Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

05 desember 2002

jæja þessi brjálaði dagur að verða búinn. verð að vísu ekki mikið vör við veðrið þar sem ég er ekki við glugga, er búin að vera svo hryllilega dugleg að það er ekki fyndið. það svoleiðis fljúga frá mér fullkláruð verk..hmmmm...kannski aðeins orðum aukið..
núna langar mig heim að lesa eða kannski ætti ég að klára þessi fínu föndujólakort sem ég er að djöflast við..mér finnst ég ægilega fyndin og kortin mín rosalega flott..er ekki viss um að þeir sem upphaflega gerðu sum kortin sem ég er að nota mundu þekkja þau..hehe

djö...er erfitt að vakna þessa dagana. held það hafi bara ekki verið svona dimmt lengi. ég sem var búin að gera heiðarlega áætlun um að hætta að mæta of seint í vinnuna..það einhvern veginn hefur ekki gerst *stuna*

04 desember 2002

4 desember hmmmm..bara að koma jól! Aftur og nýbúin og hvernig var það með alla peningana sem átti að vera búið að safna fyrir þessi jól?? Þeir hafa ekki sést eða kannski bara búið að eyða þeim!! Var að lesa dóm um bókina hennar Betu Rokk, fínn dómur. Mig langar að lesa þessa bók. Verð að viðurkenna að það veitir mér ómælda ánægju hvernig Beta er..þeas ekki jakkafata eða snobb týpa heldur bara hún sjálf með sinn stíl. Finnst það eiginlega mjög fyndið að bókin hennar skuli ekki vera talin mjög merkileg af því hún er ekki með "rétta bakgrunninn". Það er farið að pæla alltof mikið í svoleiðis kjaftæði og minna í innihaldinu. Bækur eiga að vera til að skemmta eða fræða fólk og þessi bók ´flokkast undir skemmtigildið skilst mér og hvers vegna þarf þá einhver vissan bakgrunn"?? Spyr sá sem ekki veit....


Powered by Blogger