Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

10 október 2006

Skakki flýgur með flugfélaginu Atlantic Airways þegar hann flýgur til og frá Færeyjum. Þetta er að verða æ meira ótraustvekjandi. Þetta var á MBL í morgun:

Þrír hafa fundist látnir í braki flugvélarinnar sem fórst í Noregi í morgun... Fólksins, sem nú er fundið, hafði verið leitað á sjó og landi í nágrenni braksins þar sem eldur kom upp í flugvélinni eftir að hún lenti út af flugbrautinni og brakið var of heitt til að hægt væri að leita inni í því strax eftir að eldurinn hafði verið slökktur.
Óhappið í morgun var tilkynnt til lögreglu kl. 7.35 að staðartíma en að sögn sjónarvotta tókst flugmönnunum Atlantic Airways flugfélagsins ekki að stöðva flugvélina eftir að þeir lentu henni á flugvellinum á Stord.
Flugvél frá sama flugfélagi lenti tvisvar í vandræðum í byrjun september s.l. Gátu flugmenn hennar ekki lent í Vogum í Færeyjum vegna bilunar í lendingarbúnaði og þurftu því að snúa til Björgvinjar í Noregi.
Vélin var af gerðinni BAE-146/200 og var hún í leiguflugi fyrir norska fyrirtækið Aker Kværner og var að koma frá Stafangri. Vélin tekur 89 farþega en í þessu flugi voru aðeins 12 farþegar og fjögurra manna áhöfn


Get nú ekki sagt að mér líði vel þegar ég lesi þetta. Hann var jú að fljúga með þeim í gær og hefur einu sinni þurft að lenda í Bergen (eða Björgvin eins og MBL kýs að kalla staðinn) út af veðri eða einhverju öðru.

08 október 2006

Í dag fór ég í skírnarveislu hjá litlu Elísabetu Ingu. Fín veisla. Held samt að það hafi ekki öllu mínum fylgdarfólki þótt eins gaman og mér fannst: Mér fannst þetta fólk minna á dána fólkið í myndinni The Others: Þegar teknar voru myndir af dauða fólkinu og settar í albúm.



Mér fannst ég rosa fyndin þegar ég uppgötvaði þetta en þeim fannst ég ekki fyndin... skrítið, ég held ég sé misskilin grínisti!


Powered by Blogger