Í gær brá ég mér í Hagkaup að kaupa lopapeysublað (sem ég fékk ekki því í garnadeildinni var verið að telja görnin) og þegar ég var á fullu spani um búðina sá ég út undan mér pínulítinn hund sem ég gjörsamlega og algerlega féll fyrir. Ég er ekki mikil svona loðdýrakona en sumt verður maður bara að eiga:
Á þessari mynd sést svo ekki hver ástæðan fyrir gífurlegri löngun minni þannig að ég tók líka mynd af fötunum hans:
Já hann er í kínverskum jakka þessi elska. Sætum bleikum kínajakka og hann fór með mér heim. Í gærkvöldi klappaði ég honum fram og aftur og sá að hann yrði flottur sem fyrsta dót handa unganum þar til ég uppgötvaði að á honum var varúðarmiði (sem ég klippti í burtu því ég vil ekki rusla á hundinum mínum) að hann sé ekki fyrir yngri en 36 mánaða því hann fari úr hárum. OH mæ GOD hann er sem sagt algerlega minn. Ég þarf ekki einu sinni að þykjast hafa keypt hann fyrir Ungann því Unginn á ekki að fá neitt sem hann getur meitt sig á eða setið með fullan munn af hárum. Ég er því stoltur hundaeigandi og hundurinn minn er í bleikum kínajakka...
Á þessari mynd sést svo ekki hver ástæðan fyrir gífurlegri löngun minni þannig að ég tók líka mynd af fötunum hans:
Já hann er í kínverskum jakka þessi elska. Sætum bleikum kínajakka og hann fór með mér heim. Í gærkvöldi klappaði ég honum fram og aftur og sá að hann yrði flottur sem fyrsta dót handa unganum þar til ég uppgötvaði að á honum var varúðarmiði (sem ég klippti í burtu því ég vil ekki rusla á hundinum mínum) að hann sé ekki fyrir yngri en 36 mánaða því hann fari úr hárum. OH mæ GOD hann er sem sagt algerlega minn. Ég þarf ekki einu sinni að þykjast hafa keypt hann fyrir Ungann því Unginn á ekki að fá neitt sem hann getur meitt sig á eða setið með fullan munn af hárum. Ég er því stoltur hundaeigandi og hundurinn minn er í bleikum kínajakka...