Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

04 apríl 2003

og nornaprófið: ****Ef þú hefur svarað í einlægni, tilheyrir þú þeim sem eru að einhverju leyti dísir og að einhverju leyti nornir. En er þá hægt að treysta því að þú hafir verið hreinskilin í svörum þínum? Ef svo reynist vera ertu skemmtileg stelpa, en örlítið utan við þig. Allur heimurinn snýst í kringum þig en þú tekur yfirleitt ekkert eftir því. Þess vegna tekurðu ekki eftir því þegar aðrir sýna þér áhuga. Jafnvel þú lumar á galdrahæfileikum. Þegar þú notar galdrahæfileika þína getur þú komið öðrum til að halda að þú sért dís.****
hmmm hvað er þetta með að ég sé svo utan við mig þetta er hreinlega ekki satt..!!!! ">Nornapróf


psps vona að þið takið prófið og látið mig vita hvað þið fenguð mörg stig (meinvíslegt meinvillsglott)

Eins og alþjóð veit þá er mín nánasta stórfjölskylda alveg sérdeilis utan við sig á köflum og okkur verður oft fótaskortur á tungunni og segjum eitthvað sem alls ekki var ætlunin að segja. Þetta getur oft leitt til tómra vandræða en oftast náum við að krafla okkur út úr vandræðunum áður stórmál verður. Haukurinn á ammili í dag og í framhaldi af því tilkynnti mín kæra systir að tengdasonur hennar ætti afmæli og hún reiknaði með að fá kökur og kruðerí! Tengdasonur? Ég geri mér grein fyrir að við systurnar og mamma erum allar verrí klós en að mágur umbeytist í tengdason á einu andartaki? Haukurinn varð hinsvegar mjög glaður. Núna á hann TVÆR tengdamömmur þegar aðrir menn eiga bara eina..hehe
Ég fór á margmiðlunarnámskeiðið mitt í gær og það var svo svakalega skemmtilegt að ég vildi ekki hætta ;) Obboslega obboslega gaman ;) Úff eitt sem ég gleymdi að deila með þér kæra dagbók (væmið eh??) hehe..í fyrradag tók ég þetta fína íslenskupróf á netinu og tókst á að fá 3 stig af 20...Svarið sem ég fékk í lokin var eitthvað á þá leið "ertu viss um að þú sért Íslendingur?"..úff skandall og haukurinn fékk 4..alltaf skákar hann mér (stuna) íslenskupróf vona að ykkur gangi betur en okkur (wow aftur bara ljóðmælt) hehe

Hann á afmæli í dag, hann á afmæli í dag
hann á afmæli hann Haukurinn
hann á afmæli í dag

Til hamingju með afmælið ;))))))))))

03 apríl 2003

Æææææ,ég var að fá tölvupóst um að Íslandsvinirnir komi 16 apríl og fari heim 21 apríl. DAMN! Það er tíminn sem við haukurinn verðum í London (15-23). Það er greinilega ekki hægt að vera með allstaðar ;(( En svona er þetta bara ég verð bara að heimsækja þá í sumar eða haust (þau auðvitað, ekki bara þá)!

Blóðsugurnar í gær fóru illa með haukinn og hann lagðist í rúmið með mikið slen (ekki ég, held ég hafi orðið hressari ef eitthvar er). Hann hefur af því gríðarlegar áhyggjur að MB hringi í hann og reki hann í gönguferð til að fá sér frískt loft því eins og allir vita þá er það allra meina bót! Hann komst nefnilega að því á síðasta laugardag að á því heimili (MB) verður aldrei neinn veikur því þar eru allir sem æmta eitthvað reknir í góða gönguferð! Hann óskar sér þess að allir vorkenni honum líka MB og Meinvill (en meinvill vorkennir í rauninni engum það er ekki skilgreint sem eitt af hlutverkum hans/hennar).
Í kvöld er það margmiðlunarsmiðjan aftur, gaman gaman! Mér finnst þetta mjög gaman og verð að viðurkenna að þetta er fyrsta verkefnið síðan ég byrjaði í skólanum sem ég get ekki beðið eftir að byrja á þegar ég kem heim ;)) Þar kom að því, ákvað í framhaldi af því að hætta við verkefnið sem ég var búin að ákveða að taka fyrir sem Mastersritgerð og reyna frekar að fá samþykkt verkefni í tengslum við vefinn! Trallalala nú fer að verða gaman (alla vega þangað til kennararnir skjóta mig í kaf aftur) hehe

02 apríl 2003

Morgunstund gefur gull í mund! Með þetta í huga brunuðum við hjúin á heilsugæsluna eldsnemma í morgun og létum tékka á því hvort við værum með aids, lifrarbólgu c eða rauðahunda! Það er eins og við séum komin inn í einhvern framtíðarveruleika þar sem stjórnvöld fá að ákveða hverjir eiga börn og hverjir ekki (afsakið bullið í mér er bara á smá gleðiflippi í dag)! Þarna hafa A og B búið saman og þeim finnst heimurinn endilega eiga að fá framlengingu á þeim því þau eru svo frábær. Þau sækja því um leyfi hjá stjórnvöldum því það er auðvitað ekki sama hverjir fá að eiga börn í okkar framtíðarveröld og stjórnvöld vilja fyrst fá að kanna blóðið hvort hægt sé að finna einhverjar menjar um skuggalega iðju á fyrri árum! A og B mæta því eldsnemma á biðstofu blóðkannananna og fá að lesa þar gömul marie clarie blöð sem fólk fyrr á öldum þótti víst mjög skemmtileg þó þau sjái að vísu ekki alveg hversvegna! þau sitja þarna hljóð og prúð og bíða eftir því að maðurinn með þvagprufuna klárist (hvað skyldi vera að honum? Ekki er hann óléttur?) Wow A vissi ekki að það væri möguleiki og hún leit á B og lét hugann reika hvort þetta væri kannski bara sniðugra að B mundi ganga með ef stjórnvöld samþykktu umsögnina þeirra! Lengra komst hún ekki því röðin var komin að þeim og þau réttu beiðna"bókina" fram (þeir sem voru á undan höfðu allir eitt blað en þau voru með mörg blöð og öll í þríriti eins gott að það fái ekki hver sem er leyfi til að ganga með börn). Þau fóru inn í fylgd hvítklæddrar stúlku sem meðhöndlaði nálar og tilraunaglös eins og það væri eitthvað sem ekki þyrfti að vera hræddur við! Áður en við var snúið var búið að taka nokkra dýrmæta blóðdropa úr hvoru þeirra og þau stóðu aftur fyrir utan húsið. Wow þetta gekk fljótt fyrir sig og nú hefst biðin eftir svari. Ætli Davíð eða Ingibjörg Sólrún verði ekki að lesa þetta yfir ásamt einhverjum læknum sem meta hvort ættir beggja séu þess virði að þeim verði viðhaldið!
frh síðar.......

01 apríl 2003

uss bloggið var bilað í dag og vildi ekki festast á síðunni ;( en er greinilega komið í lag núna

SM var að enda við að hringja í mig og spyrja um nýju fínu linsurnar mínar. Þær eru sko svakalega fínar, það versta við þær er að ég sé ekkert með þeim hehe..Nei kannski aðeins orðum aukið en samt ekki mikið, ég get t.d. ekki lesið málgagnið með þeim og ekki horft á sjónvarpið en það er nú líka spurning hvað mar þurfi alltaf að vera að glápa á sjónvarp og lesa blöð. Núna bara sit ég og glápi brosandi út í loftið og vona að enginn fatti að ég sé ekki glóru hehe.. mjög gaman!! Get keyrt bílinn því hver þarf fulla sjón til þess? Hinir verða bara að passa sig (er það ekki hugsunarhátturinn hjá æði mörgum ökumönnum hvort eð er?)..
Fór og hitti Kristínu i gærkvöldi á Fridays. Við sátum þar og átum hamborgara og flissuðum eins og verstu gelgjur yfir hinum og þessum atburðum sem okkur datt í hug. Verí nise!

31 mars 2003

Aðeins búin að laga linkana hér til hliðar á síðunni. Fór svakalega í taugarnar á mér hvernig þeir hurfu alltaf þegar mað klikkaði á þá og fattaði svo í snöggri uppljómun núna áðan að liturinn hlyti að vera gulur eins og bakgrunnurinn og prufaði að breyta um lit og ..voila.. þetta er allt annað, ekki satt? Það er líka kominn slóð inn á nýja heimasíðu Asmafélagsins sem hjarta.is er að smíða og gengur vel ;)) Gott verk. Hún er að vísu ekki tilbúin en góðir hlutir taka smá tíma og þessi síða verður góð ég finn það á mér ;))

Mánudagur til gleði tralala..Þetta er nú búin að vera fín helgi, frænkuboð á föstudegi, matarboð hjá MB á laugardegi þar sem allt flutningsliðið kom saman og át svínakjöt af mikilli gleði og síðan lært sem aldrei fyrr bæði á laugardag og sunnudag. Ég veit bara ekki hvert þetta stefnir allt saman ;))
Guðrún takk fyrir kveðjuna og ég mun örugglega reka inn nefnið þó það verði kannski ekki alveg strax svo þú fáir ekki nóg af mér alveg um leið ;)
Ég hef heyrt eftir öruggum leiðum (maður hvíslar í eyru annars) að minni kæri bróðir ætli að heimsækja land sitt um páskana og leyfa okkur að njóta nærveru sinnar. Gaman, gaman það er orðið langt síðan síðast. Að vísu sáumst við í mýflugumynd í Tívolí í Köben í fyrra en það voru bara nokkrir tímar (erum svo vel sigld systkinin að við hittumst bara í skemmtigörðum á norðurlöndunum haha). Hann kemur með Snorrann með sér og það verður mikil gleði, verst að þær mæðgur skulu ekki komast líka ;(( Ég vona bara að ég verði ekki farin til Lundúna í rómantíkina þegar þeir koma (fer 15) því ég mig langar MJÖG mikið að hitta þá ;))


Powered by Blogger