Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

13 júní 2003

Síðasta setningin í starfslýsingunni minni hljóðar svona: " .. og önnur tilfallandi störf". Í dag komst ég að því hver þessi "tilfallandi störf" eru! Síðasta hálftímann hef ég staðið yfir tveimur vöfflujárnum og bakað eins og ég hefði verið fædd til þess að baka! Hlutverk mitt í lífinu og allt það! Þetta var nú svo se ekkert svo leiðinlegt en ég slapp eftir hálftíma því hæstvirtur yfirmaður minn sagði að þar sem hinir í nefndinni (vöfflunefndinni) hefðu ekki komið með hjálparmenn þá væri ekki sanngjarnt að ég stæði og bakaði þeirra vandræði! Jamm ég var svosem sammála því, hinsvegar er þetta með verri hugmyndum sem ég hef heyrt lengi, að baka vöflur ofan í fleiri hundruð manns á klukkutíma eða svo!!!!!!!
Gott að vera komin aftur í bloggið sitt
hehe

það var nú hægt að láta þetta vera!!!!!! haukurinn er farinn að vera með kjaft!!!! og það bara af því ég hringdi í sakleysi mínu og spurði hann hvort það væri eitthvað trix við að taka bílinn úr handbremsu!!!! Var þá farin að heyra ýmis aukahljóð og orðin all paranojuð yfir því að bíllinn væri að springa í loft upp! huh sumir kunna ekki að skammast sín (haukurinn fyrir að opinbera erfiðleika mína við handbremsuna).

Meðal annarra orða þá fór ég í í klippingu um daginn (eins og þeir vita sem lesa þetta reglulega). Þetta væri svo sem ekki í frásögur færandi nema að ég sit þarna í sæti mínu með lit í hárinu, brillurnar á borðinu og Mannlíf alveg upp að augum til að sjá hvað stæði þar (uppgötvaði þegar ég kom heim að þetta er sama blaðið og ég las síðast haha). Nema þarna sit ég og hef það undurgott, þarf ekki að tala við neinn því ég sé ekki neitt! Nema allt í einu heyrsit rödd úr næsta stól: " Hæ, er þetta ekki Anna Kristín?" ég reyndi að grafa mig niður í blaðið en allt kom fyrir ekki, hún bara endurtók setninguna og með semingi snéri ég mér til hliðar þannig að ég snéri að næsta stól. Þar sat kona og ég heyrði á röddinni að hún ljómaði alveg yfir því að vera búin að hitta undirritaða, en gleðin var ekki gagnkvæm. NEI alls ekki. Ég heilsaði samt og brosti alveg í hring, sérstaklega þegar hún fór að spyrja "ætlaru að gera hárið blátt í dag??" Sjitt þetta er einhver sem þekkir mig ágætlega, ég þekki hinsvegar ekki röddina og sé EKKi hver þetta er. Og þá er komið að niðurlögum sögunnar, blindinginn sá ekki hver sat í næsta stól og gat ómögulega teygt sig í brillurnar til að upplýsa sjónleysið! Hafið þið heyrt það hallærislegra heldur en "bíddu aðeins, ég sé þig ekki nógu vel, bíddu meðan ég set GLERAUGUN upp!!!!!""" NEI það gera töffarar ekki. Og þar sem ég er töfffari þá brosti ég allan hringinn og spjallaði við konuna um háraliti og fleira. það versta við þetta er að ég veit ennþá EKKI hver þetta var!!!!!!!!!

Ég vil hér með þakka öllum fyrir góðar viðtökur við bleiku síðunni minni ;) Ég er svo ánægð með hana að ég er að springa ;))

Bíldruslan mín (er ekki lengur gullmoli heldur gulldrusla) er enn bilaður heima. Haukurinn ætlaði að gera við sinn í dag en það er engin lyfta laus þannig að hann neyðist til að gera við minn í staðinn, aumingja hann ;(

Á eftir er ég að fara að hjálpa starfsmannastjóranum að baka vöfflur ofan í alla starfsmennina!! Já einmitt, það er rétt..ALLA starfsmenninga..um það bil 450 talsins!!! Haldið þið að ég verði hrifin af vöfflum þegar þessi dagur er búinn??????

Enga öfund yfir fallega bleika bakgrunninum mínum ;) og það er víst mikið að gera hjá mér, víst víst (hmm hljómar þetta sannfærandi?).
Ansans bílinn fór ekki í gang í morgun! Varð að hringja í haukinn og fá hann til að skipta um bíl, bölvað vesen er þetta alltaf. Gullmolinn minn (ekki haukurinn heldur bílinn) bara neitaði að starta, ég varð niðurbrotin manneskja og allt það! Svona er þetta!
Fór og kíkti á tönn litla mannsins en hún var ekki mjög sýnileg og hann lemmti aftur munninn til að gera þetta enn erfiðara, en hún er þarna það er á hreinu!

12 júní 2003

Eins og aðrir landsmenn þá sit ég hér og furða mig á bókhaldi símans! 250 miljóna gat..wow ég verð vör við það þegar mig vantar 1000 krónur hvað þá 250 milljónir sem er líklegast meira en ég mun vinna mér inn um alla ævina! Djöfuls harka í þessum gaur og hann hefði komist upp með þetta áfram ef aularnir sem hann var með hefðu skilað ársskýrslu!!!! Og hvað er mottóið í sögunni? Jú ef mar ætlar að fremja glæp er betra að vera einn á ferð heldur en með einhverja dragbíta sem geta ekki staðið við sinn hluta af svindlinu!!! En svona í alvöru talað þá hefur gaurinn örugglega verið orðin ein taugahrúga og gott betur en það. Hann hefur ekki getað tekið sér frí í mörg ár því um leið og einhver hefði leyst hann af þá hefði glæpaborgin hrunið! Og um leið og hann er tekinn þá játar hann! Úff meiks von wonder hvort glæpir borgi sig? Gaurinn er eflaust farinn að sofa óhræddur í fyrsta sinn í mörg ár og það í fangelsi! Mér finnst þetta alveg merkilegt og liggur við að ég vorkenni aumingja forstjóra símans sem stendur þarna blár í framan við að reyna að sannfæra alþjóð um það að það sé ekkert óeðlilegt við það að 250 milljóna gat sé í bókhaldinu og að enginn hafi komið auga á það!!! Úff ég fer nú bara að hugsa um allt annað sem gæti verið í ólagi, ekki furða þá mar hafi verið að borga þessa svínslegu upphæðir í mörg ár..fegin að ég er ekki lengur með neitt hjá þeim nema netið mitt ;))

Búin að gera allt bleikt..mmmm verý næs

haha Held að draumurinn hennar Auðar um Birgittu Haukdal hafi verið meira spennandi en minn ;))

Og það er komin tönn hjá litla manninum í Breiðholtinu. Loksins! Nú getum við öll andað léttar og hætt að kvíða fyrir því að drengurinn verði tannlaus er hann fermist (eftir rúm 13 ár) haha

Ohhhh... það er ekki gott að vakna svona, nei alls ekki!!! Bara við vondan draum eins og stendur í vísunni! Hér kom ég í vinnuna svona líka glaðleg og vel út lítandi í nýstyttum kjól (sem var búinn að liggja tilbúinn til styttingar í tvo mánuði en var loks styttur á 5 mín í morgun áður en ég mætti) Bíddu hvar var ég aftur?? Jú svo glaðleg og kekk í vinnuna. 'Eg kveiki á tölvunni minni, ægilega glöð og hún fraus, hmm brosið var nú farið að dofna en ég náði með herkjum að halda því á andlitinu áfram og kom tölvuófétinu í gang, síðan las ég póstinn minn eins og ég geri á hverjum morgni og skellti mér síðan inn á bloggið. OG ÞAR KEMUR SJOKKIÐ!!!! Ég átti mér einskis ills von þegar ég smellti rólega á linkinn hjá Corason "vinkonu" minni. Við erum EKKI vinkonur lengur og hana nú!!! Var hún hrædd hjá mér? Í bílnum? Mínum? Hvað með það þó að við höfum keyrt að Herjólfi, hún er heppin að það var ekki Sæfari, eftir allt þá er ég nú fyrirtækjasinnuð og trú mínu fyrirtæki og sigli bara með okkar skipum (ferjum)! Málið var það að við vorum búnar að vitna all oft í Auði um kvöldið þannig að nostalgían bar mig svoldið af leið (eins og þið kannski munið á Auður heima í Eyjum)!
Bílferðin var hinsvegar alveg ágæt, ég greip sjálf andann á lofti bara tvisvar sinnum þegar ég var nærri búin að skilja botninn á bílnum eftir á veginum! En sem betur fer sá Corason það ekki!!
Hvað varðar ratleikinn og hliðið þá var ég með linsurnar mínar grænu þannig að hvernig er hægt að ætlast til að ég sjái litina rétt í gegnum þær? Það er bara alls ekki sanngjarnt! Og þar fyrir utan þá sé ég lítið sem ekkert með þeim þannig að við vorum nú bara heppnar að finna hliðið, ég held það hafi bara verið af því haukurinn var búinn að keyra með mig að því nokkrum dögum áður og benda mér á það hvar ég gæti lagt og hvar ég ætti að byrja á leiknum!!!!
Svæðið sem við keyrðum eftir að hafa fundið eitt merki af þeim átta sem við ætlum okkur að finna, var ægifagurt og erfitt viðureignar, villt dýr biðu í leyni við hvert horn og hestamenn þeystu framhjá með sverð á lofti. Ég sagði Corason ekki neitt af því að um tíma hélt ég að við værum að komast í Þingeyjarsýslu (að vísu eru ekki svona mörg villt dýrt og hestamenn þar), hún hefði kannski orðið hálfhrædd við það og ég vildi nú ekki hræða hana því við eigum alla vega sjö merki eftir í LÉTTA leiknum!!!!!

11 júní 2003

Ok búin að eyða út athugasemdakerfinu og nú er bara að vera duglegur að skrifa í gestabókina ;)))
Í nótt var ég á tónleikum með Birgittu Haukdal. Hún söng af mikilli gleði og mamma hennar fékk að syngja líka en hún leit út eins og mamma hennar Bjarkar (þessi sem fór í hungurverkfallið hér um árið). Kynnir á þessum ,mjög svo fínu tónleikum var svo Árni vinur minn Guðmundsson sem ég hef ekki séð í síðan ég fór í afmælið hans hérna einhvern tíma á síðasta ári. hvað hann var að gera sem kynnir veit ég ekki en honum fórst það ágætlega úr hendi. Þetta voru heillangi tónleikar og haldnir í hlöðu einhverstaðar á Hellisheiðinni eða Keflavíkurleiðinni ég er ekki alveg viss....
Þetta hlýtur að vera fyrir einhverjum stórhuga framkvæmdum af minni hálfu??????? Hvað haldið þið?

Ég gleymdi mér alveg, ætlaði sko að segja frá því að Einsi kaldi er búinn í samræmdu og gekk svona ljómandi vel. Ég er ægilega stolt af honum eins og alltaf ;)))

Og púddlehundurinn fékk púddlehundaklippingu!!!! haha Ljósu lokkarnir mínur urðu ekki ljósir held fékk ég hanakamb!!! ;))) Er ægilega fín þó ég hafi ekki fengið mér ljósa hárið sem ég ætlaði mér en það kemur bara næst, er svo ægilega föl eitthvað að ég hreinlega treysti mér ekki í aflitun þegar ég var komin í stólinn! (fyrsta skipti á ævinni sem ég segi nei við því). En sem sagt ég er ekki lengur meira normal heldur en normalkúrfan heldur er aftur orðin töffari!!!!

10 júní 2003

Það er góður dagur í dag, það er nefnilega KLIPPING í dag tralalala ég er orðin svo lubbaleg að fólk er farið að ruglast á mér og púddlehundi (er hvort eð er í svipaðri hæð bara nokkru fietari en þeir haha) en í dag ætla ég að bjarga því ;))

Birna Rebekka þú verður að setja linkinn inn fyrir gestabókina þín aftur ef þú breytir um bakgrunn. þetta er svo heimskt kerfi (vona að blogger skilji ekki íslensku) að ef maður gerir einhverjar breytingar á bakgrunninum þá verður að setja inn alla linka inn aftur: gestabókina teljara og persónulega. það er ástæðan fyrir því að ég nenni ekki að skipta um minn þó ég sé búin að fá leið á honum :))

Vittorino er kominn með astma!! Greyskinnið er komið með lyfjabúr á stærð við apotek og eitthvað risatæki sem hann á að anda í gegnum fjórum sinnum á dag. En hann stendur sig eins og hetja og er alltaf eins skapgóður..

Ég sé að minn elskulegi bróðir hefur loks heimsótt mig og skilið mark eftir í gestabókinni. Gott hjá þér. Og ég get skilið þetta með bláa blóðið og skal muna fyrir næstu blóðprufu að vera búin að drekka eitthvað rautt djús!!!!!

Ég ætla að taka kommentakerfið út því það virðist svo oft liggja niðri..Þá verða menn bara að setja kommentin í gestabókina og ég held að það verði bara betra ;))

09 júní 2003

Ég er að vinna við að breyta heimasíðunni minni og langar ægilega mikið að fá einhver comment frá ykkur varðandi hvernig hún lítur út núna: Nýja heimasíðan mín sem er í brjálaðri vinnslu

08 júní 2003

Þetta var svo ekki neitt mikið mál eftir allt saman!!! Reyndar má segja að þetta hafi verið afskaplega Lítið mál ;))))
Við mættum á spítalann klukkan 9 og skiluðum þar einhverju glasi og var gert að koma aftur kl. 10. Við keyrðum um bæinn í 45 mín þangað til það var kominn tími til að mæta aftur.
Þar var konulæknirinn mætt ákveðin í fasi og hún byrjaði á því að sýna okkur í smásjánni hvernig allt leit út og haukurinn var svo hrifinn að ég varð að hrinda honum frá smásjánni bara til að fá að kíkja aðeins líka. Ég held að hann sé að spá í að skipta um starf eða kannski bara kaupa sér smásjá..haha
Úps afvegaleiddist aðeins en við sem sagt skoðuðum þetta með aðdáun og síðan lét hún okkur setjast þar sem hún sýndi okkur hvernig þetta væri gert, sýndi okkur einhverja járnkrumlu og langa slöngu og sagði að þetta kæmi ekki til með að verða sárt. Síðan brá ég mér bak við tjald með lækninum, hún notaði járnkumluna til að halda opnu (svona eins og tannlæknirinn gerir þegar hann er að einangra tönn og skrúfar eitthvað drasl á tennurnar) potaði síðan slöngunni á sinn stað og VOILA búið.....
Síðan sagði hún hvað við mættum ekki gera..sem er einfalt..máttum ekki fara í sund í dag..damn og mig sem langaði svo í sund (held það séu 4-5 ár síðan ég fór síðast) hefði verið kúnstugt að skella sér akkúrat núna haha
en sem sagt..þetta er búið og komið úr okkar höndum (í bókstaflegri merkingu haha) og nú er bara að bíða róleg og ekki hugsa um þetta ;))))


Powered by Blogger