Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

07 mars 2003

Og það er nú það! Þá erum við haukurinn búin að heimsækja doktor börn.is og það er alltaf jafn spennandi. hann skoðaði mig auðvitað eins og hann gerir alltaf þegar ég kem og þökk sé nú þessum fína hnúti sem ég fékk í fyrra þá er svona skoðun bara að verða minna mál en tannlæknisheimsókn. Jájá maður er orðinn svo vanur að allir læknar vilji kíkja þarna upp í hið allra helgasta að það liggur við að mar skelli sér úr pilsinu um leið og búið er að loka hurðinni og spyrji um leið"hvar er bekkurinn??" Nei svona án gríns þá er fyndið hvað þessar skoðanir eru rosalega vel til þess fallnar að láta mann líða eins og lærisneið hjá slátrara (nú gef ég mér það að lærisneiðar hafi tilfinningar)!
Hvaða bull er þetta í mér, þetta var fínt alveg! Við fengum þessa fínu teikningu sem lýsir skrefunum öllum (en enga bæklinga því miður þá á ég ekki svoleiðis (voða hissa á svipinn) en þið fáið þá á deildinni) já já fáum sem sagt bækling þegar trítementið er búið, allt er þetta eins, kannski langaði okkur bara til að skoða hvað væri að gerast og solleis! Næsta skref er að fara í test til að gá hvort það sé ekki öruggt að við séum ekki eids sjúklingar (ef ég er svoleiðis þá er ég eflaust eini feiti aidssjúklingurinn, yfirleitt eru þeir nú svona frekar grannir eða þannig) og gá hvort séum nokkuð með lifrarbólgu (miðað við sprautufóbíu okkar beggja þá efast ég stórlega um það) en hver veit eins gott að tékka á þessu öllu!
Hver er svo niðurstaðan?? Jú dr.börn.is ætlar að reyna að gera sitt til að við verðum glaðir foreldrar að reyna að ala upp óþekktarangann okkar.

05 mars 2003

Og baðherbergið er að verða tilbúið, grænt og fallegt hehe þetta er ægifagurt yfir að líta og núna þurfum við bara að koma draslinu aftur fyrir inni á baði (úps dótinu)!!
Vittorio hinn brosmildi er búinn að vera tvo daga hjá dagmömmunni og er svo svakalega þreyttur á kvöldin. Aumingja kallinn þetta líf er ekki alltaf auðvelt, en við vissum það svo sem fyrir. Ég held að hann ætli að heiðra okkur á föstudagskvöldið með næturheimsókn, alltaf spennandi að hafa næturgesti.
Jeppinn er að verða búinn á verkstæði en það var að fara tímareim og eitthvað fleira sem ég kann ekki skil á (kalla mig samt góða að vita þetta með tímareimina). Við stefnum á að prufa jeppann eitthvað út úr bænum um helgina, við höfum ekki farið neitt svoleiðis mjög lengi. Ég þarf líka að lesa fyrir fjandans prófið..damn skil ekki hvað ég er að stressa mig á þessu bulli, próf á miðjum vetri!
Á máudagskvöldið hitti ég stelpurnar sem ég útskrifaðist með úr uppeldisfræðinni, enn eitt árið liðið. Er þetta normalt hvað tíminn líður fljótt? Við erum ekki margar en alltaf gaman að hittast og bera saman hvað hefur gerst á einu ári og þetta er orðið svo heimilislegt hjá okkur: Alltaf pantaður tveir hálfmánar og fiskur fyrir tvo og ein pizza..hehe..segið svo að við séum fyrirsjáanlegar..
Hey og nú fer að koma að því að ég geti farið að hringlast með englana mína aftur. Um leið og baðherbergið er tilbúið ætla ég að fara að eiga við þá..finna stað fyrir vængi dauða engilsins og gera svona létt trúarlegt horn til að finna gæsku og frið..hehe..ég er farin að fara fram úr sjálfri mér hvað varðar væmni.........

04 mars 2003

Þetta er ótrúlegt en satt! Við (haukurinn) erum byrjuð að mála!
Þetta er búin að vera erfið fæðing; fyrst umræður um litinn, síðan litaprufur um alla veggi og síðan undirbúningur. Aumingja haukurinn að þurfa alltaf að lenda í löngum umræðum og vangaveltum áður hægt er að hefja verkin hehe en svona er lífið bara!
En sem sagt liturinn!!! Við völdum auðvitað þann lit sem við ákváðum strax að kæmi ekki til greina, aprílgrænan! Og núna er ekkert inni á baðinu nema einmanalegt klósett, hangandi vaskur og ofn. Allt hitt er frammi í stofu, gaman gaman! Þetta gengur samt nokkuð vel og verður svakalega fínt þegar þettta er búið..tralalal
Í gær fór ég á Ísafjörð. það var nú aldeils gaman. Frábært flugveður og sól og blíða á ísó. Ekkert smá gaman!

02 mars 2003

Gestabók!!!!!!!!!
Árni var eitthvað að tauta um gestabók og ég sá að það gæti verið skemmtilegt þannig að hægt væri að koma með einhver comment á þessi snilldarskrif mín haha


Powered by Blogger