Þá er verslunarmannahelgin búin og nú fer að hausta, eða eins og góð kona sagði "nú er bara moldviðrið eftir". Við gengum af okkur lappirnar í gær í grenjandi rigninu og slagviðri og reglulega sagði Skakki mér "ég hef heyrt að maður verði svo fallegur af því að labba í rigningu" huh er þetta eitthvað hint? Að hann láti mig labba í 4 og hálfan tíma í rigningu? Undir það síðasta var farið að renna upp fyrir mér ljós en þá var ég orðin of niðurlút til þess að tilgangurinn næðist.
Við seldum sófann í gærkvöldi og nú er ekkert smáræðis pláss í litlu íbúðinni. Verst að það er bara þangað til sófasettið kemur því illu heillu er það stærra en sófinn haha talandi um að ætla að búa til meira pláss. Held við séum kannski ekkert góð í að skipuleggja ;))
Aníveis, nú er þriðjudagur og samkvæmt venju ætti þriðjudagsgönguvinafélagið að taka sinn rúnt í kvöld en af óviðráðanlegum orsökum mun það falla niður en í staðinn er ætlunin að taka LANGAN rúnt á morgun og hefja göngu klukkan 13 í stað þess að fara eftir kvöldmat. Áætluð ganga er 10 km á kortinu og með útirdúrum má reikna með að þetta séu um 12 km. Þannig að þeir sem þora í þetta eru beðnir að melda sig í sveitina til mín kl 13 á morgun. Væri svo sem ágætt að fá sms frá þeim sem ætla að labba. Við erum viss um að það verður fínt veður og gott betra en það haha og bæ þe vei það var rosa mikið af berjum í sunnudagsgönguferðinni sem er á svipuðum slóðum þannig að fólki er bent á krukkur með loki ef það vill hafa eitthvað af náttúrunni með sér heim!
Þessi mynd var tekin í sunnudagsgönguferðinni: