Þar sem Skakki hefur ekki sinnt sínu hlutverki að verma rúm mitt æði lengi þá varð ég að leita á aðrar slóðir. Ég var því með næturgest í nótt. Þessi gestur er ekki hár í loftinu en þeim mun plássfrekari í rúmi. Nóttin fór aðallega í það að plokka litlar tær út á milli rifbeinanna á mér. Frekar óþægilegt! Verð að viðurkenna að þrátt fyrir allt fer Skakki betur í rúmi, hann liggur nefnilega kjur á sínum bletti. Ég er heppin að vera ekki taugaveikluð kona (!) því þegar ég opnaði augun voru stór brún augu sem störðu beint inn í mín og það var ekki sentimetri á milli minna augna og þessara brúnu.
18 desember 2004
17 desember 2004
Það er brjálað veður í Föreyjum í dag svo það er bara eins gott að Skakki ætlar ekki að koma heim fyrr en á mánudag. Svona er hann alltaf að græða..
Það hrannast in afmælin þessa dagana. Í gær átti Munda afmæli, í dag er það Karel og á morgun Árni bauni. Til hamingju öll sömul ;)
16 desember 2004
Í fjölmiðlum er búin að vera ákveðin umræða um greiðslu til kvenna sem væru tilbúnar að gefa egg. Ég veit ekki hvort fólk almennt gerir sér grein fyrir því hvað það er mikið áfall að fá þær fréttir að það séu engin egg til. Þegar við konur fæðumst þá erum við með mörgþúsund egg og þegar við förum á kynþroskaskeiðið þá skilum við einu til tveimur í mánuði. Hið besta mál auðvitað. Sumar konur hinsvegar eru ekki með nein egg. Þær virðast eðlilegar og fara á sínar blæðingar en eggbúin sem halda utan um eggin eru tóm þannig að ekki kemur neitt egg. Mjög skrítið og erfitt að segja af hverju slíkt stafar. Ég er búin að lenda í ýmsum skrítnum umræðum og sumar konur hafa sagt með hryllingi að þær mundu ALDREI geta hugsað sér að fá egg frá einhverjum öðrum. Þessar sömu konur hafa allar átt sín eigin börn. Hvernig getur einhver sem á barn eða börn sagt hvað hún mundi gera ef henni væri stillt upp við vegg og þetta væri eina lausnin? Hvernig getur landlæknisfíflið sagt að það sé siðferðislega rangt að greiða konu fyrir egg gjöf þegar það virðist vera eina lausnin til að nálgast þessi vandfundu egg? Er ekki alveg eins siðferðislega rangt að greiða 1200 þúsund fyrir barn frá Kína? Hver er andskotans munurinn á þessu tvennu? Er maður ekki alveg eins að kaupa sér barn þegar maður ættleiðir eins og þegar maður kaupir egg? Og af hverju er það siðferðislega rangt? Hvað með gefins hjarta? Afhverju er það rétt? Jújú ég geri mér grein fyrir því að ekki er hægt að kaupa það enda kannski ekki alveg sambærilegt þar sem hver maður á bara eitt hjarta en hver kona á mörg þúsund egg sem skolast niður eitt af öðru engum til gagns. Það er svo auðvelt að dæma þegar maður er ekki í aðstöðunni sjálfur.
Það eru ófá pör sem þurfa að fá gjafasæði og það er til á lager og Íslendingar hafa aðgang að sæðisbönkum erlendis frá. Egg eru hinsvegar ekki til á lager. Karl sem gefur sæði þarf ekki að hafa mikið fyrir því. Kona sem vill gefa egg þarf hins vegar að fara í sprautumeðferð og reglulega í kjallaraskoðun (sem yfirleitt er eitthvað sem flestar konur elska og dýrka) og síðan þegar allt er tilbúið þarf hún að fara í eggheimtu sem er smá aðgerð. Af hverju má ekki greiða konu einhverja upphæð sem er tilbúin að leggja þetta á sig fyrir fólk sem hún þekkir ekki neitt? Þessi kona missir jafnvel eitthvað úr vinnu ef eggheimtan er erfið. Þröngsýnt pakk og hana nú.
Það eru ófá pör sem þurfa að fá gjafasæði og það er til á lager og Íslendingar hafa aðgang að sæðisbönkum erlendis frá. Egg eru hinsvegar ekki til á lager. Karl sem gefur sæði þarf ekki að hafa mikið fyrir því. Kona sem vill gefa egg þarf hins vegar að fara í sprautumeðferð og reglulega í kjallaraskoðun (sem yfirleitt er eitthvað sem flestar konur elska og dýrka) og síðan þegar allt er tilbúið þarf hún að fara í eggheimtu sem er smá aðgerð. Af hverju má ekki greiða konu einhverja upphæð sem er tilbúin að leggja þetta á sig fyrir fólk sem hún þekkir ekki neitt? Þessi kona missir jafnvel eitthvað úr vinnu ef eggheimtan er erfið. Þröngsýnt pakk og hana nú.
Fékk orðsendingu frá Skakka í gær: "Brjálað að gera. Stop. Fæ ekki frí. Stop. Verð í Föreyjum um jólin. Stop.".. Nei aðeins smá lýgi en það er samt búið að biðja hann að vera aðeins lengur eða fram yfir þessa helgi. Það verður ákveðið í dag. Samt soldið fyndið að ég færði nornafund frá föstudegi tilmánudags þar sem áætlunin var að hann kæmi heim á föstudag. Svona er lífið. Maður á aldrei að breyta plönum þau koma bara í bakið á manni. Annars er ég að hugsa um að fara að dansa með Molanum á morgun. Er búin að standa fyrir framan spegilinn og æfa sporin við Adam átti syni sjö og þarna kallinn í skóginum og allt það og er held ég alveg tilbúin. Man núna hvenær ég á að rugga í lendunumog hvenær ég á að snúa. Það er gott að vera svona vel samhæfður eins og ég!
15 desember 2004
Heimsyfirráð eða dauði!
JÁ!!!!!!
Ég og mín fjölskylda erum á fyrstu stigum þess að taka yfir fyrirtækið!
Í morgun byrjaði gítaristinn nefnilega að vinna hér. Nú eru bara 648 störf sem ég þarf að pota fjölskyldunni í. Tvö eru búin!!!!!
JÁ!!!!!!
Ég og mín fjölskylda erum á fyrstu stigum þess að taka yfir fyrirtækið!
Í morgun byrjaði gítaristinn nefnilega að vinna hér. Nú eru bara 648 störf sem ég þarf að pota fjölskyldunni í. Tvö eru búin!!!!!
14 desember 2004
Ég brá undir mig betri fætinum (þeim hægri) og skellti mér til læknis. Þurfti að vísu að bíða nokkrar vikur þannig að þetta var gert með góðum fyrirvara. Þar sem það er langt síðan ég hef heimsótt þennan lækni þá var hún eðlilega flutt og ekki bara hún heldur hafði hún flutt með dr.börn.is, þeas á sama stað. Ægilega flott alveg! Ég fór með afgangslyf með mér í poka. Nú býr mar svo vel að geta lagað fjárlagahalla ríkisins með því að skila afgangs lyfjum. Geri aðrir betur! Tek það samt fram að þetta eru lyf sem ekki er búið að opna ef fólk er almennt að velta því fyrir sér hvort ég sé að skila smá lögg hér og þar.
Læknirinn skellti mér upp á bekk af því mér er illt í baki og ég sagði henni að þetta væri örugglega það sama og síðast. Sem það reyndist ekki vera. Hún fann að vísu eitthvað annað í staðinn og skipaði mér að koma aftur eftir 2 mánuði til að kíkja betur á þetta og sagði mér svo að hunskast til baksérfræðings því ef fólk gæti ekki staðið í annan fótinn þegar það vaknaði á morgni þá væri örugglega eitthvað að. Jájá, sagði ég auðvitað. Hefði samt verið betra ef það hefði bara verið þetta gamla góða, því þá hefði bara verið hægt að skera og henda svo ruslinu. Eða hvað gera læknar við ruslið sem þeir hirða úr manni? Skakki sagði mér að þetta væri sent í nýju sorpeyðingarstöðina sem hann var að hjálpa til við að byggja og þeir launuðu honum með því að hrinda honum úr stiga og brjóta hnéð. Sem sagt þarna er ónýtu drasli úr fólki hent á eldinn og svo standa starfsmenn í kring og fagna..eða ekki. Skakki fagnaði ekki því það var ekki gert ráð fyrir hækjuliði þarna í fagnaðarlátunum. Hann tautaði að vísu eitthvað um að þetta hefði verið frekar óhuggulegt, en hvað veit ég um það.
Læknirinn skellti mér upp á bekk af því mér er illt í baki og ég sagði henni að þetta væri örugglega það sama og síðast. Sem það reyndist ekki vera. Hún fann að vísu eitthvað annað í staðinn og skipaði mér að koma aftur eftir 2 mánuði til að kíkja betur á þetta og sagði mér svo að hunskast til baksérfræðings því ef fólk gæti ekki staðið í annan fótinn þegar það vaknaði á morgni þá væri örugglega eitthvað að. Jájá, sagði ég auðvitað. Hefði samt verið betra ef það hefði bara verið þetta gamla góða, því þá hefði bara verið hægt að skera og henda svo ruslinu. Eða hvað gera læknar við ruslið sem þeir hirða úr manni? Skakki sagði mér að þetta væri sent í nýju sorpeyðingarstöðina sem hann var að hjálpa til við að byggja og þeir launuðu honum með því að hrinda honum úr stiga og brjóta hnéð. Sem sagt þarna er ónýtu drasli úr fólki hent á eldinn og svo standa starfsmenn í kring og fagna..eða ekki. Skakki fagnaði ekki því það var ekki gert ráð fyrir hækjuliði þarna í fagnaðarlátunum. Hann tautaði að vísu eitthvað um að þetta hefði verið frekar óhuggulegt, en hvað veit ég um það.
13 desember 2004
Jamm og jæja. Nú er ég farin að bíða eftir jólunum! Mig langar í frí en það er ekki um neitt slíkt að ræða og þar sem fyrirtækið er að flytja þá er búið að banna öll frí milli jóla og nýárs. Ég er samt eitthvað svooooo þreytt. Kannski er ég komin með síþreytu? haha AS IF Þar sem ég er svo rosalega þreytt í bakinu eitthvað þá verð ég að þrífa íbúðina í smá skömmtum. Ég gat ekki einu sinni hlunkast með fisakbúrið til baka á sinn stað þegar ég var búin að þrífa það. Er maður aumingi eða hvað? En Skakki kemur heim um helginga og þá flytur hann búrið. Það er að vísu fyrir mér en fiskunum líður vel. Þeir eru nefnilega með útsýni! Skvettu fyrst alveg rosalega og ég held þeir hafi verið hræddir um að detta út um gluggann.
Kannski sit ég bara svona vitlaust. Þegar ég stóð upp til að skila prófinu þá var ég nærri dottin því fóturinn gaf sig. Mér brá nú soldið en mest við það að ég sá mig í anda skauta að maganum að kennaraborðinu og rétta fram prófið BÚIN haha það hefði verið soldið fyndið. Ég datt ekki því ég náði að grípa um stólinn en það urðu allir varir við að ég væri að fara og yfirsetukennarinn horfði á mig með svona "þessi er örugglega að svindla" svip. Þetta lið heldur alltaf að mar sé að svindla. Samt var hún með gemsana hjá öllum (á borðinu hjá sér) svo við gætum ekki loggað okkur á netið og fengið upplýsingar og helst vildi hún töskurnar líka. Assgotans paronía.. en gott samt
Kannski sit ég bara svona vitlaust. Þegar ég stóð upp til að skila prófinu þá var ég nærri dottin því fóturinn gaf sig. Mér brá nú soldið en mest við það að ég sá mig í anda skauta að maganum að kennaraborðinu og rétta fram prófið BÚIN haha það hefði verið soldið fyndið. Ég datt ekki því ég náði að grípa um stólinn en það urðu allir varir við að ég væri að fara og yfirsetukennarinn horfði á mig með svona "þessi er örugglega að svindla" svip. Þetta lið heldur alltaf að mar sé að svindla. Samt var hún með gemsana hjá öllum (á borðinu hjá sér) svo við gætum ekki loggað okkur á netið og fengið upplýsingar og helst vildi hún töskurnar líka. Assgotans paronía.. en gott samt
12 desember 2004
Það er afmælisdagurinn hans Pabba í dag, orðinn alveg 65 ára sko....
Til hamingju með það ;)
Þá er það myndablogg helgarinnar. Fyrsta myndin er af Molanum sem er nýbúinn að sporðrenna kökusneið.:
Glöggir skoðendur geta séð að hann er meira segja með kökumylsnu í augnhárunum. Ég tek það aftur fram..þetta er ein lítil kökusneið!
Næsta mynd kemur úr rósavendinum sem Skakki sendi:
Til hamingju með það ;)
Þá er það myndablogg helgarinnar. Fyrsta myndin er af Molanum sem er nýbúinn að sporðrenna kökusneið.:
Glöggir skoðendur geta séð að hann er meira segja með kökumylsnu í augnhárunum. Ég tek það aftur fram..þetta er ein lítil kökusneið!
Næsta mynd kemur úr rósavendinum sem Skakki sendi: