Ég get ekki lengur hugsað mér að laga til, ég er nefnilega að fara að flytja. Ef íbúðin fæst ekki laus fyrr en 01 júní verður draslið orðið all svakalegt!
Ég er á fullu við að búa til viðskiptaáætlun fyrir ímyndaða fyrirtækið mitt og eftir einn fund í gær fékk ég óformlegt tilboð um samstarf við stóran aðila. Púff það endar með því að ég verð að gera eitthvað í þessu. Ég átti ekki alveg von á þessu eða að hugmyndin mín þætti góð því í rauninni eru til mörg svipuð fyrirtæki þó ekkert alveg á sömu nótum og það er auðvitað það sem sker úr. Næsti mánuður sker úr um það hvort ég læt slag standa.
Við Skakki erum farin að þræta um málningu. Já já það er svo gaman hjá okkur alltaf og nú er það eina sem hrjáir okkur að við getum ekki komið okkur saman um liti. Annað okkar er litaglatt með eindæmum (ég segi ekki hvort og veit að enginn getur giskað) meðan hitt vill ekki liti (segi heldur ekki hvort það er). Þetta stefnir því allt í skemmtilegan mánuð þar sem við getum þrætt í rólegheitunum um liti og ýmsa smámuni. GUNZ ætlar að breyta einu herberginu fyrir okkur (salerni) og gera það krúttlegra en nokkuð sem sést hefur á þessari jörð (þetta er engin pressa haha). Gott að eiga systur sem er innanhúshönnuður skal ég segja ykkur!
Ég er á fullu við að búa til viðskiptaáætlun fyrir ímyndaða fyrirtækið mitt og eftir einn fund í gær fékk ég óformlegt tilboð um samstarf við stóran aðila. Púff það endar með því að ég verð að gera eitthvað í þessu. Ég átti ekki alveg von á þessu eða að hugmyndin mín þætti góð því í rauninni eru til mörg svipuð fyrirtæki þó ekkert alveg á sömu nótum og það er auðvitað það sem sker úr. Næsti mánuður sker úr um það hvort ég læt slag standa.
Við Skakki erum farin að þræta um málningu. Já já það er svo gaman hjá okkur alltaf og nú er það eina sem hrjáir okkur að við getum ekki komið okkur saman um liti. Annað okkar er litaglatt með eindæmum (ég segi ekki hvort og veit að enginn getur giskað) meðan hitt vill ekki liti (segi heldur ekki hvort það er). Þetta stefnir því allt í skemmtilegan mánuð þar sem við getum þrætt í rólegheitunum um liti og ýmsa smámuni. GUNZ ætlar að breyta einu herberginu fyrir okkur (salerni) og gera það krúttlegra en nokkuð sem sést hefur á þessari jörð (þetta er engin pressa haha). Gott að eiga systur sem er innanhúshönnuður skal ég segja ykkur!