Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

03 október 2003

Og Gullmolinn er á leið til okkar í einkaheimsókn. Ég talaði við virðulega móður hans fyrir augnabliki og tjáði hún mér að Molinn svæfi núna til að safna kröftum fyrir kvöldið.. ;)) Jammm lífið er skemmtilegt...

Ég er sko fyrst með þessar fréttir. Ó já. Leigubílstjórinn vinkona mín er loksins komin með leyfi til að vera leigubílstjóri..liggaligga la
TIl HAMINGJU TIL HAMINGJU

Nú getur hún þrætt götur borgarinnar og pikkað okkur upp og heimtað okurprís fyrir ;)))) Lífið er skemmtilegt og í þessum tiltekna kassa voru svona molar með grænu gúmmelaði inn í..til hamingju aftur ;))))

Þetta er sko aldeilis fínn dagur, sól í heiði og bjart. Ég er búin að setja eitt námskeið af stað og er á leið að eyða úr vinnutölvunnni minni því ég get ekki lengur vistað neitt..haha..ég er búin að fylla tölvuna mína. Held að tölvudeildin sé búin að gefast upp á mér. Einu sinni fyrir löngu sendu þeir mér skilaboð:

Þú ert komin 500 megabæt yfir leyfilega gagnasöfnun, vinsamlega eyddu einhverju úr tölvunni þinni.

Úff ég flýtti mér að verða við því en þar sem allt er mjög nauðsynlegt sem ég er með í tölvunni var þetta mjög erfitt. Ég gat ekki gert það sama og ég gerði á tiltektardeginum, en þá tók ég draslið mitt og bar það út í Lödubílinn sem ég átti. Ég fékk hrós fyrir góða tiltekt og nokkrum dögum síðar bar ég draslið inn aftur.

Þetta get ég ekki gert við tölvuna. þar neyðist ég til að henda...ef þið heyrið ekkert meira frá mér þá hef ég eytt sjálfri mér í tiltektinni hehe

02 október 2003

Ég verða að óska Hrönnsunni til hamingju með giftinguna en hún gifti sig síðasta laugardag, ægilega rómó, bara þau tvö sem skiptu máli ;))
Til hamingju með þetta

Ég las frétt í Fréttablaðinu 30 sept. sem mér fannst mjög merkileg. Ég er svo sem ekkert hissa á því sem þar kemur fram en ég get samt ekki hætt að hugsa um það og þar sem ég reikna fréttin hafi farið fram hjá sumum verð ég bara að fá að tjá mig aðeins um hana.

Fyrirsögnin er þessi:
Vísindi mótuð af karlrembu: Konur ábyrgar fyrir sínu krabbameini en karlar ekki.

Úff hvað þýðir þetta? Hvaða bull er þetta?
Fréttin fjallar sem sagt um niðurstöðu rannsóknar Guðrúnar Eyþórsdóttur á 500 krabbameinsrannsóknum. Hún er aðallega að tala um krabbamein í blöðruhálskirtli og krabbamein í leghálsi. Hún hefur fundið að krabbamein karla eru tengd við næringu, hormóna, erfðir og umhverfi en kvennakrabbamein er tengt við kynhegðun, lífsstíl og jafnvel hvort þær séu giftar eða ekki. Samkvæmt þessu eru karlar fórnarlömb á meðan konur eru ábyrgar fyrir sínu krabbameini.

Hvað finnst ykkur um þetta. Ég er búin að vera hugsa þetta í tvo daga þannig að greinilega hefur það haft áhrif á mig ;)

01 október 2003

Til hamingju með afmælið Snorri ;))
Verst að komast ekki í kökur hehe

30 september 2003

Ég er orðin þreytt á þessum aumingjabloggurum sem ég er með á tenglasíðunni minni og ef þeir fara ekki að taka sig á þá ætla ég að hreinsa þá burtu um helgina. Neinni ekki að vera með tengla á bloggara sem blogga bara einu sinni í mánuði og hana nú!

Vinna og sofa. Sofa og vinna. Vinna meira og sofa smá. Mikið ofsalega er þetta spennandi veröld sem ég lifi í. Ég er að verða búin að fá ofnæmi fyrir tölvunni og það er er eitthvað sem ég bjóst aldrei við að heyra frá sjálfri mér. Ussumsuss.

Fer í annað viðtal á eftir og á þá bara þrjú eftir. Er búin að pikka fjögurra tíma vinnu inn á tölvuna og viðtalið er að taka á sig smá mynd. Heyri voða lítið í annarri konunni og veit eiginlega ekkert hvað ég geri í því. Konuskömmin hvíslar á bandinu og hvernig svo sem ég sný tækinu þá heyri ég bara nákvæmlega ekkert í henni. STUUUUNA

En svona er lífið bara, ekki eintómar rósir í konfektkassanum (aðeins að hræra í þessum leiðinlega með að lífið eigi ekki að vera eintómar rósir). Mér finnst nefnilega að það eigi bara að vera rósir og get ekki alveg skiið af hverju hitt þarf að vera með? Af hverju má ekki alltaf vera gaman? Truflar það einhvern annan ef það er alltaf gaman hjá mér? Nei ég ætla ekki út á þessu hálu braut og best að snúa sér aftur að kynningunni sem ég er að bögglast við að reyna að klára.

29 september 2003

Ég var að frétta af æðifagurri úlpu í Spakmannsspjörum. Þetta er hvít æðardúnsúlpa og með henni fylgja þar til gerðar lúffur. Alveg ægilega flott. Nema hvað verðið á umræddri flík er aðeins yfir meðallagi eða 289.000 krónur..hehe..er þetta ekki bara úlpan sem allir verða að eignast?

Þá er ég búin með fyrsta viðtalið og enn á lífi. Það heyrist hinsvegar mjög lágt í tækinu buhuhuhu..konurnar töluðu svo lág að ég heyri ekkert í þeim, ég verð sko miklu meira en 10 tíma að vélrita þetta......

Ástkær systir mín var að enda við að hringja í mig og var hún reið mjög. Hún hafði lentum á snakillum starfsmanni innheimtudeildar og misst sig í framhaldi af því. Hún lýsir því eflaust á blogginu sínu. Mér finnst hinsvegar alltaf jafn fyndið að þessar gömlu herfur sem hafa ekki nokkra þjónustulund og láta eins og allir séu svindlarar (margir eru það en ekki allir) skuli halda vinnunni sinni. Þetta mundi aldrei líðast ef RÚV væri einkafyrirtæki. En af því þeir eru ríkisdæmi þá þurfa þeir ekki að gera þær kröfur að starfsfólkið búi yfir lágmarkskurteisi.

Hjálp, hjáaaalp......
Það er fyrsta viðtalið í dag og ég er í vægu stresskasti. Er ekki einu sinni komin með spólu til að taka upp því þær voru ekki til. Haukurinn þræddi allar rafmagnsbúðir sem voru opnar í gær og NADA engin spóla. Þetta verður spennandi. Ég þarf að bruna í Sjónvarpsmarkaðinn fyrir viðtalið og vona það besta að þetta sé til þar...úffer þetta ekki bara ég í hnotskurn? Eins gott að ég er búin að bóka mig á tímastjórnunarnámskeið á föstudaginn næsta (og ekki víst að ég hafi tíma til að fara á það) haha...(þetta er svona taugaveiklunarhlátur..)

28 september 2003

Í dag á Magnús afmæli. Til hamingju með það!

Ég var uppi í sveit allan laugardaginn. Það var sviðsfunddur í vinnunni hjá mér og við vorum uppi í Borgarfirði, nánar tiltekið í Skessubrunni í Svínadal. Þetta var ferlega fínt. Byrjaði á fyrirlestri framkvæmdastjórans, síðan vorum við Armour með glimrandi fyrirlestur um hópa og hópastarf, ægilega fínt. Eftir hádegi komu síðan Edda Björgvins og Margrét Ákadóttir og voru með fyrirlestur.

Edda var auðvitað fyndin eins og hún getur verið og margt til í því sem hún sagði. Margrét var hins vegar með rythma æfingar til að örva skapandi hugsun. Alveg hreint brilljant alveg. Lét okkur djöflast í hring og reyna að halda takti, gekk auðvitað misvel og ég komst að því að það eru margir í mínu fyrirtæki jafn taktlausir og ég.

Við þurftum m.a að gera sýningu úr Ólafi Liljurós og ég var í hóp með ÓRÓ. Hún stakk upp á að gera þetta í vikivakastíl og það var allt í lagi nema ekkert okkar náði hvernig átti að gera þetta.Hehe. Sem betur fer hefur ÓRÓ fulla trú á mannkyninu og gafst því ekki upp en ég heæld hún hafi verið nærri búin að hvessa sig einu sinni eða tvisvar. hehe. Ég hefði verið búin að segja okkur að við værum aular en hún hafði þetta í gegn.

Meinvill missti sig úr taxti einu sinni eða tvisvar þegar við sýndum verkið en það verður að teljast heldur gott miðað við að ég gat ekki einu skilið handahreyfingarnar til að byrja með, hvað þá einu sinni til hægri tvisvar til vinstri og síðan syngja með..haha þetta var gaman.

Síðan fórum við á safnasvæðið á Akranesi og það var fínt fyrir þá sem hafa áhuga á slíku, ég hef það ekki þannig að ég hraðskoðaði þetta og beið svo bara á stól og virti fyrir mér mannlífið og sem betur voru fullt af ásatrúarmönnum á staðnum, allsherjargoðinn og fleiri þannig að ég hafði nóg að fylgjast með.

Síðan var hreint út sagt frábær kvöldmatur..mmmmmmm..humar í forrétt, lambasteik og ís..rosalega gott og kvöldinu lauk síðan með almennu fylleríi.

Ég var hinsvegar þreytt í dag. Gullolinn kom í heimsókn klukkan 11.30 því mamman fór að vinna og við sváfum saman í tvo tíma. Skoðuðum síðan hafnfirskar endur og gæsir og gáfum þeim smá brauð og Molinn át restina. Hann er farinn núna og ég er að reyna að klambra saman spurningar fyrir fyrsta viðtalið í skólanum á morgun (stuna). Er ekki mjög frjó og fékk hvergi microspólu í fjandans tækið. Eins gott að ég nái í einhverja búð á morgun fyrir viðtalið en það verður tæpt!


Powered by Blogger