Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

18 apríl 2008

Síðustu sex mánuði hef ég farið í þrjú atvinnuviðtöl. Tvö fyrir áramót og eitt eftir áramót. Fyrir áramót var mér boðið annað starfið og hitt kom ekki til greina vegna ýmsissa atriða. Þriðja viðtalið hafði þau eftirköst að mér var boðið starfið. Það verður að teljast nokkuð góður árangur að vera boðið tvö störf af þremur. Ég ætti kannski að leggja meiri áherslu á þennan þátt þegar ég er að kenna fólki að sækja um vinnu haha. En núna er ég sem sagt í þeim vandræðum að ég veit bara alls ekki hvort ég eigi að taka þetta starf. Auðvitað er það bara fyrirsláttur hjá mér því mér dreplangar í það, hefði ekki sótt um það nema af því mér fannst það spennandi. En núna er ég orðin svo vön því að hafa ákveðið frelsi til athafna (hljómar vel þessi setning) að ég veit bara ekki hvernig ég kem til með að funkera innan um 9-5 menninguna. Best að klára að hugsa: hugs hugs

15 apríl 2008

Ég er frosin í hel og mér á ekki eftir að hlýna aftur fyrr ene ftir langan tíma. Ástæðan er enn ein brunaæfingin og nú tókst mér að komast út, að vísu væri ég með reykeitrun ef þetta hefði verið raunverulegur eldsvoði en ég er samt stolt af því að hafa fattað sjálf hvað var að gerast. SEINT og um síðir.

jej það er komið sumar. Eða það sögðu veðurfræðingarnir. Ég hefði hinsvegar getað svarið þegar ég var að skafa hrímaða bílrúðuna í morgun að mér finnst enn vera vetur. En þetta hlýtur að fara að koma. Tengdó vill fara með mér á golfnámskeið. Ég er til í það. Ég er nefnilega gott dæmi um þennan endalausa byrjanda í goldi sem kemst ekkert áfram og er alltaf á einhverju núllstigi. Golfkennarinn þarf hinsvegar að komast í gott frí og ég vil endilega leggja mitt af mörkum til þess að það sé hægt, með því að sækja enn eitt námskeiðið. Svo er bara að hefja upp kylfudrusluna og reyna einu sinni enn.

14 apríl 2008

Nýr dagur og ný vika. Snjórinn sem var í gær er næstum horfinn. Ég er orðin þreytt á snjó. MJÖG þreytt. Framundan er vika full af verkefnum og spennandi fólki. Ég endaði síðustu viku á því að fara til spákonu sem spáði mér gulli og grænum skógum eða ekki. En hún veitti mér nýja sýn á ákveðnar hugmyndir sem ég hef verið að veltast með og ég ætlaði að nota helgina til að taka ákvarðanir í fleirtölu. Tók engar því við Beitla Uuuun vorum önnum kafnar í mæðra og dætra hlutverkum. Á sunnudaginn hitti ég reykjavíkurdeild hóps 16 og það var gaman. Hef ekki náð að hitta þau svo lengi þar sem ég er alltaf að vinna. Stelpurnar okkar eru svo flottar, allar með tölu, bæði litlu og stóru. Og líka Eini, hann er alltaf flottur. Svoldið komiskt að Unginn skuli kalla hann Eina þar sem hann er eini strákurinn í hópnum.

Núna er best að klára undirbúning fyrir kennsluna í dag.


Powered by Blogger