Ef einhver hefur verið að velta því fyrir sér get ég sagt hinum sama að hætta að hafa áhyggjur því læknirinn segir mig alhrausta, með áherslu á AL. Gott að geta fengið svona staðfestingar! En hann spurði líka hvernig ég liti á líkamsástand mitt. Hverslags bjána samsvisku spurning er þetta? hrmp
15 apríl 2005
14 apríl 2005
Búin með Excel námskeiðið og ég er sálarlega dauð núna. Veit ekkert hvað ég á að gera þar til ég má hætta. Ætti ég kannski að skella mér á brettið? hehe as if...
Ég pantaði mér tíma hjá spákonu áðan. Fer á þriðjudag til hennar. Stelpurnar í vinnunni eru allar búnar að fara og ég er orðin svooooo spennt. Verð að vera memm sko....
Annars fékk ég sjokk vikunnar í gær þegar heim beið mín póstur frá skólanum. Þar sagði að skila ætti ritgerðinni 13 maí og ég sem hélt að það væri 25 maí. Ég þarf sko aldeilis að spýta í lófana ef ég á að ná þessu!!!
Ég pantaði mér tíma hjá spákonu áðan. Fer á þriðjudag til hennar. Stelpurnar í vinnunni eru allar búnar að fara og ég er orðin svooooo spennt. Verð að vera memm sko....
Annars fékk ég sjokk vikunnar í gær þegar heim beið mín póstur frá skólanum. Þar sagði að skila ætti ritgerðinni 13 maí og ég sem hélt að það væri 25 maí. Ég þarf sko aldeilis að spýta í lófana ef ég á að ná þessu!!!
13 apríl 2005
Í morgun stóð ég fyrir utan vinnustaðinn í íþróttafötum þegar liðið var að mæta til vinnu. Aðspurð hvað ég væri að gera tilkynnti ég öllum að ég hefði komið hlaupandi úr sveitinni og hefði ákveðið að stoppa þarna til að ALLIR hinir gætu dáðst að dugnaðnum. Raunverulega ástæðan var ekki svona flott. Ég var að bíða eftir MAB til að lána henni videovélina og var að klára æfinguna þegar hún hringdi og sagðist vera að koma. En þetta leit vel út. Margir fengu samviskubit haha
Í gærkvöldi var ég að tala í símann við Súpuna og Molinn vildi fá símann. hann tók símann og sagði "Hæ sæta" Ég skal sko segja ykkur það. Gamalt frænkuhjarta klökknar við svona kveðju frá 2 og hálfs árs frændstaulanum. Þetta er örugglega ítalska arfleiðin hans. Íslenskir kallar eru ekki alveg svona borubrattir í símann svona að öllum jafnaði (nema Skakki auðvitað)
Í gærkvöldi var ég að tala í símann við Súpuna og Molinn vildi fá símann. hann tók símann og sagði "Hæ sæta" Ég skal sko segja ykkur það. Gamalt frænkuhjarta klökknar við svona kveðju frá 2 og hálfs árs frændstaulanum. Þetta er örugglega ítalska arfleiðin hans. Íslenskir kallar eru ekki alveg svona borubrattir í símann svona að öllum jafnaði (nema Skakki auðvitað)
12 apríl 2005
Assgoti er ég að verða góð í tímastjórnun. Ég er hætt að ganga með klukku og samt kláraði ég tímastjórnunarnámskeiðið sem ég var með áðan nákvæmlega 15 mínútum áður en það átti að klárast. Geri aðrir betur ha... Nú þarf ég bara að klára eitt námskeið enn og þá er ég í góðum málum...
Molinn heimsótti mig í gær. Hann er búinn að koma sér upp ágætum venjum: Hann kemur á fullu inn um dyrnar og rífur af sér fingraMETTLINGANA sem hann neitar að yfirgefa húsið án, sparkar af sér stígvélunum sem aldrei slíku vant voru ekki í gimmó (hét krummi á mínum æaskuárum en það er svo langt síðan og íslenskan óðum að breytast) grípur fiskamatinn og skutlar slatta í búrið (og ef frænkuómyndin er ekki snögg að koma með lokið þá fer önnur gusa) skellir lokinu á og setur boxið á bak við fiskabúrið, snýr sér við byrjar að toga af sér fötin, hleypur inn í svefnherbergi bendir á eina skúffu og heimtar bolu og gokka. í gær var bolasafnið eitthvað fátæklegt þannig að hann endaði í bol af frúnni með mynd af Emily from the nightmares diary á maganum. Hann uppástóð að þetta væri mynd af mömmu hans. Hvað hún var þá að grafa er ég ekki viss því Emily er með skólfu og í fjarska sjást legsteinar!!!!! Hann er sætur drengurinn kominn í síðan svartan bol eins og smápönkari með legsteinaáráttu!
Molinn heimsótti mig í gær. Hann er búinn að koma sér upp ágætum venjum: Hann kemur á fullu inn um dyrnar og rífur af sér fingraMETTLINGANA sem hann neitar að yfirgefa húsið án, sparkar af sér stígvélunum sem aldrei slíku vant voru ekki í gimmó (hét krummi á mínum æaskuárum en það er svo langt síðan og íslenskan óðum að breytast) grípur fiskamatinn og skutlar slatta í búrið (og ef frænkuómyndin er ekki snögg að koma með lokið þá fer önnur gusa) skellir lokinu á og setur boxið á bak við fiskabúrið, snýr sér við byrjar að toga af sér fötin, hleypur inn í svefnherbergi bendir á eina skúffu og heimtar bolu og gokka. í gær var bolasafnið eitthvað fátæklegt þannig að hann endaði í bol af frúnni með mynd af Emily from the nightmares diary á maganum. Hann uppástóð að þetta væri mynd af mömmu hans. Hvað hún var þá að grafa er ég ekki viss því Emily er með skólfu og í fjarska sjást legsteinar!!!!! Hann er sætur drengurinn kominn í síðan svartan bol eins og smápönkari með legsteinaáráttu!
11 apríl 2005
Ég er enn haldin bloggleti. Held að ég sé fötluð í bloggfingrunum. Annars hringdi presturinn fyrir allar aldir í morgun og rukkaði fyrir giftinguna. Hann er eflaust orðinn blankur því ég held hann hafi verið að ferma í gær. Er nú að safna upp í kostnað því eins og allir vita eru fermingar dýrar! Annars var ég að gefast upp á að heyra frá honum því ég var búin að leggja skilaboð til hans fyrir löngu að ég vissi ekki hvert ég ætti að borga og hvað mikið. Mér léttir mikið að þurfa ekki að hafa þetta lengur á sálinni. Væri ekki gaman að drepast óvænt í bílslysi eða eitthvað og vera neitað um himnavist af því mar skuldaði útsendara himnaföðursins!!!!!!
Annars fórum við Skakki á þess ljómandi fínu myndlystarsýningu á laugardag, hjá Jóhannesi Dagssyni. Sýningin heitir Endurheimt og er sambland olíumálverka og gamalla ljósmynda. Brilljant alveg en eins og alþjóð veit er ég mjög hrifin af slíku samkrulli. Er að hugsa um að gerast listamaður í næsta career. Sagði Skakka að drífa sig að kaupa bílskúrinn fyrir okkur. Hann ætlar að fúska við bíla og ég myndir. Svona samkrull er þekkt í minni fjölskyldu en í Svíþjóð sýður bróðirinn rör meðan mágkonan aflimar lappir og svoleiðis (eða þannig sko)!
Annars fórum við Skakki á þess ljómandi fínu myndlystarsýningu á laugardag, hjá Jóhannesi Dagssyni. Sýningin heitir Endurheimt og er sambland olíumálverka og gamalla ljósmynda. Brilljant alveg en eins og alþjóð veit er ég mjög hrifin af slíku samkrulli. Er að hugsa um að gerast listamaður í næsta career. Sagði Skakka að drífa sig að kaupa bílskúrinn fyrir okkur. Hann ætlar að fúska við bíla og ég myndir. Svona samkrull er þekkt í minni fjölskyldu en í Svíþjóð sýður bróðirinn rör meðan mágkonan aflimar lappir og svoleiðis (eða þannig sko)!