Ég er komin heim frá ísafirði. Á dauða mínum átti ég von en ekki því að verða veðurteppt. Ég lenti nefnilega í fínu veðri en klukkutíma seinna þá sá ekki á milli húsa fyrir éljagangi. Mjög weird bara. En ég var á hótelinu og hafði það gott. Þegar ég flaug heim aftur var Vigga aftur með í för ásamt fjölmiðlafólki sem breiddi úr sér á vellinum. Ég var bak við súlu meðan þeir hlupu um með vélarnar sínar. Ekki veit ég hvað þeir gátu verið að mynda í flugstöðinni en það er ábyggilega þess vegna sem ég varð aldrei að fjölmiðlamanni þrátt fyrir nám í þá veru.
Núna er ég orðin hálfþreytt þarf að komast heim til mín og slaka aðeins á. Er að undirbúa mig andlega fyrir heimsókn Molans en hann ætlar að heiðra okkur hjúin með nærveru sinni um helgina. Frú systir ætlar að vera í Döblin með hjásvæfunni sinni (hennar orð en ekki mín) og á meðan ætlar Molinn að vera hjá ömmu og Önnu..sem sagt skipta sér á milli. Ágætis æfing fyrir okkur Skakka.
Annars er það af okkar málum að segja að ég frétti það í fyrradag að umsóknin okkar er ekki enn farin út. Hún er ennþá í einhverju stimplunarveseni hjá sendiráðinu. Er það nema furða að maður verði leiður á þessu ferli öllu saman?
Núna er ég orðin hálfþreytt þarf að komast heim til mín og slaka aðeins á. Er að undirbúa mig andlega fyrir heimsókn Molans en hann ætlar að heiðra okkur hjúin með nærveru sinni um helgina. Frú systir ætlar að vera í Döblin með hjásvæfunni sinni (hennar orð en ekki mín) og á meðan ætlar Molinn að vera hjá ömmu og Önnu..sem sagt skipta sér á milli. Ágætis æfing fyrir okkur Skakka.
Annars er það af okkar málum að segja að ég frétti það í fyrradag að umsóknin okkar er ekki enn farin út. Hún er ennþá í einhverju stimplunarveseni hjá sendiráðinu. Er það nema furða að maður verði leiður á þessu ferli öllu saman?