09 desember 2005
08 desember 2005
07 desember 2005
Það eru nú fleiri ruglaðir en ég. Vekur mér alltaf smá gleði þegar ég man eftir því. Í gær t.d. fékk ég mánudagsfréttablaðið aftur þó það væri þriðjudagur og komið allt annað í fréttir. En kannski voru bara sömufréttirnar og þeir senda því bara sama blaðið aftur til að spara öllum vinnu; þeir þurfa ekki að vinna blaðið og ég þarf ekki að lesa það. Bara soldið góð hugmynd svona á síðustu og verstu tímum. Ég hélt að vísu að ég hefði ruglast og varð að leita að mánudagsblaðinu sem kom á mánudeginum en þetta var samt rétt hjá mér. þarna sparaði ég nokkrar mínútur sem annars hefðu farið í að lesa blaðið!
Skakki var að koma heim eftir dagsverkið í vinnunni. Ágætis dagsverk tæpir 26 tímar haha aðrir taka þetta á þremur dögum en hann bara klárar þetta í einni lotu. Hann er kannski í bandalagi með fréttablaðinu að spara tíma?
Skakki var að koma heim eftir dagsverkið í vinnunni. Ágætis dagsverk tæpir 26 tímar haha aðrir taka þetta á þremur dögum en hann bara klárar þetta í einni lotu. Hann er kannski í bandalagi með fréttablaðinu að spara tíma?
05 desember 2005
Þá er enn ein helgin liðin og óðum styttist til jóla. Ég er búin að draga upp jólatöskuna sem ég keypti í ágúst og geng nú um með buxur jólasveinsins upp á arminn..mjög jólalegt. Vona samt að hann sakni þeirra ekki mikið. Við Skakki fórum í góðra vina hópi á jólahlaðborð á laugardagskvöldið og það var mjög gott. Mér finnst jólamatur góður. Endaði að vísu á helv. mokkatertu og verð að segja að mér finnst að það eigi að merkja þær sérstaklega svo fólk geti forðast svona eitur. Þetta var nærri búið að eyðileggja fyrir mér ánægjuna af matum að enda með þetta óbragð.
Flosi kallinn fékk líka nafnið sitt með hátíðlegum hætti um helgina og það var líka skemmtilegt. Hann var voða fínn og flottur.
En nú vantar mig morgunmat svo frekari fréttir verða að bíða.. ég er að verða hungurmorða og hana nú!
Flosi kallinn fékk líka nafnið sitt með hátíðlegum hætti um helgina og það var líka skemmtilegt. Hann var voða fínn og flottur.
En nú vantar mig morgunmat svo frekari fréttir verða að bíða.. ég er að verða hungurmorða og hana nú!