Ég er komin úr sveitinni. En í gærkvöldi fór deildin mín (kvenskynsfélagar) með mig í sveitina í dekur trítment. Úff hvað ég er búin að hafa það gott. Það var sko litun og plokkun á staðnum, allir settu upp djúpmaska og svo var setið í heita pottinum með herlegheitin og gjörsamlega slappað af. Að vísu borðuðum við fyrst þann frábærasta kjúklingarétt sem ég hef fengið lengi. Þetta var hryllilega skemmtilegt og hryllilega næs ;) Húðin á mér er eins og smábarnahúð eftir þetta allt saman...
11 mars 2005
10 mars 2005
Þá er ég búin að kjósa mér nýjan rektor. Bara að vona að hinir séu jafn skynsamir og ég og kjósi hann líka. Þá er læknirinn búinn að hringja og segja mér að æxlið mitt var góðkynja þannig að ég er í fínu lagi. Assgoti er þetta góður dagur ;)
09 mars 2005
Það er að koma helgi tralalala eða svo gott sem. Mér finnst miðvikudagar skemmtilegir jafnvel þótt að á þessum guðsvolaða miðvikudegi þurfi ég að kenna á Lotus. Það er allt í lagi. Bara gaman. Fæ þá smá tækifæri til að hreyta ónotum í hugbúnaðinn haha
08 mars 2005
Í morgun fór ég til hómópata. Það var merkileg lífsreynsla. Konan pikkaði í hendina á mér í hálftíma og sagði mér síðan hvað væri að í mínu lífi. Ég fékk langan lista af drasli sem ekki er gott fyrir mig að borða og neðst á þeim lista er ÁFENGI. Jahá.. það verður nú erfitt að hætta því.. En á listanum voru líka sveppir og kartöfflur. Það verður erfiðara. Ég hélt um daginn að ég væri að breytast í svepp því ég er farin að borða svo mikið magn af sveppum. Þá væri ég örugglega hattsveppur eða berserkjasveppur.
En nú hefst nýtt líf með eintómum leiðindum. Ekkert gaman að borða. Eintóm leikfimi öllum stundum og þess á milli að skrifa ritgerð. Þetta hljómar óspennandi.
En nú hefst nýtt líf með eintómum leiðindum. Ekkert gaman að borða. Eintóm leikfimi öllum stundum og þess á milli að skrifa ritgerð. Þetta hljómar óspennandi.
07 mars 2005
Á laugardagskvöldið þá brá ég undir mig öðrum fætinum og skellti mér á Hótel Holt að borða. Skakki ætlaði að hafa pylsur en mig langaði ekki þær þannig að ég fór bara á Holtið. Þar fékk ég einhvern afmælismatseðil sem var alveg brilljant. Þetta voru svona margir réttir sem hafa verið á matseðli Holtsins sumir hverjir í 40 ár. Allt svona miniturar af mat og allt rosa gott. Ég át meira segja snigilinn og rétt mundi eftir að skyrpa út úr mér skelinni. Ég gæti alveg borðað þarna á hverjum degi því maturinn var svo góður.
Eftir matinn fór ég á NASA. Hef aldrei ratað þar inn fyrr og er helst á því að ég verði ekkert alltaf þar.. þó ég verði alltaf á Holtinu. Paparnir voru að spila og þeir voru skemmtilegir en það er einhvernveginn þannig með taktinn hjá þeim að það er eins og maður festist í einhverju hliðar saman hliðar spori og komsit ekki úr því aftur. Gaman samt. Það var einn maður nærri dáinn á fótunum á mér enda eru þetta glæsileggir sem ég er með og engin furða að maðurinn missti sig. Ég var samt hræddust um það að hann myndi æla á mig áður en hann var fjarlægður af skeleggum dyravörðum. Þarna var alla vega fólk, bæði mjótt og feitt og lítið og stórt, gamalt og ungt. Sem sagt allavega fólk. Mér var samt farið að leiðast eftir smátíma. Fannst þetta nú eiginlega frekar tilgangslaust allt saman og lítið breyst síðan ég stundaði staðina grimmt fyrir 104 árum eða svo. Held ég hafi ekki misst af neinu við að flytja í sveitina og hætta að fara á böll.
Skoðum kökur á sunnudag. Mikið gaman.
Eftir matinn fór ég á NASA. Hef aldrei ratað þar inn fyrr og er helst á því að ég verði ekkert alltaf þar.. þó ég verði alltaf á Holtinu. Paparnir voru að spila og þeir voru skemmtilegir en það er einhvernveginn þannig með taktinn hjá þeim að það er eins og maður festist í einhverju hliðar saman hliðar spori og komsit ekki úr því aftur. Gaman samt. Það var einn maður nærri dáinn á fótunum á mér enda eru þetta glæsileggir sem ég er með og engin furða að maðurinn missti sig. Ég var samt hræddust um það að hann myndi æla á mig áður en hann var fjarlægður af skeleggum dyravörðum. Þarna var alla vega fólk, bæði mjótt og feitt og lítið og stórt, gamalt og ungt. Sem sagt allavega fólk. Mér var samt farið að leiðast eftir smátíma. Fannst þetta nú eiginlega frekar tilgangslaust allt saman og lítið breyst síðan ég stundaði staðina grimmt fyrir 104 árum eða svo. Held ég hafi ekki misst af neinu við að flytja í sveitina og hætta að fara á böll.
Skoðum kökur á sunnudag. Mikið gaman.