Það á ekki að senda kallmenn út að kaupa snúrur. Alla vega ekki kallmenn sem mar vinnur með. Þeir geta ekki viðurkennt að þeir kunni ekki á tæki og kaupa undantekningarlaust vitlausar snúrur. Hnussa svo ef mar hefur efasemdir um réttmæti gjörða þeirra. Þegar ég var orðin allþreytt á tilteknum snúrumálum tók ég tækið sem um var rætt og fór með það í búðina, var alveg blond og fékk því fína afgreiðslu. Tækið sem sagt virkar núna. Að vísu kemur ekki neitt hljóð en hver þarf hljóð á videoi??
01 apríl 2004
31 mars 2004
Ég er búin að taka skokkið mitt í dag. Það er nefnilega stærðarnámskeið næstu 4 daga og það þurfti að skipuleggja ýmislegt og þar sem kennslustofan er ekki beint í alfaraleið þá er ég búin að hlaupa fram og til baka í allan morgun og sækja ýmsa smáhluti. Var enda orðin sársvöng klukkan tíu, eiginlega á hungurmörkunum. Þá er nú gott að eiga appelsínuna frá því í gær.
Það má ekki falla snjókorn úr lofti án þess að allt verði vitlaust. Ég keyrði fram á tvo í morgun sem voru svo kyrfilega út af að það var næstum því fyndið. Annar var meira að segja á hvolfi. Kannski var hann að flýta sér á Kentucky og ekki vitað að þeir opna ekki fyrr en 11 (hann var við beygjuna hjá Kentucky við Smáralind).
Við erum að fara til útlanda en okkur vantar eiginlega ferðatöskur. Við ætlum ekki að kaupa neitt en þessar örfáu tuskur sem við eigum þurfa samt að fara í tösku því það er svo halló að fara bara með plastpoka haha. Er því að leita mér að ferðatöskum á góðu verði, allar upplýsingar vel þegnar. Ég er nefnilega töskuböðull og er búin að skemma töskuna hans hr.Meinvills og margeyðileggja mínar. Núna vil ég hafa skynsemina í fyrirrúmi og kaupa með góðum hjólum, ekki of stóra og helst ókeypis haha reikna ekki með að hægt verði að uppfylla síðasta skilyrðið.
Það má ekki falla snjókorn úr lofti án þess að allt verði vitlaust. Ég keyrði fram á tvo í morgun sem voru svo kyrfilega út af að það var næstum því fyndið. Annar var meira að segja á hvolfi. Kannski var hann að flýta sér á Kentucky og ekki vitað að þeir opna ekki fyrr en 11 (hann var við beygjuna hjá Kentucky við Smáralind).
Við erum að fara til útlanda en okkur vantar eiginlega ferðatöskur. Við ætlum ekki að kaupa neitt en þessar örfáu tuskur sem við eigum þurfa samt að fara í tösku því það er svo halló að fara bara með plastpoka haha. Er því að leita mér að ferðatöskum á góðu verði, allar upplýsingar vel þegnar. Ég er nefnilega töskuböðull og er búin að skemma töskuna hans hr.Meinvills og margeyðileggja mínar. Núna vil ég hafa skynsemina í fyrirrúmi og kaupa með góðum hjólum, ekki of stóra og helst ókeypis haha reikna ekki með að hægt verði að uppfylla síðasta skilyrðið.
30 mars 2004
Þvílík læti Í blokkinni hjá mér í gær. Það var kona sem truflaðist alveg og orgaði og æpti eins og fiskisölukona. Þvílík læti. Þetta er sama konan og fékk tilfelli fyrir ári síðann og orgaði þá jafnmikið. Mjög skrítið. Spáið í að hafa ekki betri sjálfsstjórn en þetta. Held hún sé alltaf að æpa á konuna sem býr á móti henni.
Ég vaknaði upp í hláturskasti í nótt. Mig dreymdi einhvern skrítinn draum og það var verið að sprauta á mig vatni. Ég fékk algjört kast og vakti bæði sjálfa mig og hr.meinvill. Hann var skíthræddur og spurði í sífellu:
"Hvað er að, hvað er að?"
Ég rétt gat stunið upp úr mér að það hefði verið sprautað á mig vatni og svo leið ég útaf aftur. Sem sagt læti í sveitinni síðasta sólarhring!
Ég vaknaði upp í hláturskasti í nótt. Mig dreymdi einhvern skrítinn draum og það var verið að sprauta á mig vatni. Ég fékk algjört kast og vakti bæði sjálfa mig og hr.meinvill. Hann var skíthræddur og spurði í sífellu:
"Hvað er að, hvað er að?"
Ég rétt gat stunið upp úr mér að það hefði verið sprautað á mig vatni og svo leið ég útaf aftur. Sem sagt læti í sveitinni síðasta sólarhring!