Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

02 maí 2003

Komin helgi aftur eh...þetta er frábært, ætla að koma mér í stjórmál og ætla ekki að hafa neitt um skatta á minni stefnuskrá, bara þetta með að hafa fimmtudagsfrí aðra hverja viku (ekki hverri því þetta ruglar soldið vinnumóralinn) og vera hörð á þessu. Ég er viss um að ég þarf ekki einu sinni að vera með stuðningsmannalista heldur fer inn á yfirgnæfandi meirihluta á þessu eina máli. Ætti kannski að fara að safna mér fólki til að vera í næstu sætum á eftir mér......
Það var smíðanámskeið hjá handysystrum í gær, ægilega gaman en það smíðaði enginn neitt! Ekki einusinni naglalakk á okkar fögru neglur eins og stundum hefur verið gert. Nei að þessu sinni sátum við afslappaðar og ræddum þær kröfur sem höfðum gert í nafni gærdagsins (1.maí). Allar fórum við í kröfugöngu og bárum stór spjöld þar sem við kröfðumst almennra mannréttinda okkur til handa. Síðan sungum við nallann og þetta leiðinlega lag sem öll börn læra á leikskólum og ég man ekki hvað heitir!!!!!!!
Úps sorry, got carried away, í reyndinni sat ég heima allan daginn og vann að ritgerðinni minni og fór svo á smíðanámskeiðið og sat þar eins og klessa og gerði ekki neitt...;)))))))))) sem sagt fínn dagur ;I

30 apríl 2003

ég nennti ekki að skrifa neitt í gær. Var eitthvað svo slöpp að ég fór heim uppúr hálftvö og svaf til 5 og vaknaði endurnærð (svaf ekki mikið í nótt þar sem ég hafði sofið svona mikið hehe)! Ég er enn að reyna að berjast við síðustu ritgerðina í skólanum og það gengur eitthvað hægar en mér finnst eðlilegt en þetta hlýtur að hafast um helgina (sérstaklega þar sem ég á að skila í dag skamm skamm).
það var nornafundur hjá mér á föstudagskvöldið síðasta og það var mjög gaman. Vesturbæjarnornin var með ný spil sem hún keypti í hinni víðfrægu nornabúð í London, mjög flott spil og einhverskonar dúk með sem átti að leggja spilin á. Ægilega flott. Við fengum auðvitað allar þessa venjulegu spár; ég fékk frjósöm verkefni eins og venjulega sem er fyndið sé litið á allar aðstæður hehe..
Hinsvegar verð ég að viðurkenna að ég er óvenjulega andlaus þessa dagana, get eiginlega varla hangið í vinnunni því ég hef mig ekki í að gera neitt, held mig vanti kannski bara meiri sól......og vítamín....

28 apríl 2003

Þá er mar byrjaður að vinna aftur, ekkert frí meira ;(
Næsta mál á dagskrá eru dekkin á bílinn minn (hafið þið ekki tekið eftir sólinni??) Hún kom um leið og það var búið að gera við þurrkurnar á síðasta föstudag ;))
Núna þarf ég að kaupa dekk, hauknum datt í hug í fyllstu alvöru að spyrja mig um stærðina á dekkjunum. huh???? Þau eru svört og eru undir bílnum, veit ekki meira.
Hringdi í drbörn.is í dag og þar var allt fullt og ég á að hafa samband aftur eftir mánuð til að athuga hvort það sé laust þá. Það er meiri biðin á öllum hlutum!!!!
Ég er að skrifa einhvera glæsiritgerð sem ég kemst ekkert áfram með. Sat alla helgina og er með 26 blaðsíður til skiptis á íslensku og ensku...mjög fínt ;)
Sammála þér Harpa það hljómar vel með að hafa zetuna uppljómaða en eins og Corason benti réttilega á, hvernig mundi manni líða ef mar fengi sér almennilega í glas, kæmi inn á bað örlítið ringlaður og þreyttur og jafnvel soldið illt, ef þá mætti manni uppljómað klósett?
Úff, það er soldið veird hugmynd ;))))


Powered by Blogger