Ok, ok nú er bara að vera rólegur. Bara að halda ró sinni. Ó já. Kínverjarnir eru búnir að afgreiða umsóknir sem ná til dagsins 13. október 2005. Okkar umsókn er dagsett 14. nóv 2005. Það á bara eftir að fara yfir mánaðarskammt af umsóknum áður en kemur að okkur. Það þýðir samt ekki að það sé bara mánuður eftir í okkur. Nei því miður lýstu Kínverjar því yfir snemma á síðasta ári að októbermánuður 2005 væri sá alstærsti mánuður sem þeir hefðu fengið eða um 2000 umsóknir. Þeir afgreiða ca. 600-800 á mánuði þannig að það má reikna með að það taki svona 3-4 mánuði að klára þá sem eru á undan okkur. En heyja Svergie er þetta samt ekki æðislegt ;)
02 febrúar 2007
31 janúar 2007
Vetrarfríið er að verða búið! Bara einn dagur eftir og svo tekur alvaran við... lengra vetrarfrí hehe. Í dag er námskeiðsdagur og ég er að fylla skólatöskuna af heimaverkefnum. Eins gott að ég er heimavinnandi annars hefði ég bara ekki tíma fyrir þetta (sagt með kaldhæðnislegum tón). Molinn var að hjálpa mér að ganga til í gær. Honum finnst óttalegt drasl hjá mér og að ég sé lengi að ganga frá þessu. þannig að hann tók til sinna ráða og mokaði öllu sem hann fann upp í hillur. Ekki endilega það sem ég hefði viljað en maður verður samt að þakka fyrir alla hjálp sem maður fær, þó hún sé eiginlega frekar óhjálp en hitt. Þetta var nýyrði...óhjálp. Það þýðir sem sagt hjálp í ranga átt. Hann kmeur aftur á morgun og þá verð ég að vera búin að þessu sem ég er að gera svo ég fái ekki meiri hjálp.
Núna er best ég drífi mig að skrifa markmiðin í þessu lífi, þess er krafist fyrir tímann í dag.
Núna er best ég drífi mig að skrifa markmiðin í þessu lífi, þess er krafist fyrir tímann í dag.
30 janúar 2007
29 janúar 2007
Skakki hefur verið að gera grín að mér að undanförnu. Hann telur að ekki verði mikið að framkvæmdum varðandi styrkingu líkamans vegna þess að það sé ekki nóg að gera ÁÆTLUN um þessi efni. Það verði líka að koma sér af stað og GERA hlutina. Hvað er að honum? Það er ekki eins og ég sé alltaf að gera áætlanir, hinsvegar skal viðurkennast að ég geri heilmargar áætlanir um að gera gera áætlanir. Ég er með margar hugmyndir að áætlunum í kollinum þessa dagana en ekki byrjuð á neinni þeirra. Ég fékk nefnilega það ráð í upphafi atvinnuleysisins að ég ætti að taka mér frí til mánaðarmóta og líta á það sem vetrarfrí. Þetta finnst mér þrusugott ráð og þar sem mánaðarmótin eru enn ekki komin þá er ég enn í fríi og ekki byrjuð á þessum áætlunum. En þær koma. Er líka að reyna að koma mér í lærdómsgírinn því það er heilmikið að læra. Ég sá líka að það er verið að auglýsa eftir fræðslustjóra í ákveðnu fyrirtæki. Það væri nú soldill húmor að sækja um þá stöðu, sérstaklega í ljósi þess að fráfarandi starfsmaður sagði upp til að fara í gamla starfið mitt.. Haha, ég held ég láti það samt vera ;)