Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

19 september 2003

Þetta er búið að vera erfiður dagur í dag. Í dag var Dagmar Hrund tæplega tveggja ára dóttir Bryndísar frænku minnar jörðuð. Það er erfitt að fylgja svona litlum börnum í síðustu ferðina. Eftir stendur minning foreldra og bróðurs um litla skottu með bjart bros.

Maður fer að hugsa um hvað þetta sé allt furðulegt og hvers vegna svona lítil börn eru látin þjást nær alla sína stuttu ævi. Og það eru engin svör. Trúin á almættið verður ekki mikil þegar maður stendur frammi fyrir þessum spurningum.

Ég ætla ekki að skrifa meira í dag.

mér líður svona í dag:
nennisseggi nenniseggi nenniseggi..

17 september 2003

Veit ekki hvort ég var búin að nefna það hérna en ég þurfti að skafa af bílnum mínum í fyrradag! Skafa! það er kominn vetur í sveitinni sem ég bý í ;(

Í kvöld verður pizzuveisla hjá okkur skötuhjúunum. Við höfum boðið vélskólanemanum með okkur en hann er svangur eftir langan skóladag (vona að hann éti ekki alla pizzuna). Hann er náttúrulega svo langur að hann þarf heilmikinn mat. haha hann verður ánægður að sjá þetta!

Haukurinn er að fara til útlanda eftir mánuð að heimsækja Árna bróður (sinn ekki minn, ég á engan bróður sem heitir Árni, nei minn heitir sko allt annað). Haukurinn hefur nefnilega ekki enn séð litlu prinsessuna sem fæddist í júlí og það er mikil tilhlökkun í gangi.

Ég fór í búð í gær og skoði köflótt pils, þau eru falleg! Ohhh svo svakalega falleg.. en.. þau verða falleg á einhverjum öðrum en mér því þessi sem mér finnst flottust passa ekki á mig (flóðhesturinn aftur)! Þetta er synd og skömm því þarna hafði ég tækifæri til að setja mitt mark á haustglamúrinn og ég gjörsamlega klúðraði því eingöngu á því að ég hef ekki haft þolinmæði og dug til að taka á vandamálunum. Púff en svona er lífið, ég fór bara inn í skáp og náði í stutt, rautt flauelspils. Það er að vísu ELDgamalt en stundum verður mar bara að nota það líka.

Síðan fór ég á undirfatakynninguna hjá hjartanu í gær og hún var sko rosa fín. Að vísu keypti ég ekkert en það kemur nú að hluta til af því að ég hef lent í óvæntum útgjöldum að undanförnu (skólabækur)! Já já ég veit að það er ekkert óvænt við það, ég er í skóla, skólinn byrjar um haustið = Konkljúson þarf að kaupa bækur. En þetta kemur mér alltaf jafnmikið á óvart og í þokkabót þarf ég að kaupa diktafón!!! Jöfla vesen, komst í gegnum FB án þess, komst líka í gegnum fjölmiðlafræðina án þess en núna.... jamm núna er komið að því að ég þurfi að hlaupa um bæinn vopnuð diktafóni og tala þar inn allar mínar hugsanir. Ég sé mig á anda: Þarna sit ég á rauðu ljósi, fæ allt í einu svellfína hugmynd, ríf upp diktafóninn minn og segi honum frá hugmyndinni. Það er aðeins einn galli á gjöf Njarðar (skil ekki alveg hvað hann er að gefa mér gjafir) ég mundi eflaust aldrei hlusta á diktafóninn haha og yrði að þurrka út til að koma einhverju öðru að ;))

16 september 2003

Undirföt
Ahh ég er að fara á undirfatakynningu hjá röntgentækninum í kvöld. Ægilega verður það nú gaman. Fáum að bera spikið í allar áttir og reyna að finna hugguleg undirföt til að hylja sem mest (haha). Þetta er soldið tjallens fyrir þá sem er að selja þessi téðu undirföt, eða það mundi ég halda!

Köflótt
Var ég búin að nefna hér hvað mig langar obboslega, obboslega mikið í köflótt pils? Ég held ekki! Málið er hinsvegar að ég er farin að missa svefn á nóttunni þar sem ég þjáist vegna pilsleysis. Þetta er alvarlegt mál og verður að laga hið bráðasta.

Ég sá viðtal við Röggu Gísla um daginn í einhverju blaðgargani. Þetta var hið fróðlegasta viðtal og vakti mig til umhugsunar um margt. Hún sagði t.d. að hún væri ekki mjög upptekin af tísku. Hún væri með sinn stíl og hlypi lítt eftir tískunni. RÆT og aftur RÆT. Nú er t.d. köflótt í tísku og Ragga var í sjónvarpinu í síðustu viku búin að vefja sig frá hæl og aftur í hnakka í köflótt efni. En hvað er að mér, þetta hefur eflaust verið alger tilviljun hjá henni. Ekkert með tísku að gera. Hún sagði líka að hún væri ekki hrædd við að eldast!!!!!! Hún notar engar snyrtivörur nema rakakrem sem hún kaupir ódýrt í apotekinu. Je ræt again! Ragga sem er svo slétt í fram að hún lítur betur út núna en þegar hún var 18 ára. Engar hrukkur, engar misfellur. Je ræt.

En sem sagt, ég hleyp heldur ekki eftir tískunni (en langar samt í köflótt) og ég nota líka bara rakakrem (að vísu úr BodyShop) en ég er SAMT komin með hrukkur!

15 september 2003

Skólabækur eru DÝRAR. Keypti tvær núna áðan og þær kostuðu rúmlega 8.800 krónur. Eins gott að ég læri eitthvað af þeim!

Gæðalokur hjá EikandTeik eru góðar mmmmmmmm

Saumaklúburinn "saumið kjólinn fyrir jólin" (að vísu fyrir árshátíðina en það rímar ekki) hélt sinn fyrsta fund með klæðskeranum í gær. Það kom nú kannski ekki mikið út úr þeim fundi annað en að hann sagði að þetta væri ekkert mál og við yrðum enga stund að gera þetta. Ég tek undir með ÓRÓ "hmmmm fljótar? Ég er alltaf svo lengi að sauma!". Ég get ekki ákveðið ig hvort ég vil síðan kjól eða kjól sem lufsast um hnén (missíður semsé). Þetta er erfitt val skal ég segja ykkur.

14 september 2003

Setti þrjár myndir af Gullmolanum í Myndir. Passorðið það sama og áður. Takið eftir því á myndinni þar sem hann sést allur hvernig hann situr með krosslagða fætur. Það er eiginlega alveg frábært að sjá hvað hann er alltaf settlegur hehe Alveg eins og öll fjölskyldan hans í móðurætt!


Powered by Blogger