Ég og leikskóladrengurinn, Molinn, vöknuðum saman í morgun. Hann eftir rúmlega 11 tíma svefn. Úff hvað ég öfundaði hann. Ellefu tímar! Annað hvort leiðist honum svona eða honum líður svona vel...hmm spurning ;)
16 júní 2006
15 júní 2006
Ég er búin að leggja sólar sumarseið og á von á að sumarið bresti á ekki síðar en á morgun. Takið fram sólardressin og bikiníin og skverið ykkur á svalirnar. Ekki verra að hafa sólarvörnina tilbúna!!! Ég ákvað að vera í fyrra fallinu og mætti í sólríkum og blómlegum sumarkjól sem er þegar búin að gleðja slatta af vinnufélögunum. Ef maður getur ekki unnið veðurguðina þá breytir maður um takt!
14 júní 2006
Hver bauð september í sumarpartýið okkar? Ég bara spyr... mér skilst að þetta sé svona í Færeyjum líka. Hm þýðir sem sagt ekki að flytja þangað bara til að láta sér líða vel í hitanum. Og hvert fer maður þá? Til Svíþjóðar í mygguna? Ég gæti gert það þar sem ég er komin með þetta frábæra spray til varnar myggubiti hah snéri á ykkur flugudruslur!
En mér er kalt og ég vil fara að fá þetta fjandans sumar. kannski ef ég fer og kaupi þennan margumtalaða sundbol þá hafi það þau áhrif að sumarið taki kipp opg renni við? Og við getum sparkað september út aftur?
En mér er kalt og ég vil fara að fá þetta fjandans sumar. kannski ef ég fer og kaupi þennan margumtalaða sundbol þá hafi það þau áhrif að sumarið taki kipp opg renni við? Og við getum sparkað september út aftur?
13 júní 2006
Ég þarf að fara að finna mér eitthvað að gera!!! Eitthvað sem dreifir athyglinni (og gott væri ef því fylgdi einhver hreyfing). Ég er búin að vera að skoða sundboli og er að spá í að gera aðra tilraun í kvöld. Hvernig væri að fara að synda?? Haha ég hef ekki sunt í mörg, mörg ár... enda enginn fiskur í eðli mínu. Er samt að hugsa um hvort ég eigi að reyna að breyta þessu eðli míni, ég nefnilega nenni ekki æfingunum mínum þessa dagana. Held að það sé kannski bara sumarleiði..eða eitthvað annað. Annars verð ég að viðurkenna að ég er nú bara farin að sakna Skakka soldið... finnst ykkur það ekki bara ótrúlegt af minni hálfu? hehe svona förlast manni með aldrinum...
11 júní 2006
Það er nú alltaf gott að koma heim til sín aftur þó útlöndin séu líka skemmtileg. Það eina sem mér finnst leiðinlegt er að ég er gjörsamlega að missa af þessari frábæru frænku sem ég á þarna í Svíaríkinu. Hvers eigum við frænkur eiginlega að gjalda?
Það var sól í Svíþjóð og ég misnotaði hana eins og ég gat með þeim afleiðingum að það stórsér á hálsinum, öxlunum og öðru hnénu. Jamm geng um með annað hnéð brúnt og fallegt en hitt er jafn hundaskitshvítt og áður. En mikið er samt notalegt að vera á stað þar sem er SUMAR en ekki einhver framlenging á vetrinum eða grínmynd að vori. Þó maður kunni sér ekki hóf og þurfi á læknishjálp að halda á eftir haha
Fór í hinna alræmdu sveitaferð í gær að skoða dýrin með leikskóla Molans. Oh mæ god hvað ég er lítil sveitakona, eins gott að ég bý í borginni. það má bara hreinlega tyggja loftið inni hjá dýrunum. Sem betur fer er hann með jafnmikið músarhjarta og ég þannig að við vorum snögg að skoða dýrin en eyddum þeim meiri tíma í leiktækjunum. Sem var sko fínt af minni hálfu
Það var sól í Svíþjóð og ég misnotaði hana eins og ég gat með þeim afleiðingum að það stórsér á hálsinum, öxlunum og öðru hnénu. Jamm geng um með annað hnéð brúnt og fallegt en hitt er jafn hundaskitshvítt og áður. En mikið er samt notalegt að vera á stað þar sem er SUMAR en ekki einhver framlenging á vetrinum eða grínmynd að vori. Þó maður kunni sér ekki hóf og þurfi á læknishjálp að halda á eftir haha
Fór í hinna alræmdu sveitaferð í gær að skoða dýrin með leikskóla Molans. Oh mæ god hvað ég er lítil sveitakona, eins gott að ég bý í borginni. það má bara hreinlega tyggja loftið inni hjá dýrunum. Sem betur fer er hann með jafnmikið músarhjarta og ég þannig að við vorum snögg að skoða dýrin en eyddum þeim meiri tíma í leiktækjunum. Sem var sko fínt af minni hálfu