Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

12 desember 2003

Pabbi á fmæli í dag

Til hamingju með afmælið

Nornir og spádómar
Síðasti nornadagur ársins og spáin var á þessa leið (give or take few):
Þögnin er gullin og sýndu þolinmæði. Óskin mun rætast og það verður tóm gleði og hamingja. Heppni og hamingja helst í hendur við vernd sem ekki er af þessum heimi. Styrkurinn finnst heima. Sýndu mátulegt kæruleysi og dansaðu við djöfulinn.Gott að láta sig fljóta og treysta um leið á innsæið. Miklar breytingar eru í augnsýn. Elskaðu sjálfa þig og stattu við ákvarðanir þínar. Þú verður að hreyfa þig og elskaðu fjölskyldu þína. Farðu að mála þó þú málir ömurlegar myndir. Segðu nei þegar þú vilt ekki gera eitthvað.

Jamm svona er það. Hvað er þetta með hreyfingu og aftur hreyfingu? Nornirnar komst að því í gær að það sé ekki skrítið þó það vanti í mig hreyfingargenið. Málið er að þegar það var afhent fór sá sem útdeilir genunum til Húsavíkur að leita að þessu barni sem ku vera að fæðast. Hann lenti í villu og svima því barnunginn (Meinvill) var þrjá daga að fæðast og það var ekki á Húsavík heldur í Reykjavík. Og gott betur en það því hinn Þingeyski faðir var á Ísafirði og hins Ísfirska móðir í Reykjavik. Var það skrítið þó hann finndi mig ekki og gæfi því MAB minn skammt líka????????

Erfiðir dagar
Sumir dagar eru bara svo miklu erfiðari en aðrir. Ég hélt að ég mundi bara ekki meika það að vakna í morgun. Það eina sem hélt mér gangandi var að ef ég mæti seinni en 8 þá missi ég af stæðinu sem ég vil fá. Úff það er orðið erfitt þegar það eina sem kemur manni á lappir er tilhugsunin um stæði!

Það er að koma niður á mér að ég er búin að vera að slugsa frameftir öll kvöldin í þessari viku. Kannski ekki slugsa. Það er kannski ekki alveg rétt: Búa til laufabrauð, taka viðtal, fara á tónleika, fara á nornarfund. Segið svo að ekkert gerist huh.

Ritgerðardruslan er samt enn óskrifuð haha

Auður er að hrósa mér fyrir dugnað, takk fyrir það en held samt að það sé ekki alveg rétt. Ég ætti alveg að geta bætt hreyfinguna og allt það. Mig bara langar EKKI til þess. Mér finnst það líka svo tilgangslaust því ég er alltaf að bíða eftir spraututímanum (frá því í maí haha) af því þá verð ég svoooooo þreytt. Í maí rétt hafði ég vinnudaginn af og þurfti að leggja mig þegar ég var búin að vinna. Núna verð ég fríi hluta af tímanum vegna jólanna og ég er voðalega fegin. En ég ætla ekkert að gera neitt í þessum málum fyrr en þetta er afstaðið. Ég bara get ekki hugsað um neitt meira í augnablikinu.

Ætla að skrifa um nornarfundinn seinn aí dag. Núna þarf ég að kenna eins og einum eða tveimur á starfsmannakerfið úlalala

11 desember 2003

Nornakvöld
Í kvöld er síðasta nornakvöld þessa árs. Síðast þegar við funduðum voru nornirnar svo ægilega góðar við mig og ég fékk peningaspá og gott atlæti í hvívetna. Það er spurning hvernig verður í kvöld. Annars eru nornirnar svo ægilega duglegar að öllu leiti að það er ekki fyndið. Þær eru allar að verða búnar að umbylta öllu sínu lífi fram og til baka. Mjög spennandi. Það er búið að vera að taka í gegn mataræði og hreyfingu og gera þvílík stórvirki að það hálfa væri nóg. Eftir sit ég og geri ekki neitt. Hef ekki gert neitt átak í hreyfingu og er enn að borða sama matinn.

MUSE
Mikið er ofsalega gaman að fara á svona tónleika. Mikið er leiðinlegt að það skuli ekki vera hægt að gera það oftar og til að kóróna allt saman þá finnst mér mjög leiðinlegt að við skulum ekki vilja reisa tónleikahöll.

Tónleikarnir voru frábærir en hversu lengu á að bjóða okkur upp á Laugardagshöllina með öllum sínum frábæra hljómburði og sviðið svo lágt að dvergar eins og ég sjá ekki á það?

Já það er það eina sem ég get kvartað yfir (alltaf hægt að finna eitthvað). Ég sá ekki neitt. Eða réttara sagt annað slagið sá ég glitta í annaðhvort trommuleikarann eða hinn. Ég sá ekkert af söngvaranum og það er hann sem er skemmtilegast að horfa á. Svona er lífið þegar maður er dvergvaxinn.

Annars var ég hissa á því hvað það voru margar pínlitlar stelpur þarna. Þær voru ekki að hlusta á tónleikana. Þær voru að sýna sig og skoða strákana (í myrkrinu). Þetta var krúttlegt. Þær tróðust um alla tónleikana fram og til baka, óþreytandi alveg, fimm og sex saman og alltaf leiddust þær þannig að þær mynduðu keðju. Eiginlega er ég fegin að ég er búin með þann pakka og gat núna staðið í þvögunni með mínum hauk og sungið hástöfum og jöflast með tónlistinni. Notið þess að vera partur af svona þvögu sem öll var að fylgja sama taktnum (meira segja ótaktvissir eins og ég). Notið þess að finna svitalyktina af drengjunum sem tróðu sér fram og til baka í þvögunni (eflaust að leita að smástelpunum sem líka voru að troðast fram og til baka). Ástæðan fyrir því að þau voru alltaf á iði hefur eflaust verið sú að þau náðu aldei að hittast þar sem þau voru alltaf á ferðinni.

En þetta var gaman. Ég mundi fara miklu oftar ef þetta væri ekki svona dýrt og ef það kæmu oftar svona flottar sveitir til landsins. Haukurinn kvartaði yfir því að uppáhaldslagið hans var ekki spilað en þeir spiluðu uppáhaldslagið mitt þannig að ég var ekkert að hlusta á hann. Hann heyrði það hvort eð er þegar hann fór á tónleikana í Köben.

Eitt er samt athyglisvert og það er skemmdarfýsnin í okkur Íslendingum. Hvað er að okkar þjóðarsál að við þurfum alltaf að skemma allt? Í lokin á allrasíðasta laginu var risa, risa stórum blöðrum sleppt fram í salinn. Þær voru hvítar og svo stórar að meðal stórt barn hefði komist inni í eina slíka. Ég hef séð á tónleikamyndböndum MUSE að þetta gera þeir stundum. Þá djöflast blöðrurnar fram og til baka yfir mannþröngina og á endanum eru þær slegnar upp á sviðið og þar sprengja tónlistarmennirnir þær með hljóðfærunum. En ekki á Íslandi. Á Íslandi er svona blöðrum sleppt og nokkrir slá í þær voða gaman en fljótlega finnur einhver hvöt hjá sér til að stinga þær með sígarettu. Hvað er að hjá okkur? Af hverju getum við ekki haft gaman að svona án þess að skemma það?

En tónleikarnir voru frábærir og ég vildi að þeir væru í kvöld svo ég ætti þetta eftir

10 desember 2003

Meinvill í tónleikabúning:

og haukurinn líka:

og einsi kaldi:

Vittorio
Í dag fer Vittorio gullmoli í allsherjar rannsókn til að reyna að finna út af hverju hann sefur ekki.

Það er nefnilega ekki alveg normal hvernig unginn sefur: Ef hann nær klukkutíma á milli þess sem hann vaknar eru allir glaðir en það gengur bara ekki, við vonum að hann verði svona eftir rannsókina:

Lífið er dásamlegt
Svona sveiflast maður á milli dýpstu dala og efstu hæða. Í dag er tilveran æðisleg og ég syng jólalög með Disney. Í kvöld ætla ég nefilega á tónleikana með MUSE. Tralalala það verður ægilega gaman.

Í gærkvöldi tók ég síðasta viðtalið fyrir kúrsinn minn. Er búin að draga það og draga en það var bara að duga eða drepast. Og hvað gerðist? Ég fékk besta viðtalið til þessa :)) Takk fyrir elsku KeflavíkurNorn. Og til að kóróna það þá gaf hún mér buxur líka. Jamm hún er farin að mjókka svo mikið að nú eru það bara ný föt á næsta leiti. Er ekki lífið dásamlegt?

09 desember 2003

Eyrað mitt
Á sunnudaginn var fórum við haukurinn í leiðangur að leita okkur að mat. Hann langaði í steik. Ég er alltaf tilbúin að borða (eins og sést glögglega á útliti mínu) og fór því glöð með í þennan leiðangur. En fyrst komum við við í Nóatúni til að senda jólagjafirnar fyrir sænsku nýbúana.

Þetta kostaði fullt af peningum. Svo mikið að ég röflaði við sjálfa mig alla leið út í bíl og þegar ég reif upp bílhurðina var ég byrjuð að tala. Sem ég sest inn í bílinn slengi ég eyranu á bílhurðina. Jamm það er rétt. Ég sem sagt hitti ekki fram hjá hurðinni heldur lenti beint á hurðinni með eyrað. ÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆ Ég öskraði svo hátt inni í mér að það var furða að innyfli mín sprungu ekki. En mikið jöfla var þetta sárt. Ég hélt ég myndi deyja.

Ég fékk marblett á eyrað. Voða fínt. Núna lít ég út eins og lítill aumingjadópisti. Með marblett á stærð við matardisk í olnbogabótinni og eldrautt eyra eins og ég hafi verið barin (dópistar eru þó öllu grennri en ég).

Laufabrauð
Í gær skárum við síðan laufabrauð. Ég og foreldrarnir. Við gerðum ekki margar kökur en nóg alveg. Við flöttum deig, skárum og steiktum. Þetta var ágætis kvöld alveg en mikið ægilega var ég orðin þreytt.


08 desember 2003

Ritgerðardruslan
Jæja, enn ein helgin búin og lítið verið gert í ritgerðarmálum. Held ég sé að komast á þá skoðun að það þýði ekkert að láta nóturnar liggja á lyklaborðinu og vonast til að ritgerðin skrifi sig sjálf (eins og þegar maður svaf ofan á bókunum í gamla daga til að þurfa ekki að lesa undir próf). Held að ég sé að verða búin að sanna að sú aðferð hreinlega dugar ekki til og því ákalla ég nú æðri máttarvöld mér til bjargar. Gruna samt að ég verði að leggja hönd á plóg (á ekki einu sinni þannig apparat) og gera eitthvað sjálf. Sautjándi er nefnilega farinn að nálgast ískyggilega hratt og ég held ég sé upptekin við annað öll kvöldin í þessari viku. Lof sé og dýrð og allt það batterí.

Er að verða komin á þá skoðun að fara ekki í seinni helminginn af þessu námskeiði eftir áramót. Jamm, bara viðhafa kæruleysi og hætta þessu bulli. þarf hvort eð er að fara næsta haust í einn áfanga og þá er ég komin með of margar einingar hvort eð er. Jájá, bara slaufa þessu hehe. En samt þarf ég að klára fyrir SAUTJ'ANDA.
HJÁLP-HJÁLP-HJÁLP

Um annað
Gulla spyr hvort ég sé með sykursýki. Haukurinn svaraði þessu játandi með hraði en ég verð að neita. Það er nefnilega ekki sykursýki að þykja gott súkkulaði (hann vill meina það). Ég vil hins vegar þakka mér og mínum líkum fyrir það að enn þrífst konfektgerð á Íslandi. Hugsið ykkur bara ef allir væru eins og haukurinn, hvar ætti þá allt fólkið í Nóa og Sírus að vinna? Á bensínstöð kannski? Ó nei því nú fara allir á sjálfpumpistöðvar, meira segja ég líka eftir að ég fékk mér svona fínt bensínkort. En sem sagt, já það er starfsfólk Nóa og Síríus og líka allt fólkið í Póllandi sem vinnur við að búa til PrinsPólo. Ég skil ekki svona hugsunarhátt að vilja ekki þessu fólki vel og styrkja iðnaðinn þeirra.

Lyfin mín eiga hins vegar að hjálpa mér í elífðarbaráttu minni við að fjölga mannkyninu. Til þess nýt ég aðstoðar þeirrar deildar á Landspítalnum sem veitir þá hjálp sem skiptir minnstu máli og er neðst á forgangslistum um nauðsynlega þjónustu. Það er sú deild sem fyrst kom á nafn er talað er um að loka verði einhverjum deildum á Lansanum vegna fjárskorts. Vegna þess að ekki er um LÍFSNAUÐSYNLEGA þjónustu að ræða. Einmitt. Til þess að fá aðstoð lækisyfirvalda á Íslandi er nauðsynlegt að vera að dauða komin. Það er nýja stefnan.

Á sama tíma fer fæðingum fækkandi, allt stefnir í að eldra fólk verði orðið fyirgnæfandi í þjóðfélaginu eftir nokkra áratugi (ekki bara hér heldur um allan heiminn) og okkur kemur til með að skorta vinnandi hendur. En Íslendingar eru alltaf framsýnir og hafa því komið upp með hugmyndir að loka á þá þjónustu sem veitir nokkrum þegnum sínum á ári aðstoð við að framleiða fleiri skattborgara. Assgotans hræsni og ekkert annað. Ég er búin að borga skatta í 1000 ár, hef aldrei fengið atvinnuleysisbætur, aldrei fengið til baka frá skattinum, aldrei fengið barnabætur (og fengi þær ekki þó ég ætti börn), sem sagt aldrei þegið aðstoð af neinu tagi frá yfirvöldum aðra en þá sem ég greiði fyrir með skttpeningum mínum og allir fá líka að njóta. Nú þarf ég á aðstoð að halda við eitthvað sem ég get ekki gert sjálf og daginn eftir kemur flennifyrirsögn í Fréttablaðinu að um sé að ræða rándýra þjónustu sem ekki eigi að njóta neins forgangs í kerfinu. Núna ætla ég að stela setningu frá dr. Gunna og Tótu Pönk:
Lepjið drullu í helvíti helvítis skítapakk.
Já og ég held ég sé sammála þeim, mér líður betur!


Powered by Blogger