Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

29 október 2004

Helgin er alveg að bresta á. Ég vaknaði í morgun og hélt að ég hefði misst af henni. Sem betur ferð vaknaði ég bara svona illa og og helgin er öll eftir. Ég ætla að hafa matarboð fyrir Svíana og aðra fylgifiska á morgun. Verð að finna lokið á á gullfiskabúrinu því Molinn er sannfærður um að ég svelti fiskana og í hvert skipti sem ég sný mér frá honum skýst hann og gefur þeim fulla lúku að borða. Ég gerði þau smávægilegu mistök að bregðast snöggt við í eitt skiptið og grípa gullfiskaháfinn og reyna að veiða það mesta upp úr búrinu aftur. Nú er hann sannfærður um tvennt:
A. Ég er að plata fiskana með því að gefa þeim að borða og taka svo matinn af þeim aftur
B. Það á alltaf að nota háfinn eftir að hafa sett mat í búrið.

Get ekki gert upp fyrir mig að hvorum kostinum ég hallast, en báðir gera mig að vondri konu og ef fiskarnir væru mannlegir væru þeir að búa til mynd sem héti supersize me 2. Kannski eiga þeir það eftir, þeas ef við Molinn verðum ekki í sameiningu búin að drepa þá úr ofáti. Ég held að lok á búrið væri góður kostur í stöðunni!

28 október 2004

Ég eyddi gærkvöldinu með sænsku nýbúunum sem eru hér staddir. Börnin er yndisleg eins og öll börn sem eru mér skyld og mér þykir verst að vera ekki nær þeim svona dagsdaglega. Ekki er hinsvegar víst að þeim þyki það slæmt ;)

Fór líka á fund með tveimur kennurum í gær og voru þeir ekki á eitt sáttir með ritgerðina mína alræmdu. Umsjónarkennarinn minn er á því að ég sé að skrifa um eitthvað sem er ekki neitt neitt á meðan hinn kennarinn er á því að ég sé að skrifa hið merkasta rit. Hmm og hvað gerir maður þá? Ég byrja sem sagt aftur þar sem frá var horfið og mun reyna að henda mér í rannsóknina alveg á fullu. Lífið er sem sagt ekki búið heldur mun halda áfram.

Áðan fór ég svo og heimsótti Dóróþý vinkonu mína og keypti af henni einar ónýtar gallabuxur sem ég mun verða glæsileg í heima á síðkvöldum við sjónvarpið. Verst að ég missti af eina þættinum sem ég horfi á í vikunni...

27 október 2004

Hreinlætisæði frh
Talandi um hreinlætisæði þá er vert að segja frá því að ég þoli ekki skítugar kaffikönnur. Ég drekk ekki kaffi og er alltaf að þrífa skítugar könnur sem kaffiþyrstir eigendur virðast ekki vera neitt að spá í. Í kennslustofunni þar sem ég held virðuleg námskeið annaðslagið er svona kanna og enginn þrífur hana nema ég. Sem er svo sem allt í lagi mér er alveg sama ef ég hef nógan tíma.

En í morgun var ég í tímaþröng og ég greip könnudrusluna og brunaði eftir vatni til að hella upp á fyrir kaffiþyrsta nemendur mína. Ég skelli könnunni á borðið í litla eldhúsinu hjá tölvudeildinni og tek til við að athafna mig. Þegar ég helli úr könnunni er kaffið sjóðheitt. Ég verð hissa.. hmm skrítið hvað hún heldur heitu lengi.. bara yfir alla helgina. Spái ekkert meira í það en þegar ég lít í könnunna er hún svört að innan af gömlu kaffi. Andskotinn hvað ég verð fúl, ég er nýbúin að þrífa þessa könnudruslu og ég hef engan tíma í þetta núna. Ég get samt ekki hellt upp á svona skítuga könnu þannig að ég tek til við að þrífa. Gusast áfram alveg. Birtist þá ekki einn tölvunördinn til að fá sér kaffi. Hann snýst í nokkra hringi og tuðar "Hvar er kaffikannan? Hver hefur tekið könnuna?"

Ég lít upp þar sem ég stend sveitt og þvæ könnuna mína og að mér læðist óljós grunur. Ég lít til vinstri og já.. stendur ekki könnudruslan mín þarna við hliðina á mér full af kaffinu frá því fyrir helgi og ég búin að hella niður nýa kaffinu fyrir tölvunördunum OG þrífa könnuna þeirra. Og ég var í tímaþröng. Ég mátti auðvitað hella upp á aftur fyrir þá og hella upp á fyrir mitt fólk líka....

26 október 2004

Tralalala Þá var kátt í höllinni, höllinni og höllinni....

Skakki er farinn aftur. Hann fór í gær. Hann kvartaði yfir kulda. Sagði skakka fótinn ekki þola svona kulda. Sagði vera hita í Föraujarna. Mér finnst það ótrúlegt!

Hann minnti mig líka á það að konan með kertið (móðursystir min) er sama konan og fékk rafstuð úr einni innstungunni þegar hún var þrífa. Þegar kallinn kom heim sat hún með permanet krullað hár í stofunni og þóttist vera að lesa. Hann spurði hvort hún hefði verið í permanetti og hún neitaði því. Sagðist ekki skilja af hverju honum hefði dottið það í hug. En innstungan var hrein á eftir!

Ég er systurdóttir hennar og ég þríf ekki innstungurnar. Ég þríf varla í kringum innstungurnar. Svona getur fólk verið misjafnt!

24 október 2004

Turtle varð þrítug í gær

til hamingju með afmælið
Birthday Babies





Powered by Blogger