Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

13 september 2006

Ég er full aðdáunar yfir sjálfri mér. Ég er búin að fara tvisvar í salinn í vikunni og í einn stafgöngutíma og það er ennþá bara miðvikudagur.

Ég er líka búin að skrá mig á kínverskunámskeið og skrá mig á 5 vikna átak hjá Bootcamp. Gjörsamlega verð bara þreytt þegar ég hugsa um erfiðið sem framundan er.

Í þarnæstu viku fer Skakki til Færeyja, Skjaldbakan til Noregs og við Molinn munum eiga kvaletítíma saman. Svo er það sviðsfundur og árshátíð. Námsstefna hjá Forledrafélagi ættleiddra barna og eitthvað fleira smávegis. Bara spennandi!

12 september 2006

Ég hef kannski vaknað alltof snemma í nótt. Ég uppgötvaði nefnilega fyrir fimm mínútum síðan að ég er í öfugu pilsinu og hef verið það í allan morgun og enginn segir neitt! Kannski eru allir bara orðnir svona vanir því hvað ég er undarleg í háttum að þeir hafa bara haldið að þetta ætti að vera svona. En ég er búin að snúa því við!

Ég fór framúr klukkan 5 eftir mjög svo svefnlausa nótt og er núna að verða búin með Internetið. Ég er líka að verða búin að taka ákvörðun. Ég reikna með að fara að uppfæra CV mitt. Þetta er ekki besti tíminn til þess en sumir dagar eru bara verri en aðrir og svo er það þetta með sannfæringuna. Á maður ekki að standa með sannfæringu sinni? Eða er það kannski bara málið að ég þoli illa breytingar? Hvað svo sem málið er þá er voða stutt eftir af þræðinum og því best að fara að skoða heiminn betur.

10 september 2006


Í dag er svo afmæli sænsku prinsessunnar Rannveigar Maríu. Hún er sex ára. Komin í skóla og til í flest. Í dag verður afmælisveisla þar sem öllum bekknum er boðið og hún er búin að æfa fjögur leikrit til að sýna. Úff ég vildi vera þar en ég verð þar bara í anda:


Þá er afmælisveislan búin. Heilmikið havarí og fínar kökur. Eftirfarandi samræður áttu sér stað yfir bílabrautinni:
"Er þetta pabbi þinn?"
Bent á Skakka
"Nei"
"Hver er þetta?"
"Þetta er Skakki"
*Er hann vinur þinn?"
"Já"
"Ókei"

Lífið er nefnilega ekkert flólkið þegar maður er fjögurra ára.


Powered by Blogger