskaplega fegin að geta greitt í framkvæmdasjóð aldraðra. Ég hef að vísu ekki hugmynd um hvað það er en það hljóta að vera framkvæmdir fyrir aldraða og þar sem ég verð öldruð einhvern tíma í ekki svo ónáinni framtíð þá tel ég ljóst að ég muni njóta góðs af þessum framkvæmdum. Mikil gleði ríkir því í hjarta mínu!

En hvar er rigningin sem ég er að bíða eftir svo ég get prufað hattinn minn? Ég var á tímabili að hugsa um að fara í sturtu með hattinn bara til að prufa en hætti við þegar ég hugsaði um svipinn sem hefði komið á Skakka. Nógu var hann rasandi á svipinn um daginn þegar hann sá sundbolinn minn hanga til þerris:

Skakki: "Kva, varstu í sundi?" (gleðisvipur því hann hélt ég væri að þjálfa minn fagra líkama)
Meinvill: "Sundi? Nei, nei.."
Skakki: "Nú, varstu þá að þvo bolinn?" (gleðisvipur horfinn en smá hissa svipur kominn í staðinn)
Meinvill með þolinmóðri röddu: "Nei ég var ekkert að þvo hann, ég var að máta hann"
Skakki: "Máta? En..." (skilningssljór svipur)
........
Skakki: "Afhverju er hann þá blautur?"
Meinvill (MJÖG þolinmóðri röddu) " Ég fór í bað í honum"
(Nú skal viðurkennast að svipurinn á Skakka var ekki lengur undrandi, hann var frekar eins og hann skildi ekki lengur íslensku og væri að reyna að skilja útlent tungumál þar sem mikilvægt væri að öll orðin skildust rétt)
........
Skakki: "Í bað?? Í bolnum?.. Ég..."
Meinvill (komnar smá rifur í þolinmæðina) "Já auðvitað fór ég í bað. Hvernig átti ég annars að vita hvort hann passar?"
Skakki er enn á svipinn eins og hann sé að íhuga að hringja á mennina í hvítu fötunum sem mæta með vesti þannig að fólk geti ekki hreyft hendurnar.
.......
Meinvill hnussar: "Auðvitað máta ég hann blautann. Hvernig á ég annars að sjá hvort hann passar? Ekki ætla ég að fara í sund í bol sem er alltof stór á mig. Það er ekkert að marka að máta þurra sundboli"

Það sem eftir var kvölds var Skakki þögull. Sá samt að öðru hvoru gaut hann augunum á mig og var  á svipinn eins og hann ætlaði að segja eitthvað en þegar ég leit á hann þá flýtti hann sér að líta undan.

Ég held ég máti hattinn ekki undir sturtunni!

27 júlí 2004

Mig vantar RIGNINGU. Mikið ofsalega vantar mig rigningu. Ég er búin að eignast það sem mig er búið að langa í síðan ég var 7 eða 8 ára. Nefnilega SJÓHATT. Hann er glæsilegur og ég er glæsileg með hann. Nú vantar mig bara rigningu til að prufa gripinn.

Það er ákveðinn leiði í mínum bekk í dag. Sænski nýbúinn snýr nefnilega til síns nýju heima í dag. Reikna með að sjá hann næst eftir eitt ár eða svo.  Það er langur tími.

26 júlí 2004

Fór í matarboð í gær hjá foreldrum mínum. Þar voru staddir sænski nýbúinn og þrír sænskir vinir hans. Þeir voru allir þreyttir. Þeir þjáðust allir af samkvæmisónotum, ekki þó nýbúinn en honum fannst þetta fyndið mjög. Sagði að þeir væru eins og kálfar sem hefði verið hleypt út að vori. Hann fór með þá í íslenskt sumarpartý á laugardagskvöldið og þaðan fóru þeir í bæinn. Hann fór heim seint um nóttina eða snemma um morguninn eftir því hvernig á það er litið. En Svíarnir eru eru frá litlum bæ og óvanir því að skemmtistöðum sé ekki lokað, þeir sátu sem fastast þar til þeir voru orðnir einir eftir klukkan átta um morguninn. Þess vegna voru þeir þreytulegir í gærkvöldi og nýbúanum sem eitt sinn hefði ekki þótt tiltökumál að skemmta sér alla nóttina, honum fannst þetta fyndið.

Skakki fór hinsvegar að veiða á laugardaginn og var burtu fram á sunnudagsnótt. Hann veiddi fullt af fiskum sem hann gaf foreldrum sínum. Helsta afrek hans í veiðiferðinni var þó að mínu mati það að sólbrenna á handarbökunum. Ef hann hefði ekki verið með fiskana í poka þá hefði ég haft hann grunaðann um að hafa verið að lyfta glasi allan laugardaginn því er það ekki eina athöfnin sem veldur því að fólk brennur á handarbökunum? En kannski hefur hann bara keypt fiskana haha
 Fishing 


Powered by Blogger