Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

11 febrúar 2005

Það er að koma helgi ligga ligga lá.... Einu sinni sungu allir "frá frá Fúsa liggur á". Þar sem ég er hálf heyrnarskert á svona setningingar hélt ég alltaf að þetta væri "frá frá húsavíkur á" Fannst nákvæmlega ekkert athugavert við þá setningu enda bjó ég á Húsavík á þeim tíma. Held samt að það hljóti að hafa verið hálf fyndið að heyra mig syngja það fullum hálsi.

Við Skakki fórum og heimsóttum ömmu hans í gær. Hún notar orð sem ég norðlendingurinn hef aldrei heyrt. Eins og "lyfin voru geymd í konfúlettu". Það er eiginlega synd að mörg svona orð skuli dottin út úr málinu og í staðinn eru komin orð sem eru einhvern veginn ekki eins hljómmikil. Maður heyrir heldur ekki marga segja lengur "i den tid var þetta svona". Hvað þá að fólk noti orð eins og "þau voru að grilla á balkaninu" ekki það að margir hafi verið að grilla í gærkvöldi.

Og að síðustu verð ég að betala mig um það hvað það eru flottir skartgripir í Jens. Úlala það er hreinlega gaman að smella sér þar inn annað slagið og skoða.....

10 febrúar 2005


vetur Posted by Hello

Hver misskildi þetta með snjóinn? Ég hélt að það hefði orðið samkomulag milli okkar að það ætti ekki að snjóa meir á þessum vetri. Ég hef bara ekki tíma á morgnana til að standa í þessari hægkeyrslu á eftir sveitavargnum sem þorir ekki að keyra hratt í þessari "færð" hrmp

Annars fór ég að skoða íþróttaföt í gær og ég komst að því að feitabollur eiga ekki að vera í flottum íþróttafötum. Ég hef alla tíð fram að þessu verið í gömlum bolum og ljótum buxum sem ég gæti ekki látið sjá mig í annarstaðar en í gymminu (haha) og ég hef alltaf gefist upp. Því ákvað ég núna að gera þetta með stæl og kaupa mér eins og einar flottar buxur og hvað er þá málið? Jú það er einfaldlega það að feitabollur eiga ekki að vera í flottum íþróttafötum því þær eiga eflaust bara að vera heima sér í stað þess að eyðileggja lúkkið á þessum stöðum. Ég var því nokkuð vansæl heima hjá mér í gær. Því núna er ég ekki bara feitabolla heldur líka hallærisleg. það er sko banbæn blanda að mínu mati! Skakki sagði þetta vera lítið mál: Feitabollur ættu bara að æfa í skokkum sem næðu niður að hnjám! Já, já sjáið mig í anda í skokkdruslunni? Þar sem hæð mín er ekki mikil þá næði téð drusla mér niður að tám í stað knjáa og ég myndi detta um faldinn þegar ég færi að hlaupa á brettinu. Þá væri ég ekki lengur bara feitabolla, og ekki heldur bara hallærisleg feitabolla í ljótum íþróttafötum, nei þá yrði ég slösuð feitabolla í ljótum íþróttafötum hrmp

Ég spyr því eins og fávís kona í barnsnauð, hvert fara feitar konur til að kaupa sér sæmilega útlítandi æfingaföt?

09 febrúar 2005

Ég hefði átt að tuða meira yfir vini mínum, mínum sérlega einkalækni dr.börn.is. Haldiði að hann hafi ekki hringt í gær til að segja mér að ég þurfi að koma í aðgerð. Hér var ég búin að búa mig undir svona tveggja mánaða biðtíma og þá ætlaði ég að reka á eftir honum. Að vísu þarf ég að bíða eftir bréfi frá Lansanum og eflaust að ýta á eftir því. En kommonn að fá símtal svona fljótt er alveg ótrúlegt...

Ég fékk heimsókn frá Spidermann í gær


Spidermann var víst í hópi 20 annarra lítilla Spidermanna í morgun á leikskólanum. Ég held samt að þetta sé eini sénsinn sem ég hef á því að vera föðmuð af þeim eðalmanni Spiderman




08 febrúar 2005

Ég vaknaði frekar illa í morgun. Það eru týndir sex menn á hafi úti á skipi frá okkur. Skipið sokkið og ekki vitað um afdrif þessara manna.


Powered by Blogger