07 janúar 2005
Sokkabuxurnar mínar eru ónýtar. Þetta eru upplýsingar sem flokkast undir information overflow en ég bara varð að koma þeim á framfæri því ég sit hér í öngum mínum og reyni að sjá hvernig ég lifi af heilan dag í þessum druslum. Þær voru nefnilega heilar þegar ég yfirgaf sveitaheimili mitt! Einhversstaðar á flandrinu í morgun hefur mér tekist að rífa þær í hengla. Alltaf smart!
Fór og fékk skottulækni til að pota aðeins í bakið á mér. Hann taldi þetta fínt bak en sendi mig samt í röntgen svona til öryggis. Þar lá ég eins og skata íklædd mínum glæsilegu rifnu sokkabuxum í glæsibol af stofnuninni. Mar er sannkallað tískufrík þegar mar tekur sig til. Fyrir þetta krukk borgaði ég 8000 krónur. Mikið assgoti verður þetta fínt ár!
Held nefnilega að ég og mínir (Skakki) komum til með að halda uppi heilsukerfinu þetta árið. Það stefnir nefnilega allt í það að verðum fastagestir til að láta meta líkamlegt atgervi okkar af til þess gerðu liði (læknum). Auðvitað ættum við ekki að þurfa að borga fyrir það, sérstaklega þegar svona glæsimenni eins og við eigum í hlut. Þeir ættu jú að borga okkur fyrir að koma til þeirra og LEYFA þeim að skoða hversu glæsileg við erum. En svoleiðis virkar þetta víst ekki. En þar sem við komum til með að halda uppi kerfinu í ár þá er ekki víst að það verði neinn halli þetta árið. það er þó alla vega munur!
Fór og fékk skottulækni til að pota aðeins í bakið á mér. Hann taldi þetta fínt bak en sendi mig samt í röntgen svona til öryggis. Þar lá ég eins og skata íklædd mínum glæsilegu rifnu sokkabuxum í glæsibol af stofnuninni. Mar er sannkallað tískufrík þegar mar tekur sig til. Fyrir þetta krukk borgaði ég 8000 krónur. Mikið assgoti verður þetta fínt ár!
Held nefnilega að ég og mínir (Skakki) komum til með að halda uppi heilsukerfinu þetta árið. Það stefnir nefnilega allt í það að verðum fastagestir til að láta meta líkamlegt atgervi okkar af til þess gerðu liði (læknum). Auðvitað ættum við ekki að þurfa að borga fyrir það, sérstaklega þegar svona glæsimenni eins og við eigum í hlut. Þeir ættu jú að borga okkur fyrir að koma til þeirra og LEYFA þeim að skoða hversu glæsileg við erum. En svoleiðis virkar þetta víst ekki. En þar sem við komum til með að halda uppi kerfinu í ár þá er ekki víst að það verði neinn halli þetta árið. það er þó alla vega munur!
06 janúar 2005
það þarf stundum lítið til að gleðja mann. Núna var samlokukonan að fara fram hjá skotinu mínu. Mér líður eins og ég sé á ferðalagi um Evrópu.... verst að hún selur ekki bjór með samlokunum..
Í gærkvöldi sátu tveir gaurar í sjónvarpinu mínu og þráttuðu um það hvort niðurhal á músík og myndum væri lögbrot eða ekki. Hálfvitar! Sá sem taldi þetta lögbrot sagði að sala á músik hefði farið minnkandi þó að vísu árið hefði komið ágætlega út. Þetta taldi hann stafa af því að fólk næði í alla þessa mússík á netinu. KJAFTÆÐI og hana nú. Málið er að músik er svo DÝR á Íslandi að þeir sem það geta kaupa hana í útlöndum. Skakki kaupir ógrynni af músik og það er allt keypt á netinu. Stundum náum við í eitt og eitt lag en það er yfirleitt til að ath. hvort við fílum viðkomandi tónlistarmann. Ef okkur líkar lagið þá er yfirleitt farið í það að kaupa viðkomandi disk. Ég held að meirihluti þeirra sem ná í músik á netinu séu ekki með peningaráð til að kaupa sér diska og mundu því ekki kaupa neina músik þó þeir næðu henni ekki af netinu. Í mína eldgamla daga þá var hlustað á Lög ungafólksins og alltaf var spóla í tækinu til að taka upp þegar rétt lög voru spiluð. Hinsvegar um leið og mar fór að eiga pening þá var hætt að taka upp músík og farið út í að kaupa. Spurning er sú hvort að fólk mundi ekki kaupa meira ef diskarnir væru ÓDÝRARI?? ha? Ég veit að ég mundi kaupa meira ef svo væri...
05 janúar 2005
Ákvað að taka einn rúnt um konungsdæmið og skoða hvernig gengi að klára. Auðvitað þurfti ég að rekast á forstjórann sem skammaði mig fyrir að vera ekki með hjálm! Ég á ekki hjálm! Á ég að vera með lúsugan hjálm af öðru fólki? Nei, segi bara svona, var ekki með hjálm því ég var að stytta mér leið og fór ekki fram hjá hjálmarekkanum. En auðvitað er rétt hjá honum að skamma mig, spáið í því ef ég hefði fengið gámastæðu á hausinn og ekki verið með hjálm? Gosh það hefði nú sko getað ruglað hárgreiðslunni....
Konan sem var að enda við að tala við mig var þess fullviss að ég væri dýralæknir. Það skipti engu máli þó ég reyndi að þræta fyrir það. Hún sagðist hafa fengið símanúmerið mitt hjá Hundaskólanum (sit boso sit) og ekki færu þeir að ljúga að fólki. Ég sagðist skyldu skoða hundinn en ég lofaði engu um bata, gæti þó bent henni á ágætan tollara. Hún vildi það ekki!
Ég er svo afskaplega ekki í stuði til að vinna. Verkefnin eru nóg en einbeitingin engin. Áðan ákvað ég að skella eins og einum leiðbeiningum á Innra Netið. Það heppnaðist svo vel að ég þurrkaði út grein sem var þar fyrir og hef ekki hugmynd um hvernig ég fór að því (stuna). Held ég ætti bara að vera heima eða í kringlunni eða eitthvað. Gæti alveg hugsað mér að vera bara í einhverri búð að versla eða skoða eða eitthvað. Alla vega eitthvað annað en reyna að skilja hvað ég gerði til að þurrka út netið. Mar á ekki að vera skipta sér að því sem mar kann ekki!
Annars þarf ég að rölta um svæðið og ath hverja vantar enn leiðbeiningar á símann. Ég er að reyna að herða mig upp í það því þetta eru óravegalengdir. Ég held að labb um efri og neðri hæð sé bara hátt í að vera labb dagsins, engin þörf á að labba eftir að heim er komið. Og ef ég þarf að kaupa mér kók (sem ég þarf auðvitað ekki því það er enginn kókvél) þá þarf ég að labba yfir alla fyrstu hæðina. Ég og kókvélin verðum nefnilega á sitthvorum endanum á hæðinni. Úff. Þetta er svo langt að ef ég stend á mínum enda þá sé ég ekki hvaða fólk er að vesenast hinumegin. Eina gleðin í þessu öllu er að ég fældi samhergismann minn í burtu áður en hann byrjaði að deilda með mér herberginu. Er því í einkaskoti og er það alveg fínt. Er samt alveg að verða komin með sömu tilfinninguna og ég fékk þegar ég byrjaði hér fyrst. Að ég sé bara ein í heiminum. Enginn annar sé að vinna hér því ég sé engann....
Annars þarf ég að rölta um svæðið og ath hverja vantar enn leiðbeiningar á símann. Ég er að reyna að herða mig upp í það því þetta eru óravegalengdir. Ég held að labb um efri og neðri hæð sé bara hátt í að vera labb dagsins, engin þörf á að labba eftir að heim er komið. Og ef ég þarf að kaupa mér kók (sem ég þarf auðvitað ekki því það er enginn kókvél) þá þarf ég að labba yfir alla fyrstu hæðina. Ég og kókvélin verðum nefnilega á sitthvorum endanum á hæðinni. Úff. Þetta er svo langt að ef ég stend á mínum enda þá sé ég ekki hvaða fólk er að vesenast hinumegin. Eina gleðin í þessu öllu er að ég fældi samhergismann minn í burtu áður en hann byrjaði að deilda með mér herberginu. Er því í einkaskoti og er það alveg fínt. Er samt alveg að verða komin með sömu tilfinninguna og ég fékk þegar ég byrjaði hér fyrst. Að ég sé bara ein í heiminum. Enginn annar sé að vinna hér því ég sé engann....
Ég fer á fætur á óguðlegum tíma á morgnana. Ég klæði mig, borða morgunmat og bursta tennur og ég held að ég sé sofandi meðan ég geri þessi verk. Síðan staulast ég meira eða minna sofandi út í bíl og sit þar hálfdofin meðan Skakki brunar í vinnuna. Skipti svo um sæti og set á sjálfstýringuna og get þannig sofið næstum alla leið í vinnuna. Nema í morgun! Í morgun vaknaði ég all hastarlega á miðri leið við að bíllinn missti afl og rauð ljós tóku að blikka í ífellu. Sljór heilinn var smátíma að meðtaka skilaboðin og hélt í fyrstu að þetta væru sírenur löggunnar. En hey, þau ljós eru blá og þau blikka ekki í mælaborðinu mínu, þó löggan sé öflug. Þetta voru nefnilega olíuljósin!!!
ANDSK. Og ég sem setti olíu á bílinn í september. Hva, þarf mar alltaf að vera spreða á þetta rándýrri olíu? Ég bara spyr.
Ég sat í bílnum smá stund og var að spá í hvað væri best að gera. Hringja í einhvern? (Bifvélavirkjann eða vélvirkjann) Eða labba af stað og leita að bensínstöð en sljór heilinn hélt hann hefði kannski séð eina í nanósek. er við þutum framhjá. Ég hringdi! Vélvirkinn stundi! Sagði: "Æ, það er ekki gott"
Ég sagði "Nei"
Þögn!
Vélvirkinn: "Prufaðu að setja hann í gang aftur og keyra að næstu bensínstöð sem á að vera rétt fyrir framan þig eða rétt fyrir aftan þig"
Bíllinn fór í gang og ég keyrði með krosslagða fingur (og fætur) að næstu bensínstöð. Keypti líka pepsi til að hressa mig við eftir viðburðaríkan morgun og spáið í einu: Þegar þarna var komið sögu var klukkan enn tíu mínútum frá því að vera ORÐIN átta!
Ókristilegur fótaferðatími!
ANDSK. Og ég sem setti olíu á bílinn í september. Hva, þarf mar alltaf að vera spreða á þetta rándýrri olíu? Ég bara spyr.
Ég sat í bílnum smá stund og var að spá í hvað væri best að gera. Hringja í einhvern? (Bifvélavirkjann eða vélvirkjann) Eða labba af stað og leita að bensínstöð en sljór heilinn hélt hann hefði kannski séð eina í nanósek. er við þutum framhjá. Ég hringdi! Vélvirkinn stundi! Sagði: "Æ, það er ekki gott"
Ég sagði "Nei"
Þögn!
Vélvirkinn: "Prufaðu að setja hann í gang aftur og keyra að næstu bensínstöð sem á að vera rétt fyrir framan þig eða rétt fyrir aftan þig"
Bíllinn fór í gang og ég keyrði með krosslagða fingur (og fætur) að næstu bensínstöð. Keypti líka pepsi til að hressa mig við eftir viðburðaríkan morgun og spáið í einu: Þegar þarna var komið sögu var klukkan enn tíu mínútum frá því að vera ORÐIN átta!
Ókristilegur fótaferðatími!
04 janúar 2005
Fjórði janúar. Fyrsta afmælið á árinu. Hef að vísu ekki sótt afmælisboð þangað í mörg ár en þetta er fyrsta janúarafmæli hvers ár. Síðan er mitt afmæli og restina rekur SM. Þetta er góður afmælismánuður og sérstaklega fyrir fólk sem fætt er í nýju VISA. Útpælt alveg.
Mikið afskaplega þoli ég bílstjóra sem nenna ekki að skafa af bílunum sínum á morgnana. Lenti á eftir einum slíkum í morgum sem keyrði með fjall dauðans á afturrúðinni. Ég tuðaði við sjálfa mig alveg eins og mér væri borgað fyrir þetta hverslags hálfviti þetta væri. Við lentum á sama áfangastað, lögðum bílunum hlið við hlið. Þetta var þá samstarfsmaður. Hyski! Mér finnst að löggan eigi að sekta svona bílstjóra og vera harðir á því.
Annars er ég eitthvað óvenjulega þreytt þessa dagana. Næ ekki að sofa og er eitthvað að pirrast. Og Gettoblasterinn er að syngja sitt síðasta. Ég verð að kaupa nýjann því ég get ekki unnið nema hafa músik. Alltaf sama vesenið. Verð að reyna að fara á eftir í Elko Spelko og ath hvort þeir eigi vinnugettoblastera fyrir engan pening.
Annars er ég eitthvað óvenjulega þreytt þessa dagana. Næ ekki að sofa og er eitthvað að pirrast. Og Gettoblasterinn er að syngja sitt síðasta. Ég verð að kaupa nýjann því ég get ekki unnið nema hafa músik. Alltaf sama vesenið. Verð að reyna að fara á eftir í Elko Spelko og ath hvort þeir eigi vinnugettoblastera fyrir engan pening.
03 janúar 2005
Það ríkir þvílík geypigleði í minni sveit að annað eins hefur ekki sést lengi. það var nefnilega að berast einkunn fyrir tölfræðihryllinginn og frúin fékk 6,5. Segi og skrifa 6,5. Auðvitað er þetta ekki einkunn til að auglýsa opinberlega en... EN.. ég ætla ALDREI aftur að læra tölfræði.. aldrei. Þessu lofaði ég sjálfri mér eftir prófið og þetta var líka mitt eina áramótaheit.. held meira segja að ég komi til með að standa við það. Hinsvegar fékk ég ömurlega störnumerkjaspá um áramótin. þar var ekkert nema lærdómur. Getur ekki bara verið að stjörnurnar séu að ruglast eitthvað?
02 janúar 2005
Þessum finnst ofsalega skemmtilegt að djöflast á gamlárskvöld og frá klukkan 23.30 til rúmlega miðnættis er þetta útsýnið sem ég hef af honum:
Þessum fannst þetta hinsvegar EKKI eins skemmtilegt:
Þessum fannst þetta hinsvegar EKKI eins skemmtilegt: