Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

20 nóvember 2003

Og við erum komnar í vinnuna og byrjaðar að vinna eða þannig. Annars vorum við til klukkan 7 í gærkvöldi að vinna og fórum svo að borða á ítölskum stað. Arnór nefnilega bjó hér um skamma hríð þannig að hann er að sjálfsögðu okkar persónulegi fylgdarmaður. Hann stakk upp á þessum stað og stakk líka upp á að við fengjum okkur "chefs surprize" sem mat. Það virkar þannig að mar fær þríréttaðan mat en veit ekkert hvað það er fyrr en það birtist á borðinu.

Við fengum héra í aðalrétt. Ekki svona lítinn sætann svikinn héra eins og maður venst heima Íslandi. Neibb, þetta var the real thing. Sem sagt alvöru héri. Maður fékk hálfgert samviskubit að éta þetta og hugsa í leiðinni um litla hérskinnið sem jólasveinnin neitaði að hleypa inn úr kuldanum. Svo hefur einhver skotið hann og við átum..ojojoj

En hann var ekki vondur. Soldið skrítinn en ekki vondur. Armour átti kanínu sem barn og vildi því ekki borða hérann. Ég skildi það vel því ég át ekki fiskinn sem var í forrétt, hann minnti óþægilega mikið á fiskræfilinn minn sem ég drap um daginn alveg óvart huh

Við drukkum hvítvín með og það var gott. Eftir eitt glas voru kinnarnar orðnar rauðar, eftir tvö glös var ég farin að sveifla fótunum og eftir þriðja glasið hefði ég ábyggilega étið fiskinn hefði hann borist á borðið þá. Þetta var sem sagt mjög fínt.

Fengum okkur göngu eftir matinn og ákváðum að fá okkur bjór. Fundum fínan bar og settumst úti en þar var enginn nema við. Þetta var svona bar þar sem var tjaldað yfir borðin sem voru úti og kerti á hverju borði. Mjög næs. Við sátum þarna smástund en enginn kom til að taka pöntunina. Eftir smástun hallaði ég mér fram og ýtti kertinu lengra inn á borðið "Það er ótrúlegt hvað svona lítið kerti hitar mikið upp".

Þau hin störðu á mig eins og ég væri að grínast. Þannig að ég bætti við "Er ykkur ekki heitt?" Þau störðu á mig stórum augum og sögðu ekkert. Ég hallaði mér aftur í sætinu og rak þá augun í stærðahitablásara sem var fyrir ofan hvert borð og blés hita á kalda gest!

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger