Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

14 nóvember 2003

Hrönn ætlar að hefna sín en það gengur sko ekki:
Hvað var spilað í hléunum, ABBA eða Brimkló?
Ó nei í hléunum var sko spilað Orb og Orbital og eitthvað Jazz sem ég kann ekki að nefna en er ægilega fínt ;)

Hrönn segir:
Við fengum ungan mann (18 ára) í heimsókn í gærkv. Hann var rosalega upprifinn af þessum tónleikum með þessum Muse.Ég bara hafði aldrei heyrt þá nefnda,og fór að hugsa að ég hlyti að vera orðin gömul

Huh gömul hvað? Músík fer ekki eftir aldri (nema ef talað sé um Línu Langsokk og fleiri á gleðigjafardiskinum fræga). Ég á bágt með trúa að einhver hafi ekki heyrt MUSE hehe Annars er það kannski ekki að marka, haukurinn er búinn að spila þetta stanslaust (með pínkulitlum hléum) frá því síðasta vetur.

Svo kemur Meinvill stórvinkona mín,kona á fimmtugsaldri, unglingurinn eilífi og er að fara á þessa tónleika.Meinvill þú ert glæsileg.

Huh það á ekki að núa fullorðnum konum upp úr aldri þeirra. Hér sit ég kvöld eftir kvöld og reyni að halda mér við í unglingatískunni (MUSE er líka fyrir gamla). Þetta er heilmikil vinna. Ég þakka hrósið þótt þetta um aldurinn hafi verið látið fylgja með. Ég reyni að standa mig í stykkinu

MUSE
Ég fór og stóð í röð. Til að kaupa miða. Til að komast á tónleika. Í desember. Já,já hversu skemmtilegt er lífið hjá manneskju sems tendur í RÖÐ í rúman klukkutíma til að kaupa sér miða á eina tónleika?

Hmmm á skalanum 1-10 held ég að það hljóti að vera 1-2. Svo einfalt er það. Annars fékk ég miða í stæði. Stúkumiðar allir uppseldir löngu áður en ég komst að buhuhuh Ég vil vera í stúku. Ég er löggilt gamalmenni sem vil sjá tónleika sitjandi og kannski standa upp annað slagið og hrista annan fótinn eða kinka kolli.

Auður stóð með mér og við ræddum um heimsmálin meðan við biðum. Krufum nokkrar bækur og dáðumst að lúðalegum ungmennum með svefnpoka undir annarri hendi og tjaldstóla undir hinni.

Þá spratt upp ástkær frændi minn án stóls og svefnpoka. Hann leit úr fyrir að vera alveg lost yfir þessu öllu og því bauðst ég uppáhaldsföðursystirin til að kaupa fyrir hann miða. Hann þáði það og hvarf, ég sá undir iljarnar á honum, rétt náði af honum pening fyrir miðunum.

Við verum að fara á MUSE tralala



13 nóvember 2003

Andsyggileg og illa innrætt
Málið er einfalt. Ég er illa innrætt og andstyggilega þenkjandi svona dagsdaglega. Þetta truflar mig lítið og enn minna þá sem ég umgengst þar sem ég held mínum andstyggilegu hugsunum svona yfirleitt fyrir mig sjálfa. Núna hlakkar í mér kvikyndisskapurinn og ég nærri því skammast mín en samt ekki nógu mikið til að hætta að hlakka.

Ástæðan?

SprinkleNetwork! Fólk vælandi í blöðunum yfir að hafa verið svikið. Jamm það er eflaust rétt, þetta fólk fær ekki peningana sína til baka, en.. og það er stórt EN.. Hversu heimskt getur fólk verið? Er ekki marg búið að sýna fram á að það verður enginn ríkur án þess að hafa fyrir því? Hversu margir pýramídar hafa ekki komið til landsins í einhverju formi á síðastliðnum 10-15 árum? Og alltaf er einhver sem hugsar „WOW þetta lítur vel út. Kostar BARA milljón og ég þarf ekkert að gera nema sitjast heima í sófa og blaða í bæklingum svo ég geti ákveðið hvert ég eigi að fara þegar peningarnir fara að streyma inn”.

JEAH ræght. Peningarnir streyma inn NOT og það er bara svo einfalt. Og að fólk skuli setja 8 milljónir í svona bull sem engu vatni heldur, þaðer gjörsamlega fyrir ofan minn skilning. Og leyfir sér svo að koma í fjölmiðla og væla yfir heimsku sinni og vonast til að fólk vorkenni þeim. Minn andstygglegi hugur segir „gott á þig aulinn þinn”.

Annars er ég að vísu einum of lítið fyrir að fjáfesta peningana mína, ég vil eyða þeim og hef stundað það vel frá því ég fékk fermingarpeningana mína endurgreidda frá ríkissjóði og þeir höfðu horfið og þar með tiltrú mín á ávöxtun peninga.

Ég er af þeirri kynslóð sem átti að taka frá peninga og fjáfesta í einhverjum fínum bréfum frá ríkissjóði og 10 árum seinna fengum við þá til baka með vöxtum. Þegar ég fékk mína peninga til baka var það nóg fyrir strætókorti og bíómiða. Sænski nýbúinn bróðir minn átti heldur minna og hans dugði bara fyrir strætókortinu. Já, já eflaust hefur þetta breyst en ekki hugsunin mín. Ég missti trúnna og get stolt sagt að ég hef aldrei átt neitt á banka síðan, eða í verðbréfum eða SPRINKLE NETWORK sem er jafnvel vafasamara heldur en ríkisbréfin. Ég sem sagt hef ekki nokkra vorkunn með þessum fávitum sem eru að „fjárfesta” í einhverju sem það veit ekki hvað er.

Verð samt að taka ofan fyrir þeim sem eru svo óheiðarlegir að geta búið til svona bull sem fólk gleypir hrátt. Og geta staðið með sakleysissvið og sagt að þetta taki X mörg ár að koma í ljós. Og á meðan leika þeir sér að peningunum og glotta yfir heimskingjunum sem trúa þeim.

Hvað er langt síðan íslenski strákurinn var að reyna að pranga einhverju svona inn á landsmenn og fólk rauk til og sendi honum peninga í massavís sem hann svo eydd í sjálfan sig eða þar til einhver fékk efsemdir og klagaði til löggunnar að einhver væri að stela peningunum þeirra. Það er ekki stuldur ef ég er svo heimsk að rétta einhverjum peningana mína og segi „hérna er milljón. Þú mátt eiga hana og ég fæ svo tvær milljónir eftir ár?”

12 nóvember 2003

Meira um sjónvarp
Einu sinni horfði ég rosalega mikið á sjónvarp. Ég átti líka vídeó og notaði það óspart. Við vinkonurnar (Þáverandi formenn þáverandi starfandi ASMA félagsins) hittumst MJÖG reglulega og horfðum á sjónvarp eða vídeó.

Þetta breyttist allt mjög skyndilega þegar ég flutti í kofann í Kópavoginum. Kofinn var fínn (fyrir utan að rafmagnið var stórhættulegt, hann hélt ekki regni og á veturnar mætti fólk í lopagalla með lopateppi undir hendinni), stórfínt að búa í svona litlum kofa. En það sem ekki var fínt var að sjónvarpsútsendingar voru hreint út sagt afleitar. Hluti af því var náttúrulega sú staðreynd að kofinn stóð beint undir aðflugsleið Reykjavíkurflugsins (alltaf jafn fyndið að sjá fólk beygja sig niður þegar það gekk út um dyrnar ef flugvél flaug yfir um leið)hin skýringin var eflaust einfaldari en hún er sú að það var ekkert loftnet.

Eftir að hafa reynt við þetta í nokkra daga (meinvill býr ekki yfir mikilli þolinmæði í garð annara tækja en tölva) þá slökkti ég á sjónvarpinu og ákvað að bíða eftir því að sænski nýbúinn (sem þá var ekki orðinn sænskur nýbúi heldur bara heimilisfaðir í Kópavoginum með útleigu á kofahýsi sínu í garðinum) gerði eitthvað í málinu.

Fimm árum seinna fótbrotnaði kona hans, ófrísk að frænkukorninu sem stjórnar í sænska velferðarríkinu. Nýbúinn sá að við svo búið mátti ekki standa og klangraðist (er það orð?) upp á þak og setti upp loftnet. Nú gat kona hans setið ófrísk í nýjum stól (hann keypti líka stól, hefur eflaust þjáðs af samviskubiti vegna sjónvarpsins) og horft á sjónvarpið. Systir hans í kofanum (ég) gat líka horft á sjónvarpið, en á þessari stundu var ég orðin svo vön að horfa ekki á sjónvarp að ég gleymdi mér.

Núna er ég flutt í Hafnarfjörðinn. Ég lánaði Armour vídeóið mitt og gaf Auði sjónvarpsgarminn (sem stendur fyrir sínu þarf bara að hitna aðeins áður en mar fer að horfa). haukurinn á sjónvarp og vídeó og hann gaf mér dvd þegar ég fór á spítalann. Ég horfi samt enn mjög lítið á sjónvarp.

Samt eru ca þrír þættir sem mér reyni að sjá ef ég man eftir því á hvaða dögum þeir eru (svona þriðja hvert skipti). Þetta eru Andy Richter rules the World en þar ræður undarlega steiktur húmor ferðinni. That 70´s show sem er hrein geggjun að mínu mati og síðan er það nýtilkomið að mér finnst gaman að horfa á hommana laga karlmennina á skjá einum (ekki kallana á skjá einum heldur er þátturinn þar).

Mér finnst alveg ótrúlegt að sjá hverskonar svínastíur fólk býr í. Oh mæ god. Ég er með MJÖG háan tiltektarþröskuld en þetta slær út öll mörk. Hvar finna þeir þessa karlmenn? Sá sem var í gær var með svo skítugt baðherbergi að ég hefði ælt ef ég hefði lagt leið mína þar inn. Ég hefði definatly ekki getað pissað ojojoj. Ég reikna nú ekki með að ég horfi á marga þætti af þessu, en ég er búin að sjá 3 og finnst enn athyglisvert (yfirleitt er ég búin að fá leið eftir þrjá þætti).

Það sem ég skil ekki er hvernig geta þeir komið við þetta skítuga dót sem gaurarnir eiga? ojojoj Skítug föt og allskonar rusl. Og hrollurinn sem einn fékk í gær þegar hann stakk hendinni bak við sessuna í sófannum og rakst í hárkúlu ojojojoj ég fékk líka hroll sitjandi í mínum latadreng.

Þetta er sem sagt sjónvarpsefni vikunnar heima hjá mér úff ekki mjög uppbyggjandi hehe

ps ég gleymdi atvinnumanninum en mér finnst hann fyndinn. Hann fer svo í taugarnar á mér að ég verð að sitja á höndunum á mér til að öskra ekki allan tímann (tala mikið með höndunum). Hann er svo gjörsamlega út í hróa að ég dýrka hann. Hann var ekki góður fyrst, en ég horfði samt. Síðustu þættir eru hinsvegar mun betri og nú er þetta farið renna smurt hjá honum. Og hugmyndin með múnið úr bílgluggunum, það er óborganlegt. Ekki sem slíkt, þetta er auðvitað smástrákahúmor. Það er hinsvegar svipurinn á Þorsteini sem gerir þetta óborganlegt, hann gjörsamlega trúir ekki sínum eigin augum og getur varla haldið þræði í því sem hann er að segja. Þetta er atriði ársins ;))

11 nóvember 2003

Ég sé að Auður (934) er sammála mér um Dr. Phil.
Dr. Phil er alveg ömurlegur. Karlgreyið. Þetta er ekta kani, rangeygur í gallabuxum og með patentlausnir á öllu
Ég komst nú ekki alveg svona sterkt að orði en þetta nær nú samt hugsuninni hjá mér ;)) Mér finnnst patentlausnirnar svo sem allt í lagi, það er bara þetta með svona glamúrinn eftirá, að vera sýna sig sig svona...Hjá mér er allt í lagi, sjáið hvað ég og konan mín erum hamingjusöm.....ohhhhh ég fæ svona kuldahroll sem hríslast niður bakið á mér.

Ég er svo illa innrætt að alltaf þegar ég fæ svona sjov frá fólki, hvort sem það er í sjónvarpinu eða í rauntíma þá er ég viss um að það sé eitthvað meira en lítið að. Reikna nú samt með að allt sé í fínu lagi á heimavígstöðvunum hjá doktornum. Alla vega þá hefur hann þessa fínu aðstöðu til að vinna úr málunum ef svo er ekki.

Auður segir líka:
- sem nota bene hann setur í bókina sína sem rokselst öllum þessum klappandi hálfvitakvenmönnum (ok, vinnufélagar Önnu eru ekki hálfvitakvenmenn).
Jú, jú þær eru allar hálfvitakvenmenn hehe, ætla rétt að vona að ÓRÓ og Armour taki ekki upp sverðið (glott glott)

ps. flott nikk hjá þér Auður - 934
hehe

Ég er svo gjörsamlega búin að skila af mér verkunum sem héldu vöku fyrir mér alla helgina að ég get ekki byrjað á einu öðru. Einn bunkinn á borðinu er farinn að hrópa eftir athygli en ég sný mér bara aðeins á hlið og þá sé ég hann ekki. Gæti verið að ég hafi unnið yfir mig? haha glætan ;)

Athyglissjúki bunkinn á borðinu hjá mér er stútfullur af verkefnum sem sum eru hálfunnin og önnur algerlega ekki byrjað á. Og hvar byrjar maður þá? Nú á netinu auðvitað hehe

Í vinnunni hjá mér eru allir að tala um Dr.Phil. Hann ku vera æðislegur og leysa öll vandamál sem fólk hefur í einni svipan. Ég hef bara séð tvo eða þrjá þætti og í öllum tilfellum kom ég inn í lokin og þættirnir enduðu með því að dr.Phil labbar út úr salnum undir dynjandi lófataki, stoppar við hjá einhverri konu og leiðir hana út og þá tryllist allt.

Það tók mig næsta þátt að fatta að þetta er konan hans og þá langaði mig til að gubba OJBARA hversu væminn getur maður verið? Þetta litla atriði varð til þess að ég get ekki horft á þáttinn, því ég er alltaf að bíða eftir endinum þar sem hann labbar með konunni sinni út og allir klappa. OJOJOJOJ

Kannski gerir hann þetta ekkert í hverjum þætti, ég veit ekkert um það, ég veit bara að hann hefur gert þetta í þeim þáttum sem ég hef séð. Ég er líka að pæla, hefur kellan ekkert betra að gera en sitja í áhorfendahópnum og horfa á manninn sinn vera með sálfræðisession í sjónvarpinu? Gett á læf plís.

Þetta var of ammerískt fyrir mínar taugar og ég hef ekki horft á þetta síðan, en ég hlusta á stelpurnar í vinnunni spjalla fram og til baka um þetta, greinilega ægilega gaman en í huganum á mér sé ég bara Dr.Phil rétta út hendina, konan tekur í hana og hann togar hana á fætur og saman ganga þau út í sólsetrið!!!!!!!!!!!

10 nóvember 2003

Auður skrifar í gleðikasti
I'm 934!!!!!

Haha og ég líka. Þetta er sem sagt tekið upp úr þessum fína þætti um það hvernig mar eigi að pirra fólk með góðum og eftirminnilegum hætti. Annars þarf ég svo sem ekki á svona kennsluefni að halda því einhvern veginn hef ég þann fína hæfileika að mér tekst ágætlega að pirra fólk, meira segja alveg óvitandi og án þess að ætla mér það. Það er góður hæfileiki, alla vega stundum.

Annars fór ég í enn eina blóðprufuna í dag. Það er merkilegt að miðað við að ég er fullfrísk kona á besta aldri hvað þessar vampýrur hafa mikinn áhuga á blóðinu mínu. Þær finna alltaf eitthvað nýtt. Það eina góða við þetta allt saman er, að ég gæti ekki orðið veik því því það það er svo vel fylgst með.

Í dag spurði ég vampýruna hver væri munurinn á „stóru" blóðprufunni og þessari sem ég var í, í dag. Hún sagði lítinn mun þar á, stærsti munurinn væri eigilega að í „stóru" blóðprufunni væri notuð mjög stór nál, ekki svona lítil. Það væri eini munurinn.

Halló, halló og er þetta til að láta manni líða betur? Mér finnst þessar venjulegar nálar alveg full nógu stórar. Svo bað hún mig að passa að koma ekki á fastandi maga, þá yrði allt í lagi. Púff hvað ég er fegin. Bara éta nóg (ekki að mér leiðist það) og síðan gleðjast yfir STÆRRI nál. Já, já lífið er dásamlegt og eitthvað í ætt við konfektmola. Held það séu engar flöskur eftir í mínum kassa, bara piparmynta haha

Annars er læknisgarmurinn sem á að heita minn læknir, alltaf jafn utan við sig. Ég sá hann síðast í maí og þá sátum við bæði og glöddumst yfir eggjum og allt það. Í dag kom garmurinn brunandi inn þar sem ég sat og beið eftir vampýrunni og bókstaflega ljómaði þegar hann sá mig (verð að viðurkenna að ég er alltaf jafn ómannglögg og tók því smá stund að sökkva inn hver þetta væri) og hann spurði „Ertu að koma í sónar?"

Maðurinn er hálfviti, ég er alveg komin á þá skoðun. Hann er eflaust einn sá besti í faginu en hann er hálfviti engu að síður. Nógu mikla áherslu lagði hann á það að „ég er læknirinn ÞINN. Aðrir læknar koma til með að sinna þér, en ÉG er læknirinn ÞINN". Jamm, jamm og læknirinn MINN hefur alveg misst af því hvar ég er í lífinu og heldur að ég sé komin í sónar! Það er ekki skrítið þó ég missi annað slagið trúnna á þessa skrípla!

Annars er ljótt af mér að vera skammast út í hann, hann getur ekkert gert að því hvað hann er utan við sig. Ég er líka stundum utan við mig, haukurinn segir ég sé „stundum örlítið sunnan við sjálfa þig" HUH

Ég hef smá tíma aflögu og ætla að nota hann vel. Það kemur að vísu ekki til af góðu, ég er nefnilega að bíða eftir að tölvan klári að telja dálka í excel. Já spyr sá sem ekki veit. Ég hef ekki hugmynd um það hvað hún er að gera. Það er allt frosið nema þessi talning og svo ástkæra bloggið mitt. Ég þori ekki að gera shutdown því ég er með annað excel skjal öllu dýrmætara undir þessu talningarskjali og man ekki hvort ég var búin að vista nýjustu breytingarnar. Þess vegna er ég hér ;)

09 nóvember 2003

Þá er þessi fína helgi að niðurlotum komin. Loksins að koma að pásu hjá mér ;) Ég er búin að vera að vinna og læra og læra og vinna og allt það. Held ég sé búin með bæði fjárhagsáætlunina sem ég átti að skila á föstudag en frestaðist því það bættust óvænt við einhverjar milljónir sem þurfti að troða inn með góðu eða illu og svo ér ég búin að kóða eitt viðtal og gera greiningarblað JIBBÍ Var sko ekki viss um að ég myndi takast að klára þetta en það hafðist og ég ætla að eiga frí í kvöld með hauknum mínum sem er að elda fyrir mig og situr sofandi og bíður eftir að steikin klárist ;))

Fór á nornafund á föstudag og ég fékk þessa fínu spá. Við fengum að vísu allar fína spá en ég er hinsvegar ekki vön að fá svona fína. það var bara allt jákvætt og allt í tómri gleði og hamingju. Meira segja peningamálin voru súper jákvæð og ég held að hinar nornirnar hafi verið jafn gapadi og ég yfir því. Allt heppnast sem ég tek mér fyrir hendur á næstunni. hmmmm held ég fari bara að kaupa mér lottó því það er eina leiðin til að peningarnir breytist því ég á ekki happdrættismiða og fæ ekki launahækkun í bráð. Ég nefnilega gleymdi að storma inn þarna á kvennadaginn og heimta kauphækkun. Það var svo mikið að gera ;))

Annars komu Umhverfisfræðingurinn og listmálarinn í heimsókn í gærkvöldi og það var ægilega gaman. Við töluðum um bækur (nema hvað) og horfðum á Listina við að pirra fólk. Það er einn þátturinn í því sem mér finnst ógeðslega fyndinn. það er sko eld eld gömul kona í spurningaþætti hjá einhverjum nett pirruðum þáttastjórnanda og hún misskilur allt sem hann segir og skrækir svo alltaf með reglulegu millibili "Im 92" "Im 106" "Im 334" og hann verður alltaf pirraðari og fúlli. Alveg virkilega grand!


Powered by Blogger