15 október 2004
MAB Breiðholtsnorn á afmæli í dag: TIL hamingju með það Engin nornarmynd fylgir með því ég get bara sett þær á tölvunni heima ;( En til hamingju og nú fer ég að leita að einhverju grænu
Hún Þórdís gerir að umtalsefni sínu í gær pistilinn hans Jóns Gnarr aftan á Fréttablaðinu í gær. Mikið agalega er ég sammála því sem hún segir. Ég varð svo pirruð í gærkvöldi þegar ég var búin að lesa pistilinn hans (las ekki Þórdísi fyrr en í morgun). Hvern langar að vita að Jón skuldar fullt af peningum sem hann hefur ekki á öllum tímum í lífi sínu átt fyrir? EKKI mig. Ég hélt að þessir dálkar væru til að hafa smá gaman að, kannski einhver smá fróðleikur ef menn endilega vilja troða honum með en mæ god, þetta helvítis væl fer í taugarnar á mér. Mér er alveg sama hver skuldar hverjum hvað, hver drakk hvern undir borðið og er nú hættur að drekka, jafnvel búin að fara í 12spora prógrammið og hringja í alla sem hann þekkir og biðjast afsökunar á ímynduðum og ekki ímynduðum gjörðum sínum og mér er líka sama um það hver sefur hjá hverjum og á von á barni með hverjum.
Ef ég hefði áhuga fyrir þessu kjaftæði þá myndi ég gerast áskrifandi að Séð og Heyrt og skemmta mér hið besta. Ég er það ekki og skemmti mér samt vel. Er samt að verða arfapirruð á þessum játningum misfrægra mann í "mínu" blaði viku eftir viku. Ég vil lesa um að Bush sé að gera sig að fífli og kennaraverkfallið sé að leysast. FR'ETTIR sem sagt. Það mega líka vera dálkar um listir og menningu sem nota bene vantar alveg í fréttablaðið (kalla það ekki listumfjöllun þessir minidálkar þar sem sagt er frá því að einhver listamaðurinn hafi gaman að því að versla í þessari eð hinni búðinni og vilji helst sitja á þessum eða hinum stólnum undir þessari eða hinni myndinni). Ég er sem sagt farin að hraðlesa Fréttablaðið eins og önnur blöð, held að lesturinn taki mig hámark 3 mínútur en áður gat ég verið að treina þetta í langan tíma.. alveg 10 mín kannski sem er mikið á minn hraðlæsimælikvarða.
Ég er sem sagt ekki búin að lesa blaðið í glað og get látið mig hlakka til þess í kvöld að lesa hver játar hvað..Ætli venjulegt ófrægt fólk eins og ég megi skrifa þarna inn og játa á sig skuldir og annan aumingjaskap sem búið er að dragnast með allt lífið?
Ef ég hefði áhuga fyrir þessu kjaftæði þá myndi ég gerast áskrifandi að Séð og Heyrt og skemmta mér hið besta. Ég er það ekki og skemmti mér samt vel. Er samt að verða arfapirruð á þessum játningum misfrægra mann í "mínu" blaði viku eftir viku. Ég vil lesa um að Bush sé að gera sig að fífli og kennaraverkfallið sé að leysast. FR'ETTIR sem sagt. Það mega líka vera dálkar um listir og menningu sem nota bene vantar alveg í fréttablaðið (kalla það ekki listumfjöllun þessir minidálkar þar sem sagt er frá því að einhver listamaðurinn hafi gaman að því að versla í þessari eð hinni búðinni og vilji helst sitja á þessum eða hinum stólnum undir þessari eða hinni myndinni). Ég er sem sagt farin að hraðlesa Fréttablaðið eins og önnur blöð, held að lesturinn taki mig hámark 3 mínútur en áður gat ég verið að treina þetta í langan tíma.. alveg 10 mín kannski sem er mikið á minn hraðlæsimælikvarða.
Ég er sem sagt ekki búin að lesa blaðið í glað og get látið mig hlakka til þess í kvöld að lesa hver játar hvað..Ætli venjulegt ófrægt fólk eins og ég megi skrifa þarna inn og játa á sig skuldir og annan aumingjaskap sem búið er að dragnast með allt lífið?
Mikið agalega gladdist mitt illa hjarta í gær þegar fröken "er búin að lesa yfir allt námsefnið tvisvar" kallaði á kennarann og kvartaði yfir að hún skildi ekki neitt af því sem hann var að láta okkur gera. Það var auðvitað skýring á því, svo augljós að það var fyndið. Kennarinn í verkefnunum var nefnilega kominn fram úr kennaranum með lesefnið og var því að láta okkur gera einhver kí-kvaðröt sem ekki nokkur maður kannaðist við að hafa heyrt um fyrr. Mér fannst eðlilegt að ég kannaðist ekki við neitt því ég er jú alltaf ólesin, en að fröken "er búin að lesa yfir allt námsefnið tvisvar" skildi heldur ekki skilja neitt... jú það gladdi mitt hjarta og ég fór glöð heim úr skólanum þegar fór að nálgast kvöldmat. Svona er mar nú illa upp alinn að gleðjast yfir því að aðrir skilja ekki neitt.
14 október 2004
Það er svakalega draumfarir hjá mér þessa dagana. Held að það sé af því mér leiðist svo í daglega lífinu að ég er að fara yfirum og tek það út á nóttunni. Minni ykkur á það að ég er kona sem dreymir almennt ekki...
Í nótt var ég að syngja í söngleik í Austurbæjarbíói. Við vorum 4 í mínu atriði; ég, forstjórinn sem er stór og mikill og einhverjar 2 konur. Ég var í bakröddum (skyldi nú engan undra). Nema hvað, kellan sem á að syngja einsöng neitar að syngja af því það er einhver frammi í sal sem hún fílar ekki. Ok þá á hin konan að syngja en hún neitar líka, segist vera of feit til að vilja að öll athyglin beinist bara að henni. Forstjórinn sagði mér þá að ekki væri um neitt að velja ég YRÐI að syngja. Ég neitaði, sagðist ekki vera með rödd til þess og svo syng ég falskt. Hann sagði það ekki skipta máli ég YRÐI að syngja. Sem ég gerði. Þetta var löng hálf mínuta en mér tókst það. Eftir sýninguna fór ég í húsið sem ég var að passa fyrir forsetann (Vigdísi sýndist mér) og þar voru allir mínir vinir komnir í heitu pottana sem forsetinn er með um allan garðinn. MAB sat þar í grænu bikiníi og ÁSA V var þar líka. Hún stoppaði mig og sagðist ekki hafa vitað að ég væri með svona fína rödd sem gæti bæði hækkað og lækkað (???). Ég skellti mér í pottinn með MAB og spurði hvernig mér hefði gengið, hún svaraði að þetta hefði verið allt í lagi að vísu falskt en hverjum væri ekki sama (??). Ég varð nú hálf sár því mér fannst þetta ekkert falskt heldur bara nokkuð gott. Spurði hana samt hvað hún vidi í afmælisgjöf og hún sagði "Mér er alveg sama svo framarlega sem það er grænt".
Og þá vaknaði ég.....
Í nótt var ég að syngja í söngleik í Austurbæjarbíói. Við vorum 4 í mínu atriði; ég, forstjórinn sem er stór og mikill og einhverjar 2 konur. Ég var í bakröddum (skyldi nú engan undra). Nema hvað, kellan sem á að syngja einsöng neitar að syngja af því það er einhver frammi í sal sem hún fílar ekki. Ok þá á hin konan að syngja en hún neitar líka, segist vera of feit til að vilja að öll athyglin beinist bara að henni. Forstjórinn sagði mér þá að ekki væri um neitt að velja ég YRÐI að syngja. Ég neitaði, sagðist ekki vera með rödd til þess og svo syng ég falskt. Hann sagði það ekki skipta máli ég YRÐI að syngja. Sem ég gerði. Þetta var löng hálf mínuta en mér tókst það. Eftir sýninguna fór ég í húsið sem ég var að passa fyrir forsetann (Vigdísi sýndist mér) og þar voru allir mínir vinir komnir í heitu pottana sem forsetinn er með um allan garðinn. MAB sat þar í grænu bikiníi og ÁSA V var þar líka. Hún stoppaði mig og sagðist ekki hafa vitað að ég væri með svona fína rödd sem gæti bæði hækkað og lækkað (???). Ég skellti mér í pottinn með MAB og spurði hvernig mér hefði gengið, hún svaraði að þetta hefði verið allt í lagi að vísu falskt en hverjum væri ekki sama (??). Ég varð nú hálf sár því mér fannst þetta ekkert falskt heldur bara nokkuð gott. Spurði hana samt hvað hún vidi í afmælisgjöf og hún sagði "Mér er alveg sama svo framarlega sem það er grænt".
Og þá vaknaði ég.....
Ég hringdi í IcelandExpress alveg í stresskasti. Ekki batnaði stressið við bíða í óratíma með einhverju leiðindasöngli og annað slagið kom inn ensk rödd sem sagði að hann hlakkaði til að selja mér ferðtil Íslands TAKK ég ER þar, vil komast ÞAÐAN..suckers.. en loksins kom almennileg kona í símann.. hún sagði ekki beinum orðum að ég væri heimsk.. nei hún sagði með mikilli óþolinmæði: "Það STENDUR SK'YRT á skjánum þegar þú ert komin á stig 4 sem þú varst komin í" já já það gerir það eflaust en ég var bara ekki að hugsa um stig eða ekki stig, ég var bara að skoða mögulegar dagsetningar.. þá sagði hún "það eru ekki komnar neinar söludagsetningar fyrir páskana" nú.. hvað var ég þá að bóka????? Af hverju stendur þá ekki við dagsetninguna að þetta sé ekki dagsetning sem hægt er að bóka? ARG og aftur ARG.. svo finnst þeim ég vera heimsk...
en á endanum féllst konan á að eyða öllu sem ég hafði gert og ég má byrja upp á nýtt að finna dagsetningar.. ég var komin með ljósan geislabaug þegar þessu var lokið.. og augun risastór og blá (fordómar ha?). Held hún hafi fallist á að eyða þessu því hún fékk sjokk við að fatta að ég væri með miða sem kostar 18 krónur sem ég ætla ekki að nota..ég er líka með sjokk yfir því og vil ekki láta einhverju konu út í bæ vera að ýta undir það....
en á endanum féllst konan á að eyða öllu sem ég hafði gert og ég má byrja upp á nýtt að finna dagsetningar.. ég var komin með ljósan geislabaug þegar þessu var lokið.. og augun risastór og blá (fordómar ha?). Held hún hafi fallist á að eyða þessu því hún fékk sjokk við að fatta að ég væri með miða sem kostar 18 krónur sem ég ætla ekki að nota..ég er líka með sjokk yfir því og vil ekki láta einhverju konu út í bæ vera að ýta undir það....
Stundum þoli ég ekki nútímann og öllu sem honum fylgir. T.d. þá þarf ég að breyta áætlaðri ferð okkar Skakka til danska konungsríksins þar sem Skakki er að vinna í einu af þegnríkjum þess sama konungsríkis á þeim tíma sem við ætluðum að vera í fríi.
Miðinn er keyptur hjá IcelandExpress að sjálfsögðu og þar má breyta miðum sjálfur á netinu með því að greiða 2500 krónur fyrir hverja breytingu..þeas 5000 ef maður breytir ferð fram og til baka. Ekkert mál, við borgum auðvitað okkar breytingar. En það er að finna rétta dagsetningu til ferðarinnar. Svo fr. Meinvill fer að skoða. Ég skoða nokkrar dagsetningar og velti fyrir mér kostnaði, tek þá eftir að það er sama hvaða dagsetnignu ég vel, upphæðin hækkar alltaf sem ég á að borga.. 10 þúsund í hvert skipti. Ég fæ stresskast og fatta að helvítis vélin er að rukka mig um breytingu fyrir hverja dagsetningu sem ég er að skoða. Þannig að þegar ég loksins fatta þetta þá er ég komin í 50 þúsund sem ég á að borga fyrir dagsetningar sem ég kæri mig ekki um. Þetta er nóg til þess að ég loka tölvunni og á erfitt með svefn og nú þarf ég að hringja í flugfélið og viðurkenna að ég sé svo heimsk að ég geti ómögulega skilið einfaldar leiðbeiningar á svona vefsíðu. Lífið var betra þegar einhver annar gerði mistökin!
Miðinn er keyptur hjá IcelandExpress að sjálfsögðu og þar má breyta miðum sjálfur á netinu með því að greiða 2500 krónur fyrir hverja breytingu..þeas 5000 ef maður breytir ferð fram og til baka. Ekkert mál, við borgum auðvitað okkar breytingar. En það er að finna rétta dagsetningu til ferðarinnar. Svo fr. Meinvill fer að skoða. Ég skoða nokkrar dagsetningar og velti fyrir mér kostnaði, tek þá eftir að það er sama hvaða dagsetnignu ég vel, upphæðin hækkar alltaf sem ég á að borga.. 10 þúsund í hvert skipti. Ég fæ stresskast og fatta að helvítis vélin er að rukka mig um breytingu fyrir hverja dagsetningu sem ég er að skoða. Þannig að þegar ég loksins fatta þetta þá er ég komin í 50 þúsund sem ég á að borga fyrir dagsetningar sem ég kæri mig ekki um. Þetta er nóg til þess að ég loka tölvunni og á erfitt með svefn og nú þarf ég að hringja í flugfélið og viðurkenna að ég sé svo heimsk að ég geti ómögulega skilið einfaldar leiðbeiningar á svona vefsíðu. Lífið var betra þegar einhver annar gerði mistökin!
13 október 2004
Ég veit ekki hvað í ósköpunum varð til þess að ég hélt mig geta skrifað eina mastersritgerð í hvelli. Ég er bara ekki að geta það þessa dagana (og undanfarna mánuði). Umsjónarkennarinn minn er að verða þunglyndinu að bráð og það er ég líka!
Í gær fór ég til hennar á fund og hún fór að stökkva fram á gang á nokkurra mínútna fresti án nokkurra skýringa. Þegar þetta var búið að ganga svona fimmsex sinnum fór mig að gruna að þetta snerti mig og mína ritgerð. Ég var helst farin að halda að hún væri að gráta frammi og kæmi svo inn með reglulegu millibili til að sjá meira.
Það var ekki alveg svo slæmt en næstum því! Hún var að reyna að finna annan kennara til að hjálpa sér! Já! Ég er búin að fara í svo marga hringi og hún er búin að snúa mér í nokkra í viðbót svo núna sitjum við fastar og þurfum hjálp þriðja aðila. Þetta er bara eins og gott hjónaband. Þurfum á ráðgjafa að halda! Huh á þessari stundu er mér skapi næst að hætta bara við þetta allt. Hún sagði mér að bíða þar til hún hefði fengið grænt ljós frá hinum kennaranum. Ég ætti kannski bara að fara að gera eitthvað allt annað. Hætta þessu bulli bara.
Ekki er nú andskotans tölfræðin skárri. Eintómar t-töflur og z-próf, kvaðratrót og þýði, meðaltal þýðis og úrtaks, frelsisgráða, alfa villa og beta villa. Hvaða heilvita manneskja hefur gaman að svona kjaftæði? Alls ekki ég og til að kóróna það þá er einhver konukind með mér í kúrsinum sem virðist hafa gaman að þessu og er með SPURNINGAR tilbúnar. "Hvað þýðir þetta S" og kennarinn fer að skoða hvað þetta S, sem ekki hafði truflað mig neitt, þýðir og þær komast í sameiningu að því að líklegast sé formúlan röng! Einmitt! Þessi sama kona er í einhverjum öðrum kúrs og hún er búin að lesa tvisvar yfir ALLT námsefnið!! Á svona fólk sér ekki líf? Hver les yfir allt námsefnið tvisvar og það er ekki kominn miður október. Hver les yfir höfuð yfir námsefnið tvisvar, hvað þá einu sinni? Ég er ekki að fíla þetta bull í augnablikinu.
Í gær fór ég til hennar á fund og hún fór að stökkva fram á gang á nokkurra mínútna fresti án nokkurra skýringa. Þegar þetta var búið að ganga svona fimmsex sinnum fór mig að gruna að þetta snerti mig og mína ritgerð. Ég var helst farin að halda að hún væri að gráta frammi og kæmi svo inn með reglulegu millibili til að sjá meira.
Það var ekki alveg svo slæmt en næstum því! Hún var að reyna að finna annan kennara til að hjálpa sér! Já! Ég er búin að fara í svo marga hringi og hún er búin að snúa mér í nokkra í viðbót svo núna sitjum við fastar og þurfum hjálp þriðja aðila. Þetta er bara eins og gott hjónaband. Þurfum á ráðgjafa að halda! Huh á þessari stundu er mér skapi næst að hætta bara við þetta allt. Hún sagði mér að bíða þar til hún hefði fengið grænt ljós frá hinum kennaranum. Ég ætti kannski bara að fara að gera eitthvað allt annað. Hætta þessu bulli bara.
Ekki er nú andskotans tölfræðin skárri. Eintómar t-töflur og z-próf, kvaðratrót og þýði, meðaltal þýðis og úrtaks, frelsisgráða, alfa villa og beta villa. Hvaða heilvita manneskja hefur gaman að svona kjaftæði? Alls ekki ég og til að kóróna það þá er einhver konukind með mér í kúrsinum sem virðist hafa gaman að þessu og er með SPURNINGAR tilbúnar. "Hvað þýðir þetta S" og kennarinn fer að skoða hvað þetta S, sem ekki hafði truflað mig neitt, þýðir og þær komast í sameiningu að því að líklegast sé formúlan röng! Einmitt! Þessi sama kona er í einhverjum öðrum kúrs og hún er búin að lesa tvisvar yfir ALLT námsefnið!! Á svona fólk sér ekki líf? Hver les yfir allt námsefnið tvisvar og það er ekki kominn miður október. Hver les yfir höfuð yfir námsefnið tvisvar, hvað þá einu sinni? Ég er ekki að fíla þetta bull í augnablikinu.
11 október 2004
Og nú er það bara moldviðrið! Bara skrifa og skrifa. Það er allra verst að ég veit ekkert hvað ég er að gera lengur. Mér fannst ég komin vel af stað en einhvernveginn datt ég aftur úr hamnum og er bara að bulla og leggja kapal. Úff það verður ekki ritgerð úr því. Á að hitta kelluna á morgun og er ekki með neitt tilbúið að senda henni...
Ég sá pils á mynd í gær. Síðan er ég búin að vera sinnulaus af löngun til þess að eignast þetta forláta pils. Ég verð eiginlega að fara og máta og sjá þar að það er ómögulegt og þá get ég sofið aftur!
Ég sá pils á mynd í gær. Síðan er ég búin að vera sinnulaus af löngun til þess að eignast þetta forláta pils. Ég verð eiginlega að fara og máta og sjá þar að það er ómögulegt og þá get ég sofið aftur!
10 október 2004
Ég fann lýsingu á nýju húfunni minni:
Einlittur hjálmur. Klappar niðurum oyru. Gongur upp í ein spíss.
Flott eh?
Einlittur hjálmur. Klappar niðurum oyru. Gongur upp í ein spíss.
Flott eh?
Annars kom Skakki heim á föstudag. Honum fylgdi peningalykt. Það var svo mikil peningalykt að vinnufötin voru í poka sem búið var að sauma fyrir og við þorðum ekki að opna hann heldur þvoðum bara pokann eins og hann lagði sig. Jamm.
Síðan þegar fötin voru orðin þurr þá kom í ljós að lyktin er svo sterk að allir saumar voru farnir að gliðna (mætti halda að ég hefði reynt að troða mér í þessi föt). Ég er því búin að sitja við og
Ég er dugleg kona!
Annars kom þessi elska heim með nýja húfu handa mér. Hún er frábær og nú geta vinir og vandamenn átt von á því að ég verð með hana á hausnum næstu árin. 'Eg er eins og álfur með hana á hausnum alveg glæsileg eins og alltaf.
Ég hef hinsvegar ekki nennt að gera neitt svona alla helgina,
mér mun hefnast fyrir það seinna ;(
Síðan þegar fötin voru orðin þurr þá kom í ljós að lyktin er svo sterk að allir saumar voru farnir að gliðna (mætti halda að ég hefði reynt að troða mér í þessi föt). Ég er því búin að sitja við og
Ég er dugleg kona!
Annars kom þessi elska heim með nýja húfu handa mér. Hún er frábær og nú geta vinir og vandamenn átt von á því að ég verð með hana á hausnum næstu árin. 'Eg er eins og álfur með hana á hausnum alveg glæsileg eins og alltaf.
Ég hef hinsvegar ekki nennt að gera neitt svona alla helgina,
mér mun hefnast fyrir það seinna ;(
Vesturbæjarnornin á afmæli í dag. Þetta er svona stórt hálfafmæli eða þannig. Innilega til hamningu með daginn Sólrún mín og ég blæs töfrum til þín
Ég geri bara orð Önnu Dóru að mínum:
Witch
One who is explosive,
whose intensity is like volcanoes, floods, wind and fire.
One who is disorderly, chaotic.
One who is ecstatic.
One who alters reality.
Ég geri bara orð Önnu Dóru að mínum:
Witch
One who is explosive,
whose intensity is like volcanoes, floods, wind and fire.
One who is disorderly, chaotic.
One who is ecstatic.
One who alters reality.