Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

17 nóvember 2003

Og ég er að fara til Rotterdam í fyrramálið. Ég er búin að vera á handahlaupum milli vinnu og skóla í allan dag við að reyna að búa mig undir þetta. Nú er ég komin heim, borðaði mat sem KFC eldaði handa mér og er með fantagott diet pepsi í glasi. Hvað getur lífið orðið betra?

Ég á að vísu eftir að fara með bílinn á verkstæðið því hann á fara í yfirhalningu meðan ég verð í burtu, fá nýja skó og svona. Síðan á ég eftir að pakka úlala það er nú alltaf jafn skemmtilegt.."hmmm hvað tekur maður marga skó? hmmm hvað tek ég marga nærur? hmmm þarf ég úlpu"

Einu sinni fórum við SM til Köben á tónleika með Guns and Roses. Þetta var ægilega fín ferð og mesta athygli vakti samferðarmaður okkar sem var í lopapeysu og með glæran plastpoka sem í var tannbursti og tannkrem. Ég hef mikið öfundað þennan mann alla tíð síðan. Hugsið ykkur að ferðast svona létt.

Hann týndi að vísu hópnum á flugvellinum í Köben og mundi ekki á hvaða hóteli hann átti að vera, svaf því hjá einhverjum vini sínum í Kristjaníu en mætti á tónleikana, því þarna í 32.000 manna hópi var hann sá fyrsti sem við þekktum á tónleikunum. Geri aðrir betur en muna eftir að mæta á tónleikana eftir að hafa gleymt öllu um svefnstaðinn.

Hann mætti líka á réttum tíma í flugið heim en var þá búinn að týna glæra pokanum með tannburstanum en var enn í lopapeysunni. Skil samt ekki alveg afhverju maður sem ekki hefur áhyggjur af skítugum nærbuxum hefur áhyggjur af tönnunum. Getur einhver sagt mér það? haha
ps ég vona að ég bloggi frá rott þar sem ég á að vera online að vinna..við sjáum bara til ;)

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger