Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

08 febrúar 2008

Ég er búin að kynnast nýjum hæðum í sambandi við stresskvíða. úff úff ég varð bara stressuð líka þegar ég varð vör við þetta og setti talfærin á extra hraða og það varð til þess held ég að viðkomandi stressaðist enn meir. Læf is töff, það er ekki hægt að segja annað.

Í gær lenti ég í þeim hremmingum að bíldruslan læstist þegar ég fór út að skafa og mátti ég hringja í eiginmanninn til að fá hann til að koma með aðra lykla. Ekki gat ég farið í strætó því taskan var eðlilega inni í bílnum með öllum peningum og lyklum. Þar sem hurðin að vinnustaðnum er langt frá stæðinu og bílnum mínum þá þorði ég ekki annað en fara út eftir smá tíma svo þau hjúin þyrftu ekki að leita að mér (síminn var jú líka í töskunni, læstur inni í bílnum) og ég beið og beið. Það kom þrisvar á tímanum svona éljahríð og ég var orðin gegnfrosin er þau mættu. En bílinn var orðinn vel heitur... Skemmtilegt.

En bílavandræðum mínum er ekki lokið, nei langt frá því. Þetta er kosturinn við að vera á druslu, það er alltaf eitthvað skemmtilegt í gangi. Í morgun rigndi og rigndi og þá ákváðu þurrkurnar að nú væri komið nóg og gáfu upp andann. Skemmtilegt bara. Alltaf gaman að keyra í brjálaðri umferð í rigningu með engar þurrkur en hann læsist þá ekki á meðan.

07 febrúar 2008

Það var eins og að keyra inn í jólakort þegar ég keyrði af sveitahæðinni minni í morgun. Það breyttist þegar út á aðalvegi kom þá var hríð og ógeð. Þá fer bíllinn minn fallegi með grænu ljósunum að komast í hendur annars eiganda en elskulegur bróðursonurinn hefur lofað að taka hann að sér og hlú að honum eins og þarf. Mér finnst nefnilega of mikið að eiga þrjá bíla verandi bara tvö á heimilinu með bílpróf.

Og ég lýsi hér með eftir myndavélinni minni. Hennar er sárt en ég tók á hana myndir á sunnudaginn í Þorlákshöfn en eftir það gufaði hún upp. Þetta fer mjög í taugarnar á mér því ég er ekki vön að týna dóti sem mér þykir vænt um. Ég verð að eiga svona litla myndavél því það er aldrei að vita hvenær tækifærin gefast. Ég fékk nýja vél í jólagjöf, Diana heitir hún. Þetta er filmuvél og tekur Lomo myndir. Ég er ekki enn búin að prufa hana en þar sem hin er horfin hef ég enga aðra afsökun.

Unginn og pabbinn eru í læknisferð í dag. Það verður spennandi að heyra hvort hún er jafn æst og hysterísk með honum. Ég vona ekki.

06 febrúar 2008

Skakki var búinn að lýsa óförum okkar með nýju tölvuna en í gær fór hún aðeins að pirra mig líka. Málið er að tölvugaurinn spurði hvort ætti að taka bakkupp af einhverju (döh) og við sögðum öllu. Svo hann tók bakkupp af öllum möppunum mínum en þegar ég ætlaði að fara að vinna með eina í gær reyndist hún tóm og svo var um hinar líka. Hverslags fáviti tekur bakkupp af möppum en hefur þær tómar? Eina mappan sem ekki er tóm er myndamappan hennar 17 ára Sigríðar sem ég veit ekki hver er. Vona að aumingja Sigríður hafi ekki fengið öll skjölin mín. Sem betur fer var flest allt inni á gömlu tölvunni líka. Ekki samt allt því tölvan var jú glæný og hver tekur bakkupp af nýjasta dótinu sínu? Alla vega ekki ég.

Unginn hefur enga samúð með vinnandi móður sinni. Í nótt sótti hún stíft í koddann minn sem lýsir sér þannig að hún kemur æðandi og skellir sér á koddann og spáir ekkert í að elskuleg móðir hennar gæti verið á koddanum. Síðan ýtir hún sér og potar þar til móðurmyndin er örugglega farin af koddanum og byrjar þá að sparka í haus pabbans (hún liggur sem sagt lárétt í rúminu). Við færðum hana örugglega hundrað sinnum í nótt og ég er frekar framlág í dag!

05 febrúar 2008

jei... við erum búin að fá fyrstu barnabæturnar okkar... jibbíkajei. Verð nú samt að viðurkenna að ég skil ekki alveg hvers vegna fólk bíður í ofvæni eftir þessari fúlgu því þó við hjónin leggjum saman risaupphæðirnar sem við fengum þá dugir það varla fyrir hálfum bensíntank. Þetta er ekki einu sinni nóg fyrir leikfimihlýðninámskeiði fyrir ungann. Og talandi um það, ég fór á hlýðninámskeiðið í gær þar sem ég var í fríi og held það sé bara fínt að Skakki sjái um þetta bara. þarna djöflaðist ég alveg á fullu, lék könguló, henti mér í gólfið og velti mér og stökk í gegnum húlla hring. En Unginn sem átti að vera að gera þessar æfingar stóð urrandi við hlið mér. Held hún hafi eitthvað misskilið tilgang þessara ferða!

04 febrúar 2008

Ég átti einn besta dag í vinnunni síðan ég byrjaði... enda var ég í vetrarfríi og þess vegna heima!


Powered by Blogger