Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

17 febrúar 2006

Ég er að hugsa um að lýsa yfir tímabundinni geðveiki!!! Ástæðan er sú að ég er alvarlega að hugsa um að splæsa í einkaþjálfara í næsta mánuði til að reka á eftir mér og kenna mér nýjar æfingar. Bara það að ég skuli vera að hugsa þetta lýsir andlegu ástandi mínu vel, þetta getur bara EKKI verið normal! Ég er að vísu ekki búin að taka ákvörðun EN ég er að hugsa þetta og spá í hvort það sé ekki kominn tími á hjálp frá expertum. Ég hef að vísu aldrei verið hjá svona þjálfara (skiljanlega þar sem ég hef ekki stigið fæti oft í leikfimissali) þannig að ég viðurkenni að ég veit ekki alveg hvað það er sem þeir gera. Ég er ekki að leita að svona þjálfara sem fer með manni að versla og segir hvað er rétt og hvað er rangt. Hef engan áhuga fyrir því EN vantar aðstoð við að bæta við æfingum og laga það sem ég er að gera rangt. Pælingar, pælingar!

16 febrúar 2006

Ég veit bara ekki hvað ég á að skrifa í dag. Er eiginlega hálfandlaus eitthvað. Skil ekki af hverju þar sem ég er búin að djöflast í salnum eins og mér sé borgað fyrir það. kannski hefur andinn lekið burtu með svitanum? Hann er kannski hálfviðkvæmur og má ekki við svona.

15 febrúar 2006

Það er svo gaman að vera til núna. Ó já! Brjálað að gera í ættleiðingarstyrkjabaráttunni en málið var í umræðu á Alþingi í gær ;) Við erum búin að vera að hamast í þessu eins og bjálæðingar frá því í desember og nú er eitthvað að gerast.

Núna bíð ég bara eftir næstu sumarbústaðaferð sem verður í mars. Nornafundur í þessari viku og Ítalíuhittingur í næstu viku (útskriftarhópurinn orðinn FIMMTÁN ár). Fimmtán ár síðan ég kláraði BA draslið. Hmmm mér virðist ekki svona langur tími þegar ég horfi til baka. Ég jafn glæsileg og áður (jæja kannski ekki alveg) og stelpurnar líka. Veit að MAB er sámmála mér ;)

14 febrúar 2006

Ótrúlegt en satt, ég hef bara gleymt að blogga! En ég hef mér þá aumu afsökun að hafa ekkert verið nálægt tölvum að ráði síðan í síðustu viku. Fór um helgina inn heilsuferð STAR og þar var sko virkilega tekið á því. Heilsuganga sem var 8,13 km og heitur pottur þar sem setið var með maska á andlitinu og við yngdumst allar um mörg, mörg ár. Allar fengu framköllun líka þannig að við litum sko út eins og flottustu filmstjörnur. Síðan var náttlega borðað eins við ættum von á því að morgundagurinn rynni ekki upp í bráð.

Í gær tókst mér svo að fljúga til Eyja. Þar var sól og sumarylur og allir í góðu formi held ég bara. Mjög fínt barasta.


Powered by Blogger