Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

20 apríl 2006

Það er komið sumar, það er komið sumar tralalala
Gleðilegt sumar hele grúbban.
Ó já ég dró sko upp alla sumarkjólana í gær og henti þeim í vélina. Ég ætla að vera tilbúin fyrir þetta sólarsumar (ha?). Annars bý ég svo vel að eiga nýtt rosa fínt sólarbodylotin sem gerir mann brúnan án þess að sól komi nokkuð nálægt. Það versta við þetta er að hægt er að þvo brúna litinn af aftur hehe. Veit ekki hvort ég er sú eina sem hef svona góða reynslu af þessu. Mér virðist sem allir sem hafa prufað svona séu rosa hrifnir. Hvíta handklæðið mitt er ekki hrifið skal ég segja ykkur en kannski er ég bara svo mikill albínói að gerfibrúnka tollir ekki einu sinni á mér haha er þetta sanngjarnt? Skakki er búinn að pumpa í hjólið fyrir mig, ég neita að gefast upp fyrir háu bensínverði og ætla að gera heiðarlega tilraun til að hjóla í höfuðstaðinn til vinnu minnar. Hann pumpaði líka í boltann minn í leiðinni og ég eyddi því síðasta vetrardagskvöldinu í að berja boltann alveg eins og mér væri borgað fyrir það. Öll gremja horfin í veður og vind og inn með gleði og sólaryl. Mæli með svona boltaæfingum fyrir alla! Dró meira segja upp hanskana líka til þess að geta barið betur frá mér, mæli með þessu á öllum heimilum. Þetta verður til þess að minni tími fer í að berja makann...

19 apríl 2006

Það er svoooooo gott að vera í fríi. Ég er að reyna að taka til en hef mikið meiri áhuga á því að ráfa um í mollum dauðans og eyða peningum sem ég á ekki til hehe. Það er nefnilega að koma sumar og þá vilja fætur mínir vera í sandölum og skrokkurinn "fagri" í sumarfötum. Ég hef verið að henda úr skápunum mínum og held ég haldi bara áfram þeirri fínu iðju. nenni ekki einu sinni að blogga lengur, þetta er alger leti...

17 apríl 2006

Þetta eru búnir að vera mestu leti páskar sem ég hef upplifað í mörg, mörg ár. Ég er búin að lesa margar bækur, horfa á nokkrar myndir, laga pínulítið til og sofa. Er ekki viss um að Skakki blessaður hafi fílað þessa páska eins vel og ég (hehe) því hann er ekki eins mikið fyrir letilífið. En mér er búið að líða gjörsamlega frábærlega fram að þessu. Hann bjargaði sér úr letilífinu með því að elda í 8 tíma á laugardaginn en þá vorum við með matarveislu þar sem boðið var upp á þrjá kínverska rétti sem allir eru jafn seinundirbúnir (mu zu pork, súrsætt svín og ants climbing trees) . Það skal þó viðurkennast að ég fór reglulega og bauð fram hjálp mína en hún var afþökkuð í hvert skipti. Fékk samt að þvo skálar og pönnur með reglubundum hætti því við eigum ekki nógu margar skálar til að duga í 8 tima eldamennsku!

Ég er búin að klára eina peysu fyrir ungann litla sem ætlunin er að nota í flugvélinni á leiðinni heim, þegar við verðum 19 tíma á ferða lagi. Verður að vera mjúk og notaleg föt í svoleiðis ferðalagi. Þarf líka að finna mér mjúk og notaleg föt en hef líklegast hálft ár til að finna þau (haha).

Sænsku nýbúarnir hafa snúið aftur til síns heima. Það var miður. Það er erfitt að sjá fólkið sitt bara einu sinni á ári í örskamman tíma. Snorri er að verða myndarlegasti sænski nýbúi sem ég hef séð og Rannsan er bara sæt og krúttleg. Hún fer í skóla í haust. Úff tíminn líður svo hratt.


Powered by Blogger