Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

26 september 2003

Maður er alltaf að prufa eitthvað nýtt. Fór í fyrsta skiptið í brjóstamyndatöku í morgun og konan var svo ægilega glöð þegar ég missti út úr mér í lokin að ég hefði átt að kvíða meira fyrir þessu. Hún brosti allan hringinn og við urðum vinkonur á staðnum. Það þarf oft ekki mikið til að mynda góð bönd hehe, enda svo sem hægt að segja eins og er að það er varla hægt að komast nær manni heldur þegar verið er að hnoða einu stykki brjósti undir einhverja plötu.

Ég fór líka í hinsegin skoðun, þ.e.a.s. almenna krabbameinsskoðun og það var ekkert mál því það er kominn góður skilningur hjá mér varðandi þessa gerð skoðunar. Hins vegar datt ég úr stólnum að skoðun lokinni haha. Læknirinn og aðstoðarfrúin urðu skelfingu lostin og konan margstrauk á mér hendina og spurði hvort ég væri ekki í lagi hehe Ég þorði ekki að hlæja en sagði þeim að mér hefði bara legið svo mikið á að komast aftur í nærfötin hehe Held að lækninum hafi þótt það fyndið en konunni var enn svo brugðið að henni stökk ekki bros. Hún sá ábyggilega fyrir sér lögsókn að hætti amerískra vina okkar hehe

25 september 2003

takkaóður fjandi tralalala með æði fyrir tölum...
Nei svona í alvöru talað þá er ég rosalega hrifin af tölum og tölulegum upplýsingum. Reikna með að flestum finnst þetta ótrúlegt þar sem ég er um leið með reikningsfóbíu, en tölulegar staðreyndir eru ekki reikningur þær eru svona meira í ætt við upplýsingar og ég er upplýsingafíkill!

Núna er komin út skýrsla frá landspítalanum Háskólasjúkrahúsi um fæðingarskráningar fyrir árið 2002. Þar á meðal eru tölur varðandi tækilegar fæðingar og þær eru heldur sláandi. Það er jafnframt tekið fram í skýrslunni að við Íslendingar séum með hæstu tölur. jamm og já, hér koma þá tölurnar:

Af 309 konum sem fóru í tæknisæðingu á síðasta ári voru 33 sem tókst að eignast barn það eru alls 10,7%.

Þetta er ekki há prósenta eða hvað?

það er ekki tekið fram hversu oft hver kona fór og ég reikna með að ekki sé um 309 konur að ræða því margar fara 2-5 sinnum. En sem sagt, 10,7% líkur á því að meðferðin gangi!

Af 150 sem fóru í glasafrjóvgun þá voru 37 sem áttu barn (börn), það eru 24,7% líkur. Þarna eru sem sagt heldur meiri líkur en samt ekki mjög háar.

jamm svona er nú staðan, tölulega séð eru ekki miklar líkur á að aðgerð heppnist. En mér finnst gott að hafa svona tölur, þoli ekki að vita ekki hvar ég stend. Læknarnir segja nefnilega alltaf eitthvað kjaftæði um uppsafnaðar líkur og góðar líkur og þetta lítur vel út. Þetta í skýrslunni eru hinsvegar beinharðar staðreyndir og það finnst mér flott!

Það er komin sól tralalala og frost tralala... bara skafi skaf í morgun, ægilega gaman! Ég er búin að rúnta um allan bæ, starta einu námskeiði uppi Breiðholti og margt fleira og klukkan er ekki orðin 10. Hvar endar þetta allt saman?

Í gær var smíðanámskeið hjá systur jólakonunnar. Það var ægilega gaman og við veltum fyrir okkur slúðrinu í Séð og Heyrt og getum ómögulega áttað okkur á því hvort það sé grín eða ekki. Það er ekki neitt slúður um okkur sjálfar því við gerum aldrei neitt af okkur (haha).

Annars er jólakonan á fullu að undirbúa partý með sérstöku þema og heyrst hefur að ráðgjafinn stefni líka á partý. Þetta verður ægiskemmtilegur mánuður, eða ég vona það ;)

Stressið er svo sem ekkert minna en í gær en það er undir betra kontról samt. Núna sit ég og hlæ að hugmyndinni um að skila leiðbeiningum um nýtt tölvukerfi eftir 4 daga eftir að hafa séð kerfið í fyrsta skiptið í gær. held samt að hér sé um að ræða einhvern taugaveiklunar hlátur haha

24 september 2003

Uss hvað það er mikið að gera núna. Mig vantar soldið miklu fleiri tíma í sólarhringinn! Þetta virkar á mig þannig að ég er í eilífu stresskasti, það væri nú mesti munur ef það gæti haft áhrif í þá átt að ég væri að minnka í ummáli haha

Einu sinni fékk ég svona stresskast þegar ég var að vinna hjá bankanum. Ég vildi ekki vera gjaldkeri en yfirmönnum fannst ég einmitt MJÖG gott efni í gjaldkera. Ég fór í þvílíkt stresskast að ég hætti að éta, mjög einfalt. Ég var með stöðugan hnút í maganum alla daga og þurfti þar af leiðandi ekki að éta neitt því maginn var fullur af kvíða. Svona líður mér einmitt núna. Þetta er hinsvegar búið að vera svo stutt að ég veit ekki hvort þetta hefur áhrif á lystina en ég er að vona það, tralallala. kannski verð ég orðin gönn um jólin je ræt!

Í bankanum fóru yfirmennirnir að hafa áhyggjur þegar frúin var sjánalega orðin grenni en áður en hún fór að gjaldkerast. Ég ætla að setjast aftur á bak í stólnum mínum og bíða eftir að þetta gerist aftur!

22 september 2003

Köflótt og fleira
Ég er í köflóttu pilsi loksins! jamm rétt er það, ég fann loks pils sem passaði bæði við mig og fjárhaginn. Það er að vísu allt, allt öðru vísi en það pils sem ég í upphafi ætlaði að skoða en hvað er að fást um það. Mig langaði í rautt pils en keypti brúnt, mig langaði í stutt pils en keypti sítt. En að öðru leyti er það eins og mig langaði í (haha).

Ég er hætt við kjólasaumaskap fyrir árshátíðina. Einhvernveginn er það svo að mig vantar aðeins fleiri stundir til að hafa pláss fyrir saumaskap líka. Ég er strax orðin á eftir í skólabókarlestri þannig að ég ákvað að vera bara rosa skynsöm svona einu sinni og vera bara í einhverju gömlu (eða nýju og ódýru) ;) klæðskerinn ætlar samt að vera vinur minn áfram (úff mér létti við það)!

Haukurinn er ekki í góðu skapi. Hann ætlaði að fara á tónleika í útlöndum og er búin að kaupa miða og allt (tvo). Sá sem ætlaði með honum hætti við og hann finnur engann annan til að fara með. Fúlt! Endar með að ég fer bara líka til útlanda með honum svo hann komist ;) Nahh það gegnur víst ekki, kennarinn fengi taugaáfall. Hún er búin að lýsa því yfir að hún þoli ekki fólk sem mætir ekki í tima, þolir ekki fólk með gsm síma sem hringir í tímum, þolir ekki fólk sem kemur of seint, þolir ekki fólk sem skilar verkefnum of seint... sem sagt eins gott að haga sér vel svo allt fari ekki í skrall!

21 september 2003

Hugleiðingar á sunnudagsmorgni
Eins og þeir vita sem þekkja Meinvil vel þá er hún afskaplega meyr kona. Hún er allt að því aumingi. Hún vill að öll dýrin í skóginum séu vinir og heldur alltaf að svo sé þangað til annað kemur í ljós. Hins vegar er það svo að það eru ekki öll dýrin vinir. Sum meira segja éta hvert annað og liggur það í hlutarins eðli. Hluti af því að vera manneskja er að treysta öðru fólki og elska það en stundum verður trúnaðarbrestur í sambandi fólks. Þegar það gerist er afskaplega erfitt að halda áfram að vera sannur. Það þarf að vinna upp traustið aftur og það gerist ekki að sjálfu sér. Í því liggur gríðarleg vinna. Traust nefnilega kemur ekki af sjálfu sér, það þarf að hlúa að því og hugsa um það.

Sumir ganga í gegnum lífið og ef þeim verður eitthvað á messunni rétta þeir fólki afsökunarmiða og þar með er málið útkljáð. Stundum geta afsökunarmiðarnir verið orðnir svo margir að sá sem tekur við þeim getur það ekki lengur. Þá er hann ekki lengur drengur góður, allt í einu er hann kominn í hlutverk þess illa jafnvel þó að það verið gjört eitthvað á hans hlut. Aðilinn með afsökunarmiðann fyllist réttlátri reiði þess sem er búinn að biðast afsökunar og verið hunsaður.

Enn aðrir ganga í gegnum lífið án þess nokkurn tíma að biðjast afsökunar á gjörðum sínum. Það er nefnilega erfitt að biðja einhvern afsökunar. Tíminn hlýtur að laga, er ekki sagt að hann lækni öll sár?

Stundum er það svo að sárin eru orðin svo djúp að tíminn er ekki lengur fær um að laga neitt. Sárið heldur áfram að naga og naga. Á þessari stundu hefur orðið trúnaðarbrestur og þrátt fyrir að allt sé eðlilegt á ytra borði þá er eitthvað brotið og það lagast ekki af sjálfu sér. Tíminn læknar nefnilega ekki allt.

Sumt er það í lífinu sem kemur Meinvill ekki við. Þetta hljómar ótrúlega því Meinvill er forvitin og afskiptasöm með afbrigðum. Þótt ótrúlegt sé þá veit hún sín takmörk og stendur til hlés þegar það á við, jafnvel þó hún vilji helst safna liði og hefna Björns bónda. Stundum er hefndin ekki hennar og hefur ekki neitt með hana að gera. Það getur samt verið erfitt að standa og horfa á, stundum er það erfiðasta hlutverk í heimi.

Studum er það svo að hefnd er ekki það sem til þarf. Atburðir líðandi stundar eru framdir í hugsunarleysi en asinn á okkur er það mikill að ekki er stoppað til að gefa gaum að því sem sagt er eða því sem sleppt er að segja. Það er ekki stoppað til að hlusta á þögnina. Afsökunarmiðinn er réttur fram og jafnvel plástur til að bera á sárið og lífið heldur áfram. Það sem eftir stendur er að trúnaðurinn er ekki samur og verður ekki samur.


Powered by Blogger