Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

14 maí 2004

Ég skal segja ykkur það!

Í gær var mánaðarlegur fundur nornanna og hann var hreint glæsilegur í nýrri íbúð vesturbæjarnornarinnar (bæ þe vei hún á walk-in closet úuuuuuu mig laaaaangar svooooooo í solleis).

Nema hvað!

Þessi fundur var haldinn með miklum tæknilegum tilþrifum því hverri spá var varpað á vegg með hjálp skjávarpa. JEBB! Við erum nútímanornir og erum ekkert að velta okkur upp úr einhverju blaðasnifsi og fjaðrapenna! Neibb! Við notum sko tölvur og skjávarpa.

Allir fengu spá við hæfi en mín var til þess ætluð að ég geymi hana með sjálfri mér (það eru spárnar sem mar skilur ekki og veit ekki til þess að geti átt við sig)! Ég er nefnilega að fara að takast á við verkefni þar sem ég þarf að laumast eins og njósnari og passa að skilja ekki eftir fótspor en muna samt að ég er ekki ein og allt það. Mjög spennandi. Ég er strax farin að hlakka til næstu mánaða þegar ég fatta um hvað þetta er.

13 maí 2004

Eeeitttt laaag eeennnn... ekta... það er ógeð þegar svona nokkuð er spilað í údmarpinu þegar mar er á leið í vinnu. Þetta er stílað til að fara beint á heilann hjá fólki sem á sér einskis ills von og svo er verið að söngla þetta ógeð fram eftir degi, eða bara línan snýst inni í hausnum á manni.. HJÁÁÁLLLLP!

Aníveis, hr.meinvill er kominn með þessa fínu spelku og getur nú varla hreyft sig um íbúðina, hvað þá tekið lengri túra! Hann hefur mikla löngun til að fá sér GPS tæki en ég benti honum á að ef hann rati ekki um íbúðina geti hann fengið sér spotta og rakið sig eftir honum með því að halda í bandið. Góð lausn og ódýr. Hann taldi mig vera aula því hann ætlar að nota GPS tækið útivið, en ég er ekki auli, hann kemst varla yfir planið og ekki þarf hann GPS tækið þar? Það er varla að það komi þokuský úr lofti þannig að yfirleitt sér mar bílana mjög vel.

Það er nornakvöld í kvöld. Það verður haldið í nýrri íbúð vesturbæjarnornarinnar en hún var að flytja í aðra íbúð skammt frá þeirri sem hún áður bjó í. Hún heldur sig auðvitað við Vestubæinn enda hefði verið voðinn vís ef hún hefði farið að flytja í annað hverfi og eyðileggja þar með heilaga áttun okkar nornanna. Breiðholtsnornin gerði þetta líka þegar hún flutti, bara nokkur hús alveg í sama radíus.

Annars er ég hreinlega að gefast upp á því að vera til því ég er svoooooo þreytt. haldið þið að það geti verið að það séu þessar göngur sem hafa svona áhrif á mig? Nú er ég farin að skunda um útkjálkabæinn sem ég bý í með heddfón á hausnum og nýja tæki hr.meinsvills á bringunni. Kemst hratt og örugglega yfir en það er miklu leiðinlegra að labba svona einn alltaf! En það er hinsvegar ekki eins tímafrekt eins og að labba með öðrum, það er vandlifað í þessum heimi.

Varðandi heddfón, þá á ég eina litla sögu. Ég get verið örlítið utan við mig á köflum og eitt skipti þurfti ég að fara í undirfyrirtæki míns ágæta fyrirtækis og skipta mér eitthvað af vinnubrögðum sem voru viðhöfð þar. Það gekk ekki betur en svo að viðkomandi starfsmaður gat ekki náð sambandi við tölvubúnaðinn sem ég var að skipta mér af. Ég varð því að hringja í tölvudeildina sem ég gerði af mikilum skörungsskap. Ég setti á mig handfrjálsa búnað starfsmannsins sem ég var að reyna að hjálpa og hringdi í tölvudeildina. Búnaðurinn er eitthvað apparat sem mar skellir á hausinn og talar svo af miklum móð.. nema.. ég heyrði ekkert.. ég kallaði halló, halló en ekkert gerðist. Þá heyri ég eitthvað lítið tíst fyrir aftan mig, ég lít við og situr þá ekki starfsmaðurinn í keng af hlátri og getur ekki horfst í augu við mig.

Ég horfi grunsemdaraugum á hana um leið og ég held áfram að ná sambandi við téða tölvudeild og áfram heldur starfsmaðurinn áfram að tísta. Ég segi höstuglega,
"hvað í fjandanum er að þér?"
Nema greyið bendir á heddbúnaðinn sem ég er með svo hátignarlega á höfðinu og stynur upp:
"Þú ert með þetta öfugt!"

Frúin var sem sagt með hedddraslið á hvolfi og náði því engu sambandi.. var að reyna að tala í heyrnartólið og með það sem tala á í við eyrað..

12 maí 2004

Klukkan 22.43 í gærkvöldi hringdi síminn. Það var læknirinn sem búið var að reyna að ná af allan daginn. Þetta var fyrsti lausi tíminn hans og klukkan ekki langt frá miðnætti. Betra seint en ekki!

Hann tjáði hr.meinvill það að hann yrði að mæta fyrir allar aldir næsta morgun (í dag) til að fá spelkur á hnéð. Það væri búið að boða spelkusérfræðing á staðinn og hann mundi smíða þetta apparat samviskusamlega utan um hnéð á hr.meinvill. Síðan ætti hann að vera á hækjunum í sex vikur!

Sumarið verður spennandi fyrir hr.meinvill, það fer ekki á milli mála.

Það sem ég er hins vegar að spá í er þetta: Hvernig dettur nokkrum heilvita manni í hug að læra til læknis? Þeir eru með lengri vinnutíma en iðnaðarmenn. Jú það er rétt þeir eru með hvelv. hátt kaup en er það ekki bara eðlilegt ef mar vinnur 16-18 tíma á dag?

11 maí 2004

Í dag er gleðidagur í fyrirtækinu. Það gengu hér um menn og konur og afhentu öllum svippubönd og síðan eiga allir sem hafa "stjóri" í starfsheitinu sínu að svippa fyrir deildina sína. Í minni deild eru eintómir stjórar haha en þetta er nú samt erfiðara en það sýnist. Hvernig fór mar að því að svippa heilan dag án þess að svitna hér áður fyrr? Einu pásurnar sem mar tók var til að taka upp húllahring og húlla eða bregða sér í teyjó eða snúsnú. Ég svippaði 10 svipp og var að örmögnun komin, brjóstin búin að vindast á bak við eyrun og fæturnir skjögrandi. Held kannski að ég hafi verið í betra ásigkomulagi fyrir öld síðan þegar ég var barn!!!!!

Í gær var hr.meinvill farinn að labba eins og fínn maður með engar hækjur. Hann er stoltur af árangri sínum og finnst eins og hann geti byrjað að vinna fljótlega þó hann að vísu finni til í lapparskömminni og það sé eins og eitthvað hringli þar inni.

Í gærkvöldi fórum við hinsvegar í speglun með löppina. Það tók ÓRAtíma. Reyndar það langan tíma að ég var orðin viss um að þeir væru að reyna að skipta um löpp þarna inni. Annað slagið kom hlaupandi glaðleg kona og sagði mér að þetta væri alveg að koma, eins og ég væri farin að sýna mikil merki óþolinmæðar (as if).

Að speglun lokinni kom hr. Meinvill út og haltraði engu minna en áður. Hann tilkynnti mér að þeir hefðu fótbrotið sig. Mér brá smá og ég fór að sjá miklar summur vegna skaðabótamála sem við færum í við þetta fína röntgen og speglunarfyrirtæki þegar hann bætti við:

"Það sást á myndinni að annar liðurinn er brotinn!!"

Skaðabótamálið hrundi eins og spilaborg og ég skildi nú hvers vegna hringlar í löppinni þegar hún er hrist. Það hringlar svona í einni styttu sem ég á en það brotnaði af henni hausinn áður en hún var brennd í keramiki og einn búturinn lenti inn í styttunni. Náðist aldrei út. Spurning hvað verður um brotið hjá hr. meinvill? Náum við því út eða verður hann að hringla ssvona það sem eftir er?

Hann á að eyða því sem eftir er þessarar viku að reyna að trakka lækninn til að vita hvað hann eigi að gera. Á meðan á hann að vera á hækjunum og haga sér vel!

ÚFF

Annars talaði ég við sænska nýbúann í gær og hann vildi meina að hr.meinvill væri ekki góður stigamaður og eins bauð hann upp á þá lausn að skurðlæknirinn sem hann býr með mundi skera fótinn af við hné. Hún hefur jú réttindi til að gera slíkt og það er alltaf betra að láta réttindafólk um málin í stað þess að eyða tíma í fúskara. Þessi afhöggvunarferð krefst þess að við förum til Svíþjóðar. Við hugsum málið. Kannski best að trakka lækninn fyrst?

ps. ég er komin með útbrot af slúðri. Las sex eða sjö blöð meðan ég beið og veit nú allt um líf þeirra nýríku og frægu (alræmdu) á Íslandi. Veit hver var í flottasta kjólnum og hver keypti dýrasta húsið, hver lét laga brjóstin og hver syngur best. Allt upplýsingar sem ég hefði alveg getað lifað án!!!

10 maí 2004

Taka 2: Svona líður mér þegar ég er að reyna að fá bloggerinn til að virka:

Bloggerdrasl!!!!!!!!!!!!!!!

09 maí 2004

það er verið að grilla handa mér pylsur! Leiðrétting: Hr. Meinvill er að grilla sér pylsur og ætlar að gefa mér líka þótt ég sé alltaf að tala illa um pylsur og segist ekki vilja éta þennan óþverra.. hehe stundum verður mar bara að draga í land með yfirlýsingagleðina!


Fór kringum Vífilstaðarvatn í gær og í morgun líka. Þurfti að hlaupa góðan spotta því á einum stað við vatnið er þvílík mergð af flugum að ég hélt ég yrði étin í morgunmat.. að þegar leitarsveit yrði kölluð út að leita að mér þá lægi beinagrindin mín hreinhvít og sleikt á göngustígnum. Djöfuls ógeð. Þegar fólk er með gleraugu þá er ekki hægt að ganga í svona flugnageri því þær fara á milli augna og glerjanna og eru svo heimaskar að þær komast ekki út aftur! Ein flaug í eyrað og ég var viss að ég þyrfti til læknis til að kroppa hana út aftur DJÖFULS ÓGEÐ!

Ég slapp hinsvegar og sit núna í öllu mínu veldi og et grillaða pylsu með osti. La vita bella!


Powered by Blogger