Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

11 júlí 2003

Þá er kominn nýr gleðinnar dagur og hann er miklu betri en gærdagurinn því ég er að fá röddina mína aftur og er ekki svona svakalega lasin eins og ég var í gær...ojoj mér leið svo illa en af því ég er að fara í sumarfrí og átti eftir að skila svo miklu af mér þá gat ég ekki samviskunnar vegna verið heima..sem betur fer segi ég í dag því nú er ég langt komin og fer í frí með bros á vör ;))))

Móralska vandamálið mitt virkar ekki eins stórt í dag. Ég hugsaði þetta allt saman í gær og tók mið af því sem þær stöllur sögðu í commentunum hjá mér. Málið er að mér finnst ég ekki getað tekið hennar ákvörðun fyrir hana og mér finnst ég vera að gera það ef ég segi hlutina eins og þeir eru. Hinsvegar er það svo hin hliðin sem er sú að fjölskylda hennar veit að hún hefur alltaf samband við mig og grunar því að ég viti hvernig í málunum liggur! Lífið átti aldrei að vera auðvelt, enginn sem lofaði því, hinsvegar eru svona vandamál oft svo erfið af því þau leika svo með samviskuna á manni.
Anivei ég tók þá ákvörðun í gær að þar sem sms mínum er ekki svarað þá verði ég að taka ákvörðun sem ég er sátt við og ætla því að gefa upplýsingar um nýtt símanúmer en vísa jafnframt á það að þar sem við séum vinkonur þá geti ég ekki sagt neitt meira og viðkomandi aðilar verði sjálfir að reyna að ná í hana í þessu símanúmeri og koma sínum málum á hreint og hana nú!!!!! Ég veit það verður enginn sáttur við þetta, vinkona mín verður reið við mig fyrir að gefa upp númerið og mamma hennar verður reið af því ég gef ekki fleiri upplýsingar. Ég verð hinsvegar sátt við mig og þá fer kannski þessu álagi á símann hjá mér að linna. Get ekki búið við það að vera farin að kvíða fyrir því að svara í símann bæði heima hjá mér og í vinnunni því það gæti verið þetta.
Ég reikna með að þetta sé allt gert til þess að maður læri eitthvað af því en mikið assgoti get ég nú verið þreytt á þessum eilífum prófum sem dynja á okkur frá örlögunum. Ég sé heldur ekki alveg hvað svona reynsla kenni manni nema að ég er alger aumingi og vill að öll dýrin séu vinir en það vissi ég fyrir og þarf ekki svona reynslu til að kenna mér neitt um það og ég reikna með að allflestir mínir vinir viti það líka......

10 júlí 2003

Meinvill í myrkrunum lá!!!! Þetta á við núna og gott betur en það. Ef þið hafið lesið hér að neðan þá vitið þið klúðrið sem ég er búin að koma mér í en það "bestnar" sko ekki!!! Systirin var að enda við að hringja í mig (hún veit út á hvað þetta gengur) og sagði að þetta gengi ekki svona því hún þyrði ekki að segja mömmu sinni hvað væri að gerast! Hvað á ég þá að gera?????? Nú eru skilaboð að ég eigi að hringja í konuna og ég vil ekki vera ókurteis og hringja ekki til baka en hvað í fjandanum á ég að segja? Ef systir vinkonunnar vill ekki segja hvað gengur á af hverju í ósköpunum á ég þá að gera það? Ég vil hinsvegar ekki ljúgja þannig að ég er enn í sömu klípunni.
Þetta er meiri vitleysan!

Röddin er eiginlega alveg farin núna. Ekki alveg jafnmikið og í fyrra þegar ég fór á spítalann en nógu mikið til að ég get eiginlega ekki tlað í síma. Hvernig stendur á þessu? Á þetta að vera viss passi einu sinni á ári (stuna)!

Ég er búin að setja nokkrar myndir inn frá Svíþjóð. Þær eru nú eiginlega allar af henni frænku minni ;)) Algjör snúlla! Ég tók hinsvegar ekki margar á digital vélina því batteríið klárðaist og ég hafði auðvitað gleymt hleðslutækinu heima. Tók hinsvegar nokkrar á filmu og þær koma þegar þær koma hehe

Núna er ég hinsvegar í ergelsis kasti og það engu smá! Í gegnum árin hef ég átt þó nokkrar vinkonur og allt hið besta með það. Hins vegar hefur alltaf komið upp sú staða annað slagið að vinkona hefur sagt mér eitthvað sem einhver annar má alls ekki vita (og hefur það stundum snert einhverja manneskju allmikið). Þetta er allt í lagi en það sem mér þykir verra er þegar ég svo á grundvelli þessarar vitneskju verð að fara að ljúga fyrir vinkonu mína að einhverjum öðrum!!! Ég hélt að ég væri orðin svo gömul að engin hætta væri að maður lenti í þessu aftur (var algengara á gelgjunni)! Nú er hinsvegar svo komið að ég á góða vinkonu sem er að gera ákveðna hluti í sínu lífi sem hún vill ekki að fólkið hennar komist að. Hún bað mig að halda því fyrir mig sem er ok en nú er mamma hennar farin að hringja í mig og spyrjast fyrir og ég veit ekki hvað ég á að gera. Annars vegar er það hollustan við vinkonuna og hins vegar er það reiði við hana að koma mér í svona aðstöðu!!! Ég reyni að lifa með þeirri sannfæringu að maður beri ábyrgð á eigin lífi en mér finnst að þegar maður kemur vinkonum sínum í svona aðstöðu þá sé maður ekki að taka neina ábyrgð og hana nú!!!! Svo sit ég hér og hef áhyggjur af því að ef ég geri það sem mér finnst rétt þá tali vinkonan ekki við mig aftur. Hinsvegar ef ég geri eins og hún vill (og lýg að mömmu hennar) þá særi ég mömmu hennar! Ég er farin að forðast ákveðna staði í bænum þar sem ég gæti rekist á mömmuna þannig að ég þurfi ekki að taka ákvörðun þegar ég hitti hana. Í gær hringdu bæði systir hennar og mamma í mig. Ég talaði við systurina (sem hringdi í vinnuna) en var ekki heima þegar mamman hringdi og ekki með gemsann minn en hún skildi eftir skilaboð þar sem ég er beðin að hafa samband. Jöfla klúður!! Haukurinn segir að ég ekki ekki vera með þetta vesen, mér komi þetta ekki við en það er svo auðvelt fyrir hann að segja það. Það er jú ég sem bý alltaf til stórvandamál úr þessum litlu, heilt fjall úr smá bólu!!!!
En sem sagt ég veit ekki hvað ég á að gera og bíð eftir hugljómun þannig að allir láti mig vera og hætti að spyrja mig út þetta mál!!!!

09 júlí 2003

Þá er ég komin í vinnuna! Ég er með bullandi kvef og hausverk!! það er ekki gáfulegt svona að sumri til og nýbúin í viku fríi. En ég ákvað í morgun þegar ég var að berjast (í bókstaflegri merkingu) við að vakna að ég ætla að byrja í fríiinu mínu næsta mánudag. Sem sagt bara 3 vinnudagar í þessari viku og síðan er það fríiiiiiii! Afskaplega hlakka ég til..

Man ekki hvort ég var búin að nefna það en Viktorinn lærði nýtt á Ítalíu. Fólkið þar kyssist nefnilega af miklum móð og kyssir alla sem koma..hann situr nú og kyssir út í loftið með reglulegu millibili eins og sannur suðurevrópubúi..hehe soldið fyndið að fylgjast með honum ;))

Nú er bara að halda áfram að vinna og vinna ;)) Þarf að klára ýmislegt áður en fríið byrjar....

08 júlí 2003

Jamm bara komin heim frá útlöndum og þarf ekki að spá neitt í það undir hvaða stöfum á lyklaborðinu ég geti fundið mína íslensku stafi.
Heimferðin gekk annars mjög vel, ekkert mál að keyra í útlöndum ;) Við pabbi keyrðum að sjálfsögðu bæði þannig að við getum bæði tekið bíla og gert allskyns gloríur ef okkur dettur það í hug í framtíðinni!!
Í Svíþjóð rigndi og rigndi. það var heitt og notalegt en það rigndi og minn elskaði bróðir hélt áfram að reyna að telja okkur trú um að þetta væri MJÖG óvenjulegt. Je ræt!! Maður trúir nú ekki öllu sem manni er sagt!!!
Einsi varð auðvitað eftir hjá þeim og ég ætla að vona hans vegna að það hætti að rigna og fari að koma þetta veður sem er ALLTAF!!!!
Síðan komu Vittorio og móðir hans heim í gær. Ægilega gaman. Drengurinn með fullt af bitum eftir moskító!! En bót í máli að hann virðist ekkert finna fyrir þeim. Ég var með hann í dag og þar sem hann er lítið sem ekkert farinn að skríða og mamman heldur að það sé vegna leti (ég held að það sé rétt hjá henni) þá skreið ég með honum eins og herforingi í allan morgun. Hefur eflaust verið fögur sjón! Fyrst kom feita frænkan á gamalsaldri og síðan ungbarnið (sem ekki er feitt)! Þetta gekk vonum framar þegar hann var búinn að missa af sér undrunarsvipinn og um hádegi var hann farinn að skríða um allt! Látið mig bara taka börnin ykkar og ég skal ala þau upp haha er mar ekki uppeldisfræðingur með meiru?? hehe þetta á eflaust eftir að koma í bakið á mér síðar ;)))
Ég tók eitthvað af myndum í Svíþjóð og er að hugsa um að setja eitthvað af þeim í myndasafnið en ekki í dag, ég hreinlega nenni því ekki ;)))

Árni og María búin að nefna dótturina nýfæddu og hún á að heita Andrea Marín! Flott nöfn og til hamingju með það ;)))

Heyrði frá Ásdísi í dag og þeim gengur allt í haginn í Danmörku. þau fluttu fyrir ca tveimur mánuðum frá Þýskalandi og það er strax farið að ganga miklu betur. Bæði komin með vinnu og Benny kominn til dagmömmu. Þetta var ekki sovna auðvelt í Þýskalandi, ekkert dagmömmukerfi og Ásdís gat þar af leiðandi ekki fengið neina vinnu (sem var heldur ekki auðvelt að finna). Þarna er líka fullt af öðrum Íslendingum og hún sagði að þetta væri rosalega fínt ;)) Allflestir tala þýsku þannig að það er heldur ekkert mikið mál fyrir Axel. Þetta er gott mál ;)) Og ég óska ykkur til hamingju með þessa ákvörðun!!!!!


Powered by Blogger