Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

07 júní 2003

Harpa hefur rétt fyrir sér, ég er alger hetja ;))) Dagurinn á morgun verðu frábær ég finn það á mér, hvitasunnudagur 2003. Skrifið dagsetninguna í bækurnar ykkar því þið viljið minnast þessa dags síðar á ævinni!!!!
Aniveis, í gær fórum við í bókabúð að kaupa handa mér bók að lesa meðan ég bíð á spítalanum! Haukurinn fór með mig niður á Laugavel (jamm gat dregið hann úr dreifbýlinu og í borgarheimsókn). Við löbbuðum framhjá Skífunni á leiðinni í Mál og Menningu og mér varð á að segja "Viltu ekki kíkja þarna inn meðan ég "skýst" í bókabúðina?"...Ó jú, það vildi hann, svo ég skildi hann eftir meðan ég skokkaði niður eftir Laugaveginum... Örstuttri stundu síðar (fannst mér alla vega) pikkaði hann í öxlina á mér og sagði með eymdartón..
"Af hverju sagðuru mér að fara þarna inn??? Ég neyddist til að kaupa nokkra diska"...
haha
Nokkra diska hvað? En þeir voru flottir og eflaust nokkuð góðir líka, Sigursrós og íslenskt ambient.....
Ég keypti hins vegar tvær bækur, eina nýja eftir Kellermann og síðan eina eftir E. McGregor sem heitir Ice Child. Ég var búin að lesa einhverja dóma um hana en man ekkert hvar eða hvort þeir voru góðir, en í fullvissu þess að ég les aldrei slæma dóma þá smellti ég mér á hana!! Þannig að núna hef ég TVÆR nýjar bækur!!!!

06 júní 2003

Æm a híró! það er alveg á tæru! Ég er búin að sprauta og það var VONT!!! Ég fæ örugglega marblett því ég tók þvílíkan kipp að ég varð að stinga aftur..þetta er ekki að verða nein öfugmæli hjá blóðsugunni í morgun að þeta væri "tveggjastungu dagur" en nú er það versta búið!!
Haukurinn var með kökk í hálsinum yfir þessum skítahesti sem var ekki hestur heldur fiðrildi og sagði að ég hefði bara átt að sjá skítinn/fiðrildið og þá hefði ég líka haldið að þetta væri eitthvað allt annað..hva erda mar..ég hef nú verið í sveit..þekki mun á dýri (pöddu) og skít..að vísu er ekki mikill munur á þessu tvennu..haha..held ég sé með deleríum ..ætti kannski bara að fara að hætta og hleypa hauknum að..haha..

haukurinn er borgarbarn og kann ekki á dýrin..í gönguferðinni áðan skeit hestur á öxlina á honum..EINMITT ræght..hvar eru þessir risahestar sem skíta á axlirnar á göngufólki??? Eða var hann kannski ekki að labba heldur skríða??? Þegar borgarbarnið fór að skoða hestaskítinn var hann auðvitað fiðrildi!!!!!!! Hvers á ég að gjalda?????????
aniveis, ég sé að Harpa at hjarta hefur verið í fínu formi í dag og skrifað mikið af miklum móð þegar hún átti að vera vinna vinnuna sína..en Corason hefur ekki skrifað neitt..kannski hún hafi verið að vinna?? Birna skrifar líka..en hinsvegar þá er Svíþjóðarfólkið ekki enn búið að gera sér ferð og lesa bloggið mitt ;(((((((((

bloggdrasl sem eyðir alltaf út bestu skrifunum manns..þetta er eins og með fiskinn sem veiðimennirnir missa, hann er alltaf stærstur og fallegastur..eins er það með skrifin, þau sem bloggið neitar að birta eru alltaf þau bestu

Hvað er það aftur sem þeir segja þegar verið er að labba með þann dauðadæmda síðustu míluna, er það ekki "dead man walking"??? Ég get ímyndað mér hvernig þeim líður því hér sit ég eins og dauðadæmd og bíð eftir að klukkan verði nógu margt til að ég geti undirbúið þessa alræmdu miðnætursprautu. Ég er búin að fara í heitt bað og leggja um það bil 2000 kapla en tíminn líður samt alveg skuggalega hægt! Hvernig er hægt að kvelja mann svona? Að vísu er ég búin að skoða sprautudrusluna aðeins betur og þetta er ekki alveg rétt hjá mér með stærðina. Hún er ekkert eins og sverð. Hún er það alls ekki! Hún er miklu meira eins og risasverð..haha..nei smáýkjur, þetta risasverð reyndist vera draslið sem ég á að sjúga lyfin með upp úr glösunum til að undirbúa sprautuna! jamm rétt er það, þetta er ekki einu sinni tilbúið svona eins og morgunsprauturnar..nei þetta kemur í svona þremur litlum glösum: Eitt er einhvers konar upplausn og hin tvo eru duft sem á að blanda saman til að búa til sprautuefni til að gleðja mig..jamm sem sagt nú eru 45 mín þangað til ég má sprauta mig..haukurinn fölnar við tilhugsunina og hleypur með veggjum, hann fór í langa gönguferð og vonaði örugglega að ég yrði búin þegar hann kæmi heim, en það var ekki svo gott ó nei..hann var svo snöggur í ferðum haha gott á hann..........

Jæja blóðsugurnar búnar að taka part af blóði mínu. Það gekk nú ekki átakalaust í morgun því sama hvernig sugan djöflaðist á hendinni á mér þá kom ekkert blóð í sprautuna.
Hún spurði með þjósti
"Ertu ekki búin að drekka neitt í morgun?"
Úff, það er alltaf eitthvað, ég varð að viðurkenna að ég hafði drukkið óvenju lítið í morgun en það var vegna þess að síðast skammaði læknirinn mig fyrir að vera með "vökva í blöðrunni"!!!!!!!!
Hvernig er hægt að gera nokkuð rétt? Ég drakk lítið til að blaðran væri tóm en um leið þá vantar í mig allt blóð??? Það er svo erfitt að lifa stundum að það er ekki fyndið..
Blóðsugan skipti sem sagt um hendi og það frussaðist blóð úr þeirri hendi þannig að drykkjuleysi mitt hefur greinilega ekki komið að sök þeim megin!!!!!
Hún stundi um leið.."Þetta átti ekki að vera tveggja stungu dagur"
halló??? Hvers á ég að gjalda??? Er ég nú orðin tveggja stungu konan??
haha en hún náði því sem hún vildi og þá fór ég fram að bíða eftir að komast að hjá lækinum sem vill skoða mig innvortis!
Og ég var svo heppin að í dag var það dr.Gummi sjálfur, hann er samt soldið erfiðari en konulæknirinn því hann talar ekki mikið og það litla sem hann segir því hvíslar hann!!! Hvernig dettur svona háum manni í hug að hvísla svona?? Hljóðið þarf að berast svo langt áður en það nær mér sem er rétt rúmlega í dverghæð!! En sem sagt hann hvíslaði eitthvað og varð allur svona glaður í framan, svo ég varð bara glöð í framan líka þó ég vissi ekkert yfir hverju við værum svona glöð!!!!! Svo ég lá bara og brosti og brosti og hann sat og brosti brosti! Þegar við vorum búin að brosa svona í smá stund varð ég eðlilega bæði þreytt í kjálkunum og forvitin að vita hver skollinn gengi á sem væri svona glaðlegt (myndirnar af innri hlutanum á mér segja mér nefnilega voðalega lítið þetta er allt eins..grátt, bogalaga og svo eitthvað op sem færist til og frá eins og brjálaður dreki í fæðisleit)!!!
Ég spurði því varfærnislega
"hvernig lítur þetta út??"
Og mér til mikillar gleði tilkynnti dr. Gummi að þetta væri MJÖG fínt, og ég gæti farið í uppsetningu á sunnudag. ahhhhh nú brostum við bæði alveg eins og aular og vorum ennþá glaðari í framan!!!
Eiginlega vorum við eins og leikarar í þögulli kvikmynd, vantaði bara bjánahreyfingarnar sem þeir eru alltaf með!
Áður en ég stóð upp spurði ég hinn brosandi lækni minn um drekann svanga sem væri að jöflast þarna inni (sagði auðvitað ekki að þetta væri dreki svo hann léti ekki loka mig inni, sagði bara "gat") og auðvitað var þetta blaðran fræga sem sást þarna fyrsta daginn!! Ofsalega er lífið skemmtilegt! Á myndum af innvolsinu á manni er gat sem er eins og dreki en reynist vera blaðra!
Woow ég er heppin að vera ekki læknir ;))))
En við erum sem sagt að fara í uppsetningu á sunnudag þannig að í kvöld á ég að sprauta með stóru sprautinni sem mér kvíður svo fyrir því hún er eins og heilt sverð að stærð. Ekki eins og sverð??? Hey þú hefur ekki séð hana, hún komst ekki einu sinni inn í skápinn hún var svo stór
haha

05 júní 2003

haha þetta er komið inn aftur..jöfla drasl það henti út fínheitunum sem ég var búin að skrifa í morgun, en það var svo sem allt í lagi því það var hreinræktað bull
ég meinti auðvitað planet reykjavík en ekki pulse..það er nenfileg búið að innsigla það þannig að liðið kemst ekki í leikfimi, þvílík sjeim....
í gær var ég að aðstoð corason við að setja upp bloggsíðu Corason sjálf og nú er bara að bíða eftir að andinn komi yfir hana og hún skrifi snilldarskrif að minni fyrirmynd haha
Annars er ég svo þreytt að ég er alveg að deyja Drottni mínum! Er búin að komast að því að þetta er fylgikvilli með helv. lyfjunum, skárra samt að vera svona þreyttur heldur en fá hausverk dauðans sem sumir fá...ojojoj... Svo er ég öll marin eftir hjúkkuna þegar hún tók síðustu blóðprufu, hún djöflaðist um alla hendi ;(

04 júní 2003

Ég er svo óheppin að það er ekki fyndið! Af hverju er ég ekki að æfa hjá Planet Pulse?????????

Morgunverkunum lokið! Klukkan 8.45 var ég sem sagt búin að fá eina sprautu, fara í blóðprufu og kjallaraskoðun líka til að skoða væntanleg eggbú (ég hljóma eins og hæna!!) En sem sagt höldum óbreyttum skammti þar til á föstudag og þá eru eggbúin skoðuð aftur og tékkað hvort þurfi að auka skammt! Ohhhhhh gaman, gaman!

Aftur að konunni umræddu!! Harpa þú hefur auðvitað rétt fyrir þér, konur eins og Corason með mikla reynslu af gönguferðum á sokkunum vita svo sem um hvað þær eru að tala. Mér finnst Corason að þú ættir að auglýsa þetta survæval kit!!!
Auglýsing

Hef til sölu suvæval kit fyrir konur sem eru á sokkunum og komast ekki inn! Í Kittinu eru ýmis gögn sem nauðsynleg eru til að lifa af reykvískar (eða Kópvískar) síðnætur. Einnig fylgja með leiðbeiningar um það hverja beri að hafa samband við þegar konur lenda í aðstæðum sem þessum!

eða eitthvað í þeim dúr! Ég er viss um að hægt er að rokgræða á þessu! Eða kannski selja söguna!!!! Í Ammeríkunni er það ávísun á eilíft líf í vellystingum!

Eróbik kortið mitt rann út!!!!!!! Mjög skrítið því mér vitanlega átti það að vera í mánuð ennþá....hmmmmmmmmm

03 júní 2003

Lokaeinkunn komin og ég fékk 8, það er alveg ásættanlegt þar sem ég fékk bara 5,6 út úr hryllingsprófinu fræga.....
tralalala

Birna Rebekka komin með bloggsíðu, frábært ;))
hey Corason, ég skil samt ekki hvar konukindin geymdi símann því hún hefur vafalítið vera í pilsi með engum vasa!
Og af hverju veit ég að hún var solleis?
Jú hver fer út með ruslið og hittir karl í leiðinni og fer með honum heim án þess að vera uppáklædd? Hún hlýtur að hafa klætt sig upp á fyrir tilefnið.
Sem sagt nú ætla ég út með ruslið: Best að fara í skó (skiljanlega) og jakka (ekki alveg eins skiljanlegt nema það sé þingmannaleið að ruslatunnunni) og taka veskið með (gersamlega óskiljanlegt því hún hefði óvart getað hent því). Síðan trillar mar í þessari múdderingu út með ruslið því við ruslatunnuna er fjörugt sósíal líf og mar gæti lent á séns!!!!!
Við erum með ruslalúgu, algert vesen..ekki möguleiki að komast á séns þar enda fer haukurinn alltaf með ruslið...

Góður dagur fyrir blómin mín á svölunum!
Í gærkvöldi fórum við Kristín á Ruby og fengum okkur að borða og blaðra svoldið. Veltum okkur upp úr þjóðmálunum og tókum afstöðu með hinu og þessu en ákváðum í lokin að við nenntum því ekkert og fórum bara heim að sofa..eða ég fór að vísu til Armour og kíkti á nýju íbúðina hennar og mikið svakalega er fínt hjá henni ;)) Til hamingju með flutninginn..og svo er hún með innflutningspartý um helgina þannig að það er nóg að gera..
Ef það hefði ekki rignt í morgun þá hefði ég hjólað í vinnuna en get ekki verið að standa í því í svona rigningu (jeah ræt, as if)!! Held að það hefi verið að koma einkunn en gleymdi auðvitað þessu hallæris leyniorði heima þannig að ég get ekki kíkt á það og kennarinn er auðvitað ekki búin að setja neinn í webct af því þar er ég með leyniorðið á hreinu..(fékk nefnilega skilaboð frá tal að hí hefði ekki getað sent mér sms af því ég er ekki með inehverja þjónustu sem ég hélt ég væri með og mig minnir að ég hafi einhversstaðar hakað við að ég vildi fá sms þegar einkunnir kæmu) en þetta getur svo sem verið hvað sem er annað! Þetta er sem sagt erfitt líf á köflum....

02 júní 2003

Mér finnst fréttir löggunnar skemmtilegar en gosh hvað ég er fegin að ég er ekki þessi kona:
*************************
"Laust fyrir hádegi á laugardag var óskað aðstoðar vegna konu sem hafði farið út frá sér með ruslið en rataði ekki heim. Er lögreglumenn komu á staðinn kom í ljós að konan hafði ekki verið að henda rusli, heldur var málið það að hún hafi fyrr um nóttina hitt mann og farið með honum heim til hans. Þegar hún síðan yfirgaf manninn um morguninn og var komin nokkuð frá húsinu kom í ljós að hún hafði gleymt veskinu, skóm og yfirhöfn. Konan gat hins vegar ekki með nokkru móti fundið húsið aftur og varð því úr að lögreglumenn fluttu konuna heim til sín og ætlaði hún síðar að reyna að finna út hvar hún hafi verið" tekð af Visi.is
***********************
haha hún hefur sko aldeilis ætlað að stinga gæjann af haha ætli hún hafi fengið svona mikið sjokk þegar hún vaknaði og sá hann???
haha mér finnst þetta fyndið..hún hefur bara vaknað, litið á gæjann og hreinlega víbrað út úr íbúðinni hehe..engir skór, jakki eða veski..hehe..hvernig hringdi hún í lögguna????

Í sól og sumaryl
ég syng minn litla brag
fuglarnir..whatever......en ég elska sólina, þetta stóra gula á himninum!
Það er svo frábært veður að ég skil bara ekki hvað við erum að þvælast til útlanda, hér er allt sem við þurfum..tralalalala
jöfla getur mar verið væminn!
Sprauturnar ganga vel, vakna eldsnemma á hverjum morgni og staulast fram! Er að vísu doldið lengi ennþá en þetta hlýtur að venjast!
Vittorino var hjá okkur um helgina og lék á alls oddi. Ég er búin að finna fyrir hann allt gamla dótið sem strákarnir áttu og hann var ægilega glaður yfir svona fíniríi. Síðan var það auðvitað formúlan og það er auðsjáanlegt að þetta barn er strákabarn. hann sat stífur fyrstu tuttugu mínúturnar og starði á skjáinn og það var ekki tauti við hann komandi að fá hann til að slappa aðeins af og halla sér að mér; hann barðist hatrammlega á móti og sleppti aldrei augum af sjónvarpinu. Soldið fyndið að sjá 9 mánaða barn heltekið af formúlunni hehe..hann var búinn að fá nóg eftir 20 mín en þá var ég líka búin að fá nóg þannig að við gátum snúið okkur að ööru ;))

01 júní 2003

Til hamingju með afmælið Harpa Dís


Powered by Blogger