Unginn er áskrifandi að blóðnösum. Þær koma undantekningarlítið á nóttunni. Vægast sagt mjög pirrandi því það verður allt útatað í blóði og við lítum báðar út eins og vel mettar vampýrur (blóðið fer yfir á mig líka). Við erum búin að reyna ýmislegt og tala við marga en ekkert virðist hafa áhrif á þetta. Í gær sá ég mér til mikillar gleði hvað er að: Það vantar í hana ying. Ó já, hún hefur of mikið af yangi! Þessa töfralausn sá ég í kínverskum matreiðsluþætti en stjórnandinn þar er frá Taiwan og lét þess getið í framhjáhlaupi að sem barn hefði hún alltaf verið með blóðnasir og amma hennar hefði uppgötvað þetta með yingið. Nú förum við bara að prufa. Mér finnst mjög merkilegt að geta slegið þessu svona fram: Unginn fær blóðnasir því hún hefur ekki nóg ying! Og til þess að laga þetta á hún að borða mikið af matvælum sem innihalda ying: Gúrkur (ojabara), tómatar (ok), melónur (já ok þó lyktin sé nú frekar vond) og svo framvegis. Nú er bara að fara að prufa!
12 september 2008
script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr">
<< Til baka