Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

13 apríl 2007

Þar sem flutningar standa fyrir dyrum verður ekkert skrifað næstu viku. Það tekur nefnilega heila 7 daga að færa síma og ADSL á milli húsa. Tekur sko ekki 7 daga að taka það úr sambandi skal ég segja ykkur. Skil ekki alveg hvað er málið en það þýðir ekki að rífast við yfirboðarann.

11 apríl 2007

Ég lagðist í ælupest í gær og maginn er allur í lamasessi. Aumingja Skakki fór einn að rífa málningu af gluggum og flytja kassa. Gott að eiga konu sem getu hjálpað mikið til (not). Annars lítur þetta vel út. Við erum ánægðari og ánægðari með íbúðina (fyrir utan frímerkis eldhúsinnréttinguna) og sjáum fyrir okkur ánægjulega daga. Skakki þýtur út í glugga um leið og við mætum upp eftir til þess að tékka á því hvort a) einhverjir séu mættir á golfvöllinn og b) hvort einhver sé mættur til að veiða. Og svo eru hundar og krummar. Þetta er sem sagt sveitasæla eins og hún gerist best. Það er alveg að koma að því að við flytjum eða líklega á föstudag eða laugardag ;)

10 apríl 2007

Mánaðarlegar upplýsingar eru komnar frá Kína og ekki er þetta neitt að styttast. Þessar upplýsingar sem komu núna ná yfir tvo daga - 25 og 26 október. Okkar umsóknardagur er 14.nóvember þannig að þó enn hafi liðið heill mánuður frá því síðast erum við ekkert nær því að vita neitt.


Powered by Blogger