Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

15 febrúar 2007

Íþróttaálfurinn er mættur til leiksins að nýju. Hann mætti í lóðaleikfimi á laugardag og gat varla dregist um fyrir harðsperrum á sunnudag. Ég verð samt að viðurkenna að mér fannst þetta ekki svo leiðinlegt, vinkona mín taldi hinsvegar hversu margir laugardagar væru eftir til sumars í hvert sinn sem hún lyfti stönginni: Einn laugardagur...upp, tveir laugardagar... upp, þrír.. osframv. En við hljótum að hafa þetta af. Held samt að móttökustúlkunni finnst við frekar vonalausar því ég gat ekki einu sinni opnað skápinn minn fyrsta daginn og hélt á tímabili að ég yrði að fara heim á nærfötunum.. hefði eflaust verið glæsileg sjón úlalala Held samt að ég geymi það þar til ég hef sótt nokkra tíma í viðbót.

14 febrúar 2007

Fimmtán mánuðir í dag frá því að umsóknin okkar var skráð inn í Kína og eftir 5 daga eru komnir 22 mánuðir síðan við sóttum um. Ég held að fílinn gangi með afkvæmi sín lengst allra spendýra og að það séu 22 mánuðir. Við erum því opinberlega komin í hóp með fílum. Verðum að passa vel að lenda ekki alveg í sama vaxtarlagi og þeir! Og í dag er Valentínusardagur. Hvað er betra á þeim degi en halda upp á 15 mánaða óléttuafmæli á sitt hvoru landinu?

13 febrúar 2007

Íbúðin er búin að vera á sölu í 12 tíma (hálf tími síðan fasteignasalan opnaði) og það er einn búinn að hringja til að skoða. Mér finnst það nú bara nokkuð gott!

12 febrúar 2007

Þetta er búið að vera viðburðaríkur dagur. Við Skakki roluðumst eftir hádegi á fasteignasölu og áður en við vissum af var sölumaðurinn mættur heim til okkar að taka út draslið og við komin með leyfi til að skoða aðra íbúð klukkan 5. Sölumaðurinn sagði við okkur að ef okkur litist á hana skyldum við bruna til baka og gera tilboð. Sem við gerðum en þá var gaurinn farinn heim og þegar við hringdum til að vita hvenær hann kæmi aftur sagði hann "eruð þið komin til að gera tilboð? Ég var að grínast" Phu mar grínast ekki með svona alvörumál þannig að við gerðum bara tilboð við einhvern annan og svo brunaði Skakki út á flugvöll og rétt náði vélinni til Færeyja. Við erum sem sagt búin að gera fyrsta tilboð. Ægilega spennandi!


Powered by Blogger