Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

09 febrúar 2007

Í dag er fyrsti dagur annars mánaðar. Hmmmm en ég byrjaði þó í ræktinni í gær. Við jöfluðumst þar í öllu okkar vesæla veldi (slepptum þó slæðunum þangað til við höfum aðeins meira vald á þessu dóti og ákváðum að hoppa ekki yfir hestinn) og skildum síst í því að fullt af eldgömlum köllum (ok ok kannski ekkert svo eldgömlum en þeir voru samt gráir um höfuðið) tóku tækin bara með annarri og voru rosa fitt og flottir. Þangað til við föttuðum okkur til mikillar hughreystingar að þetta voru allt slökkvilismenn. Spáið í því, hvað er meira hughreystandi en að æfa með hópi slökkviliskalla? Það er þá kannski hægt að bjarga okkur ef það kviknar í, sé þá alveg í anda grípa í hárið á okkur og draga okkur út. Svona er mar alltaf hreint að græða. En sem sagt það er ekki furða þó þeir séu í formi því þeir verða að vera það, ég ætti kannski að ganga í slökkviliðið?

Fyrsta skrefið til betra lífs er því stigið og í dag eru smá harðsperrur að hrjá mig. Ég skil samt ekki eitt, af hverju þarf hver einasta helv**** líkamsræktarstöð að vera með sína eigin gerð af tækjum? Það tekur mann alltaf heillangan tíma að læra á tækin og ekki gerir það gott fyrir sjálfsálitið, hvað að maður fái eins mikið út úr fyrstu æfingunum þegar maður er hálfan tímann að reyna að stilla fjandans tækin. Og annað, voðalega er ég eitthvað pjöttuð og mikill aumingi því ég hreinlega get ekki lagst á bekkina nema þrífa þá fyrst. Ég þarf bara að fá mér minn eiginn þrifabrúsa, held það verði nú upplit á slökkvilisköllunum þegar húsmóðirin kappsfulla mætir með sinn eigin úðabrúsa til að þrífa bekkina haha

06 febrúar 2007

Það var dekurdagur hjá Gelluklúbbnum síðasta laugadag og ég er rétt að ná mér í dag. Það kom nefnilega nuddari og nuddaði bak og herðar og ég er gjörsamlega búin að vera að drepast síðan. Með verki í öllum vöðvum og upp í haus. En við fengum líka andlitsnudd og það var æði. Ég þurfti nú ekki langan tíma til að ná mér eftir það. Gæti farið í svoleiðis á hverjum degi ahhhhhh En mér er nú líka sagt að Hildur sem var með andlitsnuddið sé sérstaklega fær í svoleiðis og ekki skal ég rengja þá staðhæfingu. Ég fékk bara alveg nýtt andlit. Það er að vísu ekkert mikið skárra en hitt en samt...

Ég var líka með smíðanámskeið í gærkvöldi og ég held að þetta hljóti að vera eini saumaklúbburinn í sögunni sem fer heim klukkan 10. Ég er ekki að ýkja þetta, klukkan 5 mínútur yfir 10 þá rauk sú fyrsta upp og sagðist þurfa snemma að sofa og það var eins og við manninn mælt að hinar ruku upp á eftir. Eftir sátum við tvær og spjölluðum í klukkutíma í viðbót. Ég veit ekki hvort allar eru að verða svona gamlar? Og það var ekki kalt hjá mér því ég hitaði upp sérstaklega fyrir komu þeirra. Ég er nefnilega loksins farin að skilja hintið þegar allar mæta í ullarsokkum og tvennum eða þrennum peysum. Í gær hitaði ég því sérstaklega vel upp og kannski hefur orðið of heitt haha

Ég tók daginn snemma og er búin að liggja yfir íbúðarauglýsingum og fann eina sem hentar alveg fínt en spurning hvort Skakka líki hún ;)

04 febrúar 2007

Prufa í gangi:
Viktor slide

Skakki er dóni. Það er langt síðan ég fattaði það en ég verð alltaf jafn hissa þegar ég rekst á dónaskapinn í honum. Í gær sagði ég honum að ég ætlaði að byrja í leikfimi á næsta fimmtudag. Hann vildi vita hvar ég ætlaði að stunda þetta:

Skakki: Hvert ætlið þið að fara?
Meinvill: Bara í Hress, það er næst okkur.
Skakki: Nei það er ekki næst.
Meinvill: Nú?
Skakki: Nei, það er annað nær.
Meinvill hugsar og hugsar en man ekki eftir neinu

Meinvill: Hmm, hvað er það?
Skakki: Bjarkirnar!
Meinvill: Bjarkirnar?
Skakki: Já
Og histist af hlátri
Meinvill: Bjarkirnar? Hvaða rugl er í þér?

Og þá fattaði ég málið. Ég sagði honum nefnilega frá því er MAB sá slæðufimleika eldri kvenna á einhverri fimleikasýningu og við erum búnar að hlægja ekkert smáræðis að því. Nú sem sagt sér ástkær eiginmaður minn mig í anda djöflast um gólfið hjá Björkunum með langar slæður í höndunum að reyna að endurheimta glataða æskutíma. Einmitt! Bölv. dóninn!


Powered by Blogger