Nýliðakynningin er búin og ég þarf ekki að halda aðra fyrr en eftir, já ég segi bara og skrifa, ekki fyrr en eftir FJÓRA mánuði. Svona er lífið dásamlegt!
19 maí 2006
18 maí 2006
Og þá erum við barasta tilbúin að fara til Kína. Við fórum í sprautur og húllumhæ í morgun og allt er klárt. Mér finnst þetta stórt skref og svona heldur áfram að tikka inn það sem klárast fyrir ferðina.
Mikið ofboðslega voru þetta skemmtilegir tónleikar ;) Ég gæti farið aftur í kvöld og ekki leiðst eina mínútu!
17 maí 2006
CocoRosies í kvöld á Nasa. JESS! Get varla beðið. Mér finnst þær ofboðslega skemmtilegar, þurfum samt að mæta fyrir allar aldir því það er svo leiðinlegt á tónleikum í Nasa því ég sé aldrei neitt. Óþolandi alveg. Núna verð ég bara að vera framarlega því þær eru með sllskyns furðudót sem þær spila á og það er því ekki nóg að heyra bara.
Skakki fer á föstudag en ekki mánudag. Strumparnir sem hann vinnur fyrir vildu senda hann í dag og það fékk hann að vita klukkan 15 á mánudag. Hann varð fúll og ég ennþá fúlli hehe enda búin að panta Kínasprauturnar og vil fara að byrja á þessu dæmi. Þeir samþykktu með semingi að hann mætti fara á föstudag.
Í gærkvöldi mættu nokkrar Kínafrúr til mín að skoða kjóla og ræða um Kína. Það var MGÖG skemmtilegt og við þurfum að gera meira af þessu. Allt svona styttir biðtímann.
Skakki fer á föstudag en ekki mánudag. Strumparnir sem hann vinnur fyrir vildu senda hann í dag og það fékk hann að vita klukkan 15 á mánudag. Hann varð fúll og ég ennþá fúlli hehe enda búin að panta Kínasprauturnar og vil fara að byrja á þessu dæmi. Þeir samþykktu með semingi að hann mætti fara á föstudag.
Í gærkvöldi mættu nokkrar Kínafrúr til mín að skoða kjóla og ræða um Kína. Það var MGÖG skemmtilegt og við þurfum að gera meira af þessu. Allt svona styttir biðtímann.
15 maí 2006
Þá fer að styttast í að Skakki haldi í útlegðina sína og kveðji landið þetta sumarið. Yfirmennirnir hans segja að hann eigi að vera í tvo mánuði en ég tek það nú svona með fullri varúð. Síðast þegar hann fór átti hann nefnilega að vera í fimm vikur en var í þrjá mánuði. Ég reikna því ekki með honum fyrr en í haust..lok sept eða október. Hann nær samt tóneikunum á miðvikudaginn og við ætlum að reyna að komast í fyrstu sprauturnar okkar á fimmtudaginn. Hjúkkan sagði að það væri gott að byrja bara sem fyrst þannig að við séum búin með eitthvað sex mánaða prógram áður en við förum út, það sé alltaf hætta á að fólk gleymi sér ef það á eitthvað eftir þegar það kemur heim. Þetta verður því afskaplega skemmtileg vika hjá mér..sprautur og nýliðakynning en það flokkast sem uppáhaldsverkefni mín í vinnunni.