Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

04 nóvember 2005

Það er að koma helgi og til hennar eru miklar væntingar. Það er svo margt sem á að gera. Það á t.d. að taka upp göngustafina og viðra þá aðeins. Einnig á að gera markmið um hitt og þetta, aðalega leið til að ná 30 þúsund króna pottinum sem dinglar fyrir framan mig í vinnunni. Einnig setja niður markmið vegna kínverskunámsins. Á einhver kínverskar myndir til að lána mér? Ég á eina en kann hana orðið utan að þannig að ekki dugir hún. Er einmitt að læra að hanga í bambus þessa dagana og skjóta hnífum í óvinina. Soldið erfitt því enn þarf ég að halda mér með báðum höndum í bambusinn og verð því að nota munninn til að skjóta með sem þýðir að hann dettur yfirleitt beint niður. En það er svo sem allt í lagi því ég á enga óvini til að skjóta í en þetta er samt gott að kunna!

03 nóvember 2005

Mikið afskaplega geta reykingar nágranna míns farið í taugarnar á mér. Svona dags daglega verð ég svo sem lítið vör við þær þar sem hann er ekkert að reykja inni hjá mér. EN hann reykir á svölunum hjá sér og síðustu kvöld er hann að fá sér síðustu sígarettuna fyrir svefninn á sama tíma og ég er að fara að sofa... sem þýðir það að helv. reykurinn liðast inn um gluggann hjá mér og hann gæti alveg eins setið á rúmstokknum hjá mér og reykt þar. Hvers á ég að gjalda? Ég hef aldrei reykt en allt í einu líður mér eins og ég sofi í öskubakka. Skil bara ekki af hverju þetta hyski getur ekki reykt inni hjá sér og mengað þar fyrir sér og sínum. Á ég að þurfa að loka glugganum til þess að losna við þetta ógeð og kafna úr loftleysi í staðinn. það er margt sem hrjáir manninn.....


Powered by Blogger