23 desember 2005
Síðasti vinnudagur fyrir jól... og góður dagur í gymminu. Þrír frídagar framundan, ræð mér bara ekki fyrir kæti.
22 desember 2005
Ég fór og keypti mér jakka fyrir verðlaunaféð mitt í gær. Mikið var það góð tilfinning að kafa í umslagið og draga upp þúsundkalla til að greiða fíneríið!
Ég er enn ekki farin að taka til fyrir jólin enda koma þau hvort sem ég tek til eða ekki. Þau hafa alltaf komið. Er samt að hugsa um að pússa speglana og slökkva svo ljósin þá er allt bara svona glimrandi hreint..eða ég ímynda mér það. Kveiki kannski á nokkrum kertum líka haha.
Er með gesti í súpu í kvöld. Ásdís og unginn Benny ætla koma í ítalska súpu til mín. Það ætti að verða skemmtilegt og það besta við það er að þá er ég gjörsamlega undanþegin því að þurfa að þrífa því ekki get ég þrifið með gestina sitjandi inni í stofu! Óska eftir gestum á hverju kvöldi takk fyrir!
Ég er enn ekki farin að taka til fyrir jólin enda koma þau hvort sem ég tek til eða ekki. Þau hafa alltaf komið. Er samt að hugsa um að pússa speglana og slökkva svo ljósin þá er allt bara svona glimrandi hreint..eða ég ímynda mér það. Kveiki kannski á nokkrum kertum líka haha.
Er með gesti í súpu í kvöld. Ásdís og unginn Benny ætla koma í ítalska súpu til mín. Það ætti að verða skemmtilegt og það besta við það er að þá er ég gjörsamlega undanþegin því að þurfa að þrífa því ekki get ég þrifið með gestina sitjandi inni í stofu! Óska eftir gestum á hverju kvöldi takk fyrir!
21 desember 2005
Það eru að koma jól..tralllallla.. Hef ekki mikið annað að skrifa um.. fór og heimsótti MAB í gærkvöldi og skoðaði nýja húsið hennar..voða fínt ;) Vesturbæjarnornin var þar stödd ásamt manni sínum og var þetta hið ágætasta kvöld.. í dag þarf ég hinsvegar að klára eitthvað smotterí fyrir jólin... langar t.d í gleraugu þó ég fái þau ekki fyrr en eftir jólin..langar samt að kaupa þau núna.. skrattans kannski í bæinn á eftir og skoða...
20 desember 2005
Vinnuátakinu, Sveittar sveinkur, lauk í dag. Ég fékk önnur verðlaun og það er eins og ég hafi unnið ferð til Florida eða eitthvað því ég er svo ánægð með mig. Hef aldrei á æfinni lokið við íþróttaátak fyrr og hef þar af leiðandi aldrei komist nálægt efstu sætunum. Alls vorum við 29 í átakinu þannig að þetta var barátta.
Nú ætla ég að tipla á táskónum og eyða verðlaununum í algera vitleysu.
Nú ætla ég að tipla á táskónum og eyða verðlaununum í algera vitleysu.
19 desember 2005
Þá er afmælishelgin mikla liðin og það verður að segjast að tók nú soldið á að halda sig frá öllu namminu og sukkinu sem í boði var..ohhhh
Hófst á föstudagskvöldi með 40 ára afmæli Mundu sem breyttist í brúðkaupsveislu því öllum að óvörum giftu þau sig
Hófst á föstudagskvöldi með 40 ára afmæli Mundu sem breyttist í brúðkaupsveislu því öllum að óvörum giftu þau sig
Til hamingju með daginn
Á laugardagskvöldið var 50 ára afmæli hjá starfsfélaga og þar var mættur Gylfi Ægisson og spilaði á harmonikkuna eins og herforingi. Ægilega flott veisla..
Og á sunnudag var síðan afmælisveisla hjá Ádna.. þar voru meðal annars í boði danskar eplaskífur sem eru bollur með engum eplum í..mikið svakalega gæti ég orðin húkkt á svoleiðis...eins gott að vera bara í átaki áfram hehehe