Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

25 maí 2007

Þá er ég officially komin í sumarfrí!!!!! Og það er skítakuldi úti. Skítakuldi! Annars fór ég á opnun í gær hjá A.Karlssyni þar sem þeir voru að fagna nýju húsi. Glæsilegt hjá þeim og ekki verra að innanhúshönnuðurinn er litla systir MÍN, sjálf skjaldbakan og það verður að viðurkennast að henni tókst sko vel til ;))))))) Stressið undanfarna mánuði skilaði sér í frábæru verki.

24 maí 2007

Í vetur sótti ég um styrk á tveimur stöðum til þess að stofna fyrirtæki. Í morgun fékk ég svar frá seinni staðnum og þeir samþykkja einnig að láta mig fá styrk. ÚFF það er bara pressa en þetta er samt viðurkenning á því að hugmyndin er góð og ég trúi ekki að þetta lið sé að veita stryrki svona út í loftið ef hugmyndin er absúrd. Seinni styrkurinn er skilyrtur í ákveðinn hluta áætlunarinnar og skilyrði að ég fari í samstarf við ákveðna aðila. Ég þarf því að fara að hafa samband við þá haha og láta þá vita af því hvað stendur til.

Það er sko ekki beðið eftir Godot hér á þessum bæ! Nei við bíðum eftir sumrinu en síðasta vika er búin að bjóða okkur upp á meiri vetur en flesta aðra daga í vetur. Furðulegt. Vona bara að þetta verði til þess að allir geitungar drepist eins og gerðist hérna um árið þegar einhver kuldakafli drap þá alla..muhoooooo

Það er svo skemmtilegt að lesa blöðin suma daga og sjá hvað svokallaðir fjölmiðlamenn geta verið illa upplýstir og illa að sér. Einn segir í blaðinu í gær að hann skilji ekkert í því að Keilir (nýi skólinn á gamla varnaliðssvæðinu) bjóði upp á upplýsingatækni í námskránni, sérstaklega þegar hún samanstandi af grunnfögum í tölvu og interneti. Það viti jú allir á okkar tímum að það KUNNI ALLIR Á TÖLVUR. Einmitt, já einmitt. Ég segi nú bara við þennan góða mann... "líttu uppfrá skrifborðinu þínu og út úr þinni skrifstofu, það vinna ekki allir við tölvur eins og þú og þínir samstarfsmenn". Ef þessi fullyrðing hans væri sönn hvað í ósköpunum er ég þá að gera alla daga við að kenna fullorðnu fólki grunnþætti tölvu? Ég gæti unnið fulla vinnu bara við það eitt og ég er ekki að tala um "fullorðið fólk" sem fólk að nálgast eftirlaunaaldur. Nei ég er að tala um fólk upp úr 25 ára og eldri. Af hverju ætti manneskja sem vinnur ekki við tölvur, á kannski ekki einu sinni tölvu að kunna á hana? Fyrir suma er nóg að kunna að lesa MBL á netinu eða kunna að nota heimabanka. Ég þoli ekki svona grunnhyggnar yfirlýsingar sem benda til þess að við eigum öll að vera eins og öll að hafa áhuga á sömu hlutunum.

23 maí 2007

Þessi glæsilega mynd var í fréttablaðinu í dag. Ég held bara að það sé leit að glæsilegri konum (og körlum hmm)

21 maí 2007

Hvað er málið með þennan snjó? Alhvít jörð í morgun, skrítið. Annars er ég að drepast í afturendanum því við fórum í langan hjólatúr á laugardaginn og ég hef ekki hjólað í mörg herrans ár, held það séu eitthvað á milli 5 og 10 ár. Við hjóluðum 13 km sem er ágætt svona sem fyrsta ferð (mín ekki hans). Hefði kannski átt að byrja á einhverju aðeins minna en hei þá hefði ég fengið minna úr ferðinni. Ég hef aldrei hjólað í skógi fyrr þannig að það var hmmm sérstök reynsla en ég reikna með að verða betri í þessu með tímanum.

Við höfum verið að leita að gardínum því sólin er að eyðileggja dótið okkar. Þetta er ekkert grín en eftir sólardag í síðustu viku sáum við að annar hátalinn var stórskemmdur svo þó ég hafi ekki áhuga fyrir gardínum þá neyðist ég til að gera eitthvað í þessu. Og hvað gerist þá? Jú þær gardínur sem við viljum fá eru auðvitað ekki til frekar en annað sem við höfum ætlað að kaupa: Við erum búin að fara á hverjum föstudegi að tékka á auka hillum í billy bókaskáp og fáum alltaf sömu svörin frá krökkunum sem afgreiða "kannski erum við bara hætt að selja þetta???" Jeah right og afhverju fjarlægið þið þá ekki hillumerkingarnar eftir heilan mánuð????? Finnum heldur ekki borðstofustóla en við misstum þá sem við vildum fá úr höndunum á okkur af því við vildum ekki kaupa þá strax. Ljósin líka... keyptum önnur en við ætluðum þar sem hin voru búin. Spurning hvernig þetta verður þegar við förum að hanna barnaherbergið. Verður nokkuð til?


Powered by Blogger