Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

27 febrúar 2008

Ég fór í klippingu á föstudaginn sem er nú svo sem ekkert í frásögur færandi. Það sem er hins vegar hægt að færa í frásögu er rándýra sjampóið sem minn einka klippari seldi mér. Þetta er eðal flott í fullorðinsstærð af brúsum og hún fullyrti að þetta væri ROSA gott. Nema hvað, þetta er svona sléttunarsjampó og hárnæring. Hef nú svo sem ekki neina tröllatrú á svona fyrirbæri en ohmægod þetta virkar. Þetta virkar svo flott að ég þarf ekki að setja neitt sléttu þetta og sléttu hitt í ljótu hliðarkrullurnar mínar. Nú er hárið bara slétt og glansandi fínt. Það borgar sig stundum að kaupa dýrt!

26 febrúar 2008

Jæja já, allir í stuði bara. Ég er nú ekki búin að kynna mér blakið neitt nánar en finn samt að ég verð að fara að koma mér af stað aftur í smá hreyfingu. Það er orðið ansi hreint dapurt þegar ég finn hjá mér gífulega þörf fyrir slíkt en svona er nú bara ástandið!

Í kvöld fer ég á skyndihjálparnámskeið fyrir foreldra ungra barna. JÆKES. Mér sem tókst að humma af mér svona námskeið í þau átta ár sem ég vann hjá fyrirtæki allra landsmanna, en nú er ekki undan því flúið. Þarna mun ég fræðast um hvað ég eigi að gera ef stendur í unganum og Skakki er ekki heima til að bjarga henni. Stuð sem sagt.

Þessa dagana á því skyndihjálp og einelti allan minn hug og djörfung. Ég get vart um annað hugsað og stundum hugsa ég um þetta tvennt í einu. Þá er það spurningin hvort eineltið hjálpi skyndihjálpinni eða hvort hjálpar við einelti sé að leita í skyndihjálpinni. Þetta verður spennandi vika!

... og enn er spurningunni miklu ósvarað, hvað á ég að verða þegar ég verð stór?


Powered by Blogger