Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

27 júlí 2007

SM vinkona mín var að hlæja að því áðan að sumarið 2007 verður sumarið sem við munum eftir um komandi ár. Held að það sé alveg rétt hjá henni.

Staðan er hinsvegar mjög fín. Best að setja bara nýjustu fréttir hér svona ef ég skyldi ekki ná af öllum áður en ég fer. Pabba líður eftir atvikum mjög vel. Hann er sestur upp og er farinn að fá te og svona dót sem honum finnst ekki gott (haha). Hann lét þó hafa eftir sér "að ég fer kannski ekki að vinna alveg strax og ég kem heim"!!! No sjitt Sherlock, held að það sé alveg á hreinu. Læknarnir segja að það geti verið að hægt verði að flytja hann heim eftir 10-15 daga. Úff það væri óskandi. Það er reiknað með að hann fari af gjörgæslunni á morgun og yfir á almenna deild þar sem hann verður í einhverja daga og svo þarf hann að vera einhverja daga í Flórenz áður en það má flytja hann. Það er að segja ef við höfum skilið þetta allt rétt.

Ég fer til Milano á morgun og þaðan yfir til Flórenz. Það var nú alltaf á planinu að fara til Flórens en samt ekki alveg svona. Kem svo heim með mömmu og Molann um miðja næstu viku. Gunz verður eftir í Flórenz þar sem tungumálaerfiðleikarnir eru aðalmálið. Það er bara einn læknir sem talar ensku og hann er bara við á einhverjum sértökum tíma dagsins. Hinir tala bara ítölsku og ef þeir mæta skilningsleysi þá tala þeir bara hraðar. Einmitt!

26 júlí 2007

Furðulegt hverning gleði og sorg getur haldist í hendur. Hérna er ég alveg í skýjunum yfir fréttunum af Yun í Kína og um leið algerlega á botninum vegna pabba á Ítalíu. Honum líður eftir atvikum vel, vaknaði smá stund í gær og Gunz fékk að sjá hann augnablik. Þetta undirstrikar allt sem ég hef verið að prédika undanfarið, maður á að njóta lífsins í dag, ekki geyma þar til á næsta ári eða eftir 5 ár eða hvað það nú er því maður veit ekki hvað getur gerst til að breyta öllum plönum. Já og takk allir sem hafa hringt og sent kveðjur, það skiptir miklu máli ;)

Varðandi Yun þá fengum við nýjar fréttir í gær. Hún hefur stækkað um 4cm frá því í apríl og þyngst um 800 grömm. Hún getur nú talað örfá orð og vill láta halda á sér ef hún sér kunnuga. Hún leikur við önnur börn og finnst mest gaman að leika sér við leikafanga GSM. Sem sagt upprennandi bisness kona. Við fengum engar myndir þannig að við verðum bara að láta hinar duga. Ég get bara ekki beðið þar til við förum til Kína.

25 júlí 2007

Pabbinn minn er mikið veikur í Flórens. Ég er að leita mér að miða til að komast út. Aumingja systir mín er á síðstu metrunum orkulega því læknarnir skilja ekkert nema ítölsku og svo færa þeir kallinn fram og til baka á spítalanum án þess að láta neinn vita. Hún veit því aldrei hvar hann er þegar hún kemur til að athuga með hann og enginn kannast við nafnið hans. Enda ómögulegt fyrir þá að bera það fram, halda örugglega að hún sé að bulla í hvert skipti sem hún segir nafnið hans. Yfirmafíósinn er búinn að missa sig einu sinni og öskra svo undir tók á spítalanum að þetta sé ekki hægt, hvað þeir séu eiginlega að gera. Hún segist vera svo þreytt að hún horfði bara róleg á hann missa sig og það er ekki alveg í hennar anda svona dagsdaglega. En alla vega þá er ég á leiðinni til Ítalíu. Þetta verður sumarfríið sem allir muna eftir, bæði okkar fjölskylda svo og mafíósarnir.

23 júlí 2007

Best að birta slóðina með skiptitöskunum flottu. Þegar nornirnar í Charmed eru með svona töskur þá hljóta þetta að vera tískutöskur hihi En þetta eru ofsa flottar töskur (og dýrar) og eftir að hafa legið á netinu í hálft ár og stúderað þær þá er ég næstum því alveg örugglega viss um að það eru ekki margar búðir sem selja þær í Evrópu og þær sem gera það eru bara með tvær til þrjár töskur. En litirnir eru allir svo flottir að það skiptir engu máli finnst mér. Ég lagði af stað upp með að mig langaði í þessa rauðu sem heitir sunset dragon roll en hún er úr nýjustu línunni og þess vegna MUN dýrari en hinar sem eru samt dýrar. Tengdó keypti mína í Osló og í þeirri búð voru til tvær töskur; eldri gerð og nýjasta týpan sem kostaði heilum 1000 krónum norskum meira en sú sem keypt var!
hér er hönnuðurinn en hún selur ekki online, selur bara til verslana
og hér er danska netverslunin sem ég var með til vara ef Osló gengi ekki upp og töskurnar eru undir pusletilbehör
Ein ammerísk sem er með netsölu er þessi og þar er rauða taskan á forsíðu ;) Ástæðan fyrir því að ég pantaði ekki frá þeim er að mér fannst þeir taka soldið mikið í sendingargjöld en þeir taka lágmark 50 usd en þá er hún svo sem á svipuðu verði og ég borgaði fyrir mína en það eiga náttúrulega eftir að bætast við íslensk tollgjöld

En þetta eru svo flottar töskur ;) og þó daman verði ekki lengi með bleyju þá fylgir henni bara ýmislegt annað; dót og föt og svoleiðis.

Svakalega var skemmtilegt að kaupa þessa kerru. Ég meina auðvitað ekki að það hafi verið skemmtilegt í þeim skilningi að maður setjist niður og skemmti sér heldur frekar að upplifunin að eiga svona upparat gerir það að verkum að þetta er allt að verða mjög raunverulegt. Enginn er með kerru í stofunni nema eiga von á barni ;)

Við vorum samt eins og asnar í þessum búðum og ég held að afgreiðslufólkinu hafi þótt við vera heldur skrítin. Jú við ætlum að fá kerru fyrir 18 mánaða barn. Sofa í kerrunni? Ha, nú veit ég ekki. Langar gönguferðir? Hmmjá er það ekki bara. Sefur barnið enn úti? Ha, nei, nei aldrei sofið úti (held ég). Verður kerran að snúa í átt að ykkur? Já algert skilyrði. En börn vilja stundum horfa á eitthvað annað en foreldra sína. Ha? Nei, nei ekki okkar barn.... haha ég held að við höfum ekki verið neitt smá skrítin

En á endanum keyptum við kerru með eftirfarandi möguleikum:
1. Hægt að snúa fram og aftur
2. Hægt að hækka og lækka stýri
3. Hægt að sitja og líka sofa
4. Með loftdekkjum en bara litlum sko (hehe)
5. Vatns- og vindheld svo litla unganum okkar verði ekki kalt (vorum spurð um regndót eitthvað en þá vorum við orðin þreytt og ákváðum að bíða með svoleiðis tilfæringar þar til seinna)
6. Stór grind undir til að bera drasl

Næsta apparat er svo bílstóll. Tilfæringar eru þegar hafnar við svoleiðis og við búin að spyrja flesta í kringum okkur hvernig stól þeir hafa og síðan er Skakki búinn að tala við rannsóknarnefndina og fara á netið og rannsaka öruggustu stólana. jahá. það er eins gott að við höfum nógan tíma. VIð erum að vísu að verða búin að komast niður á stólinn og það er auvitað þekkt kappakstursmerki sem ég kann engin frekari deili á en Skakki veit allt, enda er þetta hans deild. Mín deild var skiptitaskan bleika haha

En svona er að verða forledri eftir langa bið, þá verður allt þetta svo skemmtilegt en um leið soldið erfitt hehe


Powered by Blogger