Í dag er fyrsti dagur annars mánaðar. Hmmmm en ég byrjaði þó í ræktinni í gær. Við jöfluðumst þar í öllu okkar vesæla veldi (slepptum þó slæðunum þangað til við höfum aðeins meira vald á þessu dóti og ákváðum að hoppa ekki yfir hestinn) og skildum síst í því að fullt af eldgömlum köllum (ok ok kannski ekkert svo eldgömlum en þeir voru samt gráir um höfuðið) tóku tækin bara með annarri og voru rosa fitt og flottir. Þangað til við föttuðum okkur til mikillar hughreystingar að þetta voru allt slökkvilismenn. Spáið í því, hvað er meira hughreystandi en að æfa með hópi slökkviliskalla? Það er þá kannski hægt að bjarga okkur ef það kviknar í, sé þá alveg í anda grípa í hárið á okkur og draga okkur út. Svona er mar alltaf hreint að græða. En sem sagt það er ekki furða þó þeir séu í formi því þeir verða að vera það, ég ætti kannski að ganga í slökkviliðið?
Fyrsta skrefið til betra lífs er því stigið og í dag eru smá harðsperrur að hrjá mig. Ég skil samt ekki eitt, af hverju þarf hver einasta helv**** líkamsræktarstöð að vera með sína eigin gerð af tækjum? Það tekur mann alltaf heillangan tíma að læra á tækin og ekki gerir það gott fyrir sjálfsálitið, hvað að maður fái eins mikið út úr fyrstu æfingunum þegar maður er hálfan tímann að reyna að stilla fjandans tækin. Og annað, voðalega er ég eitthvað pjöttuð og mikill aumingi því ég hreinlega get ekki lagst á bekkina nema þrífa þá fyrst. Ég þarf bara að fá mér minn eiginn þrifabrúsa, held það verði nú upplit á slökkvilisköllunum þegar húsmóðirin kappsfulla mætir með sinn eigin úðabrúsa til að þrífa bekkina haha
Fyrsta skrefið til betra lífs er því stigið og í dag eru smá harðsperrur að hrjá mig. Ég skil samt ekki eitt, af hverju þarf hver einasta helv**** líkamsræktarstöð að vera með sína eigin gerð af tækjum? Það tekur mann alltaf heillangan tíma að læra á tækin og ekki gerir það gott fyrir sjálfsálitið, hvað að maður fái eins mikið út úr fyrstu æfingunum þegar maður er hálfan tímann að reyna að stilla fjandans tækin. Og annað, voðalega er ég eitthvað pjöttuð og mikill aumingi því ég hreinlega get ekki lagst á bekkina nema þrífa þá fyrst. Ég þarf bara að fá mér minn eiginn þrifabrúsa, held það verði nú upplit á slökkvilisköllunum þegar húsmóðirin kappsfulla mætir með sinn eigin úðabrúsa til að þrífa bekkina haha