Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

27 apríl 2006

Þá er stefnan tekin á fríhelgi í sumarbústað um helgina. Stórfjölskylda Skakka er búin að skipuleggja heilmikla ferð og lagt verður af stað á föstudagskvöld. Viktor verður með í för og er hann orðinn all spenntur. Hann er að fara í frí og ætlar með flugi. Við hin ætlum nú bara að keyra í gömlu beyglunni. Við hljótum að ná saman einhversstaðar, ég vissi ekki einu sinni að það væri flogið í þessa sumarbústaði en svona vita börnin nú alltaf meir en við hin (ha!). Þetta verður örugglega skemmtilegt.

Við Skakki er búin að kaupa þessa fínu ferðatölvu og hún hefur skapað heilmikla óreiðu á heimilinu. Það er nefnilega verið að reyna að tengja hana við adsl kerfið sem fyrir er og varð það til þess að hún drap gömlu tölvuna. Já einmitt..gerir maður svoleiðis? Þannig að í kvöld þarf að reyna að koma þessu heim og saman áður en Skakki fær alvarleg fráhvarfseinkenni frá Netinu. Ég fæ ekki svoleiðis enda sítengd allan sólarhringinn haha, nei þetta var nú kannski bara óþarfi en sem sagt í kvöld ætlum við að reyna að koma þessu saman og þurfum kannski að hringja eftir hjálp í þann eina sem við þekkjum sem er með adsl málin á 150%tæru. Já einmitt leigubílstjórann fyrrverandi. En það kemur í ljós.. persónulega þoli ég ekki svona uppsetnignar á tölvum. Finnst ég alltaf eins og hálfviti og geðheilsa mín er í varanlegri hættu meðan ég er að koma þessu heim og saman. látið mig hinsvegar fá forrit og ég skal búa til leiðbeiningar á það á örskömmum tíma þó ég hafi aldrei séð það áður.. bara ef ég þarf ekki að koma við tækniglundrið sem er á bak við (hrollur)

26 apríl 2006

Alveg er þetta furðulegt veður. Rétt fyrir 7 á morgnana þegar ég skreiðist út í bíl er nákvæmlega ekkert sumar. Það er yfirleitt skárra um hádegisbilið en kommonn á morgnana gæti verið febrúar. Ég er að leita mér að nýju hobbíi og leita hér með eftir tillögum. Það má vera tímafrekt en ekki plássfrekt og má byrja á morgun þess vegna eða eftir helgi. Ég nenni ekki að fara í skóla alveg strax aftur þannig að það þýðir ekki að benda á það. Ég bíð spennt eftir tillögum og er að hugsa um að veita verðlaun fyrir þá bestu. Verðlaunin verða stórglæsileg... það væri ekki verra ef þetta hobbí gæti náð yfir á næsta ár en þá mun ég verða upptekin við annað...

25 apríl 2006

Vinkonur mínar fóru út í búð að versla. Það er ekki í frásögur færandi svo sem nema fyrir þá staðreynd að þeim fannst svo margt flott í búðinni að þær keyptu hana bara. Það var ódýrara heldur en kaupa allt sem þær langaði í. TIL HAMINGJU!!!!!! Ég er ánægð með svona konur. Skakki varð svo inponeraður (flott orð "inponeraður" sem ég hef lengi verið að reyna að troða inn í texta) að hann fór og keypti fartölvu. Jáhá, litla og sæta fartölvu sem hann getur haft með sér til Færeyja en hann er á leið þangað í næstu viku og ætlar að vera þar þar til við meigum skutlast til Kína að sækja barnið okkar. Grey kallinn, hann verður LENGI LENGI í Færeyjum. Eins gott að hann fékk sér tölvu!

24 apríl 2006

Jájá gerið bara grín að mér og hjólinu mínu. Ég er ekki byrjuð að hjóla en ég er komin með þennan rosa flotta hjálm. Ég leit út eins og hálfviti með þann gamla. Lít aðeins skár út með þann nýja. Núna sit ég á kvöldin í stofunni, með hjálminn á hausnum og boxhanskana á lúkunum og ímynda mér að ég sé í svakaformi. Passa mig á að líta ekki til hliðar því þá sé ég haglélið dynja á gluggunum... brrrr.. en það segja mér góðar raddir að snjórinn sé farinn aftur..ætli mér sé óhætt að fara að kaupa sandala til að viðra tærnar???

Á skíðum skemmti ég mér..
Á skíðum skemmti ég mér...
NEI þetta er RANGT lag.. það er komið að..
Nú vorið er komið og grundirnar gróa...

Hver gleymdi að láta máttarvöldin vita????? Hver? Hver?

Það er snjór og ég er búin að fá nóg af vetrinum. Ég vil fá næsta haust bara.. haha. Ég er búin í fríiinu mínu og komin aftur til starfa og er jafn leið. Er þetta normal? Er normal að vera svona leiður í vinnunni sinni? Og það er samt nóg að gera. Svo mikið að ég myndi bara að drukkna ef ég leyfði mér að fara í kaf en ég geri það bara ekkert. Syndi bara með hausinn upp úr og þykist ekkert sjá og ekkert vita..eins og ofvaxinn svanur (meira líkari birni kannski).. Ég er í leiðikasti, ekki reiðikasti því ég er ekkert reið, nei bara soldið leið eitthvað. Fæ frí næst um mánaðarmótin maí/júní. Það er soldið langt þangað til!


Powered by Blogger