Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

05 ágúst 2005

Ó mæ god sumarfríið er að verða búið!!!! Það eru bara tveir virkir dagar eftir og ég er rétt að byrja að njóta þess að vera í fríi. Annars er ég með svo miklar harðsperrur í fótunum að ég er að drepast. Afleiðingar af hlaupum niður þrjár hæðir með bókakassa í fanginu. Var svo löðursveitt við það verk að ég varð að skipta um föt áður en ég gerði nokkuð meira. Skil ekki hvaðan allar þessar bækur komu!

Ákvað að gleðja Skakka í hádeginu í gær með súðu og fékk mann til að búa hana til:


Súpan var fín!

03 ágúst 2005

Þar sem Sólún vesturbæjarnorn er að fara að gifta sig fannst vinkonum hennar við hæfi að bjóða henni í mótorhjólaferð um borgina:


Eftir hjólatúrinn var henni skellt í adrenalínkikk í Smáralind:



Þaðan var brunað í Mekka Spa til að ná niður blóðþrýstingnum í heitum potti með freyðivín og jarðarber:


Síðan sátum við í góðu yfirlæti allt kvöldið á Caruso og kjöftuðum frá okkur allt vit um leið og við skófluðum í okkur matnum..ægilega gaman ;)

02 ágúst 2005

Dagurinn í dag er alveg að verða búinn (2 ágúst) en í dag áttu frú Ólafía og Einsi kaldi gítarnemi bæði afmæli. Þau urðu samtals 114 ára gömul geri aðrir betur en það!
Til hamingju....

Sófarnir eru komnir og þeir fylla upp í stofuna. haukur fór að leita að möðkum en ég ætla að fara að sofa svo ég þurfi ekki að sjá hversu lítil stofan varð allt í einu

Þá er verslunarmannahelgin búin og nú fer að hausta, eða eins og góð kona sagði "nú er bara moldviðrið eftir". Við gengum af okkur lappirnar í gær í grenjandi rigninu og slagviðri og reglulega sagði Skakki mér "ég hef heyrt að maður verði svo fallegur af því að labba í rigningu" huh er þetta eitthvað hint? Að hann láti mig labba í 4 og hálfan tíma í rigningu? Undir það síðasta var farið að renna upp fyrir mér ljós en þá var ég orðin of niðurlút til þess að tilgangurinn næðist.

Við seldum sófann í gærkvöldi og nú er ekkert smáræðis pláss í litlu íbúðinni. Verst að það er bara þangað til sófasettið kemur því illu heillu er það stærra en sófinn haha talandi um að ætla að búa til meira pláss. Held við séum kannski ekkert góð í að skipuleggja ;))

Aníveis, nú er þriðjudagur og samkvæmt venju ætti þriðjudagsgönguvinafélagið að taka sinn rúnt í kvöld en af óviðráðanlegum orsökum mun það falla niður en í staðinn er ætlunin að taka LANGAN rúnt á morgun og hefja göngu klukkan 13 í stað þess að fara eftir kvöldmat. Áætluð ganga er 10 km á kortinu og með útirdúrum má reikna með að þetta séu um 12 km. Þannig að þeir sem þora í þetta eru beðnir að melda sig í sveitina til mín kl 13 á morgun. Væri svo sem ágætt að fá sms frá þeim sem ætla að labba. Við erum viss um að það verður fínt veður og gott betra en það haha og bæ þe vei það var rosa mikið af berjum í sunnudagsgönguferðinni sem er á svipuðum slóðum þannig að fólki er bent á krukkur með loki ef það vill hafa eitthvað af náttúrunni með sér heim!

Þessi mynd var tekin í sunnudagsgönguferðinni:

31 júlí 2005

Í gærkvöldi var haldið maraþondesperatehosewifeskvöld í sveitinni hjá mér. Kjötsúpan mætti með son sinn og við tókum til við að horfa á alla þætti júlímánaðar í einni striklotu. Molinn var með en hann sýndi snakkinu og töluboxinu mun meiri áhuga heldur en sjónvarpinu. Og þegar Skakki (Tindilfættur Spóaleggur) kom heim eftir bílþvottinn þá tók við kennsla í meðferð vasaljósa Skakki

Þetta var sem sagt laugardagskvöld um verlsunarmannahelgi á mínu heimili: Húsmóðirin horfði á sjónvarpið á sápu allra sápa og húsfaðirinn þvoði bílinn

Núna situr húsfaðirinn vafinn inn í ullarteppi og ímyndar sér að hann sé í einhverri brekkunni með bjór í hendi. Í raunveruleikanum situr hann í latadreng og er með kaffibolla og bíður eftir formúlinni. Við lifum spennandi lífi!!!!!!!!


Powered by Blogger