Nú ríkir gríðarleg spenna hjá átta tilvonandi foreldrum sem fengu upplýsingarnar sínar í gær. Þau koma þá til með að ferðast einhvern tíma á næstu 6-10 vikum og sækja börnin sín. Allar dömurnar eru fæddar í kringum 1 nóv 2004. Á þessu heimili varð þvílík spenna að ég vakti Skakka til að segja honum fréttirinar (enda þekkjum við eina fjölskylduna sem er að fara). Þessi hópur er númer 14 að fara út en okkar hópur er númer 16. Nú fer að færast spenna í leikinn
28 janúar 2006
27 janúar 2006
Ég er heiladauð eftir vinnu dagsins. Hlakka til að koamst heim og liggja í leti í tvo heila daga. Þarf að vísu að drusla mér til Vestmannaeyja en nenni ómögulega að fara núna á mánudag eins og til stóð. Ég er einhvern veginn lurkum lamin eftir æfingar morgunsins og spenninginn varðandi þessi bréf til ráðherra sem verið er að senda út um allt á vefnum. Ég nenni ekki einu sinni að skrifa neitt. Þarf eiginlega bara að komast heim og leggja mig!
26 janúar 2006
úff það er svo mikið að gera í að senda póst að ég hef bara ekki tíma til að vinna (lesist: nenni ekki að vinna).
Annars er ég búin að taka tvo hörkupúldaga í salnum og er á skjálfandi fótleggjum þessa dagana. Fer að verða eins og spóaleggur bara haha (eins og það sé einhver hætt á því).
Annars er ég búin að taka tvo hörkupúldaga í salnum og er á skjálfandi fótleggjum þessa dagana. Fer að verða eins og spóaleggur bara haha (eins og það sé einhver hætt á því).
25 janúar 2006
Ég er búin að fikta svo mikið í blogginu mínu og gjörsamlega orðin lost því ég finn ekki kommentin mín ARG
Búin að prufa að pósta þeim allstaðar og þau bara koma ekki fram
Búin að prufa að pósta þeim allstaðar og þau bara koma ekki fram
Það er svo brjálað að gera í baráttunni að tölvupóstarnir þjóta á milli eins og eldingar. Ég bara skil ekki hvað við mannkynið gerðum áður en við föttuðum upp á þessum tölvupósti. Þarna situr hver í sínu horni og sendir út fjölda bréfa til ráðanda afla í þjóðfélaginu og senda svo sín á milli viðbrögð þessara ráðmanna. Allt á fullu sko. Skakki má varla vera að því að borða því hann þarf að svara öllum þessum pósti.
Kínverskunámið gengur fínt (not) en ég er alla vega að fatta svona hvernig málfræðin virðist virka. Fyrsta skrefið held ég. Bókin er mjög fín og ég er að spá í að setja hana undir koddann og gá hvort það skili sér ekki eitthvað inn meðan ég sef haha. Eins gott að ég hef nógan tíma til að læra þetta því það virðist sem tíminn sé ekkert að styttast.
Kínverskunámið gengur fínt (not) en ég er alla vega að fatta svona hvernig málfræðin virðist virka. Fyrsta skrefið held ég. Bókin er mjög fín og ég er að spá í að setja hana undir koddann og gá hvort það skili sér ekki eitthvað inn meðan ég sef haha. Eins gott að ég hef nógan tíma til að læra þetta því það virðist sem tíminn sé ekkert að styttast.
23 janúar 2006
Voðalega var þetta skemmtileg helgi. Hún var að vísu heldur stutt þrátt fyrir að ég hafi verið í fríi eftir hádegi á föstudag en ég fór að vinna á laugardagsmorgun í staðinn þar sem eitt námskeiðið var að klárast.
Við hittum tilvonandi ferðafélagana okkar og það kom í ljós að líklega verðum við 32 á heimleiðinni. Það er nú bara enginn smá hópur. Hann samanstendur af um það bil 20 fullorðnum og síðan eru það börnin sem verða sótt og börnin sem fara með til að sækja. Þetta verður ægilega spennandi. Það er strax búið að stinga upp á næsta hittingi í byrjun mars. Við vorum nefnilega öll sammála um það að viljum vera búin að kynnast vel áður en við leggjum í þessa miklu ferð.
Ég fékk gesti í gærdag og tengdaforeldrar mínir gáfu mér bókina um Terracotta herinn í Kína. Ég var búin að vera að skoða myndir af honum og varð því ægilega glöð að eignast þessa bók. Við komum nú eflaust ekkert til að sjá hann en hver veit. Við vitum ekert hvert við förum ennþá þannig að kannski verðum við á slóðum hans. Þá verð ég samt að passa mig að vera ekki mjög kvefuð þannig að þetta gerist ekki:
Við hittum tilvonandi ferðafélagana okkar og það kom í ljós að líklega verðum við 32 á heimleiðinni. Það er nú bara enginn smá hópur. Hann samanstendur af um það bil 20 fullorðnum og síðan eru það börnin sem verða sótt og börnin sem fara með til að sækja. Þetta verður ægilega spennandi. Það er strax búið að stinga upp á næsta hittingi í byrjun mars. Við vorum nefnilega öll sammála um það að viljum vera búin að kynnast vel áður en við leggjum í þessa miklu ferð.
Ég fékk gesti í gærdag og tengdaforeldrar mínir gáfu mér bókina um Terracotta herinn í Kína. Ég var búin að vera að skoða myndir af honum og varð því ægilega glöð að eignast þessa bók. Við komum nú eflaust ekkert til að sjá hann en hver veit. Við vitum ekert hvert við förum ennþá þannig að kannski verðum við á slóðum hans. Þá verð ég samt að passa mig að vera ekki mjög kvefuð þannig að þetta gerist ekki: